Hagnýting gervigreindar | Vegvísir DataLab

Framfarir á sviði Generative AI | Spunagreindar hafa skapað tækifæri til að fela tölvum fleiri verkefni en áður var mögulegt. Afraksturinn er m.a. sjálfvirkni og aukin skilvirkni á ýmsum sviðum og starfsfólk sem tekur betri ákvarðanir. 

Þessi tækni er öllum aðgengileg sem bera sig eftir henni og bætist við úrval öflugrar gagnatækni sem þegar var til staðar. 

Stóra spurningin er ekki hvort heldur… 

…hvernig ætlar þitt fyrirtæki að hagnýta gagnatækni og gervigreindarlausnir í starfseminni? 

Hjá DataLab starfa framúrskarandi sérfræðingar í hagnýtingu gervigreindar og gagnatækni sem hafa aðstoðað fjölmörg fyrirtæki og stofnanir að hagnýta stafræn gögn til að skapa virði.

DataLab býður íslenskum fyrirtækjum og stofnunum Vegvísir um hagnýtingu gervigreindar sem er 8 vikna vegferð þar sem stóru spurningunni er svarað. Um leið er lagður grunnur að samkeppnishæfni í gagnadrifnum heimi þar sem hagnýting gagnatækni skilur á milli þeirra sem ná árangri og þeirra sem staðna. 

Teymi DataLab

Nýttu gögnin. Náðu árangri. 

Tækifærin sem blasa við þeim sem taka af skarið eru mörg og fjölbreytt.

  • Stafrænir ráðgjafar (AI Assistant) sem nýta GenAI gætu aukið aðgengi starfsfólks að þekkingu sem nýtist í starfi og bætt ákvarðanir og þjónustu. 
  • Starfsfólk gæti kallað fram tölulegar upplýsingar, mælikvarða og myndir með fyrirspurnum á íslensku/ensku og þannig tekið fleiri gagnadrifnar ákvarðanir. 
  • Forspárlíkön gætu skapað virði með því að draga úr óvissu, áhættu og sóun í rekstri. 
  • Myndræn framsetning sem veitir innsýn og innblástur, jafnvel í rauntíma, gæti stuðlað að enn betri ákvörðunum.  
  • Sjálfvirknivæðing endurtekinna og tímafrekra verkefna gæti stuðlað að betra vinnulagi og ánægðara starfsfólki. 

Afurð Vegvísis er aðgerðaáætlun um hagnýtingu gervigreindar og gagnatækni. Hún er unnin á grundvelli viðtala við starfsfólk og rýni á umhverfinu, markaðnum, fyrirtækinu sjálfu og straumum og stefnum í síbreytilegum heimi upplýsingatækni. 

  • Lykilspurningum um hagnýtingu stafrænna gagna, gervigreindar og gagnatækni í starfseminni svarað.   
  • Stöðumat á lykilþáttum sem styðja við hagnýtingu tækninnar. 
  • Aðgerðaáætlun til næstu 1-2 ára vegna hagnýtingu gagna, gervigreindar og gagnatækni í starfseminni. 
  • Hagnýt gagnaverkefni valin, útfærð og forgangsraðað 

Stafvæðing undanfarinna ára með tilheyrandi gagnasöfnun og tækniþróun hefur skapað tækifæri til að hagnýta gögn og gervigreindartækni til að bæta rekstur og þjónustu.  

Vegvísir setur málefnið í fókus svo grípa megi til markvissra aðgerða. 

Brynjólfur Borgar stofnandi DataLab hélt erindi um gervigreind á Innovation Week 2023

Ávinningur Vegvísis 

  • Skýr framfaraskref í átt að gagnadrifnum umbótum og rekstri sem styðja við markmið og áherslur. 
  • Aukin samstaða, vitund og þekking meðal starfsfólks og stjórnenda á tækifærum til að hagnýta gervigreind í starfseminni og skrefunum sem þarf að taka. 
  • Raunhæf markmið til 1-2 ára og aðgerðir sem færa fyrirtækið í rétta átt. 
  • Stjórnendur fá nauðsynlega yfirsýn um stöðu á lykilþáttum er snúa að hagnýtingu gagnatækni í starfseminni og úrbótaverkefni liggja fyrir. 
  • Hagnýt gagnaverkefni valin, metin og útfærð svo hægt sé að forgangsraða þeim og hefjast handa. 

Hagnýting gervigreindar er framundan hjá þínu fyrirtæki. 

Vegvísir frá DataLab tryggir markvissar ákvarðanir frá upphafi. 

Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Borgar Jónsson hjá DataLab 

binniborgar@datalab.is | 693 0100 

III. Gervigreindin verður alltumlykjandi

Sífellt öflugri tölvur og tæknilegir innviðir hafa nú gert okkur kleift að þróa afar hagnýta og öfluga gervigreind sem við munum að öllum líkindum nota til að þróa enn öflugri tölvur sem geta af sér enn öflugri gervigreind og þannig heldur þróunin áfram.

Gervigreindin er því í aðalhlutverki héðan í frá, og því má segja að öld gervigreindarinnar sé runnin upp.

Continue reading

Gervigreind og snjallar lausnir í opinberri þjónustu – II. hluti: Lýðvæðing, grænar lausnir og siðfræði


Í fyrra bloggi DataLab um snjallar lausnir í opinberri þjónustu var fjallað um þau tækifæri sem liggja í notkun gervigreindar hjá hinu opinbera. Í þessari grein, sem Axel Örn Jansson hjá DataLab skrifaði, köfum við í frekari vangaveltur um gervigreind og snjallar lausnir hjá hinu opinbera með áherslu þrjú mikilvæg málefni:

  • Lýðvæðing gervigreindar, snjallra lausna og gagna er viðfangsefni þar sem markmiðið er að veita almenningi aðgang að tólum gervigreindarinnar, sem og tækifæri til að þróa slík tól. Þar gegna opinber gögn mikilvægu hlutverki, því undirstaða gervigreindar og snjallra lausna eru gögn.
  • Umhverfismál og grænar lausnir hafa mikið verið í umræðunni og á þeim sviðum eru mörg tækifæri fyrir hið opinbera að nýta tól gervigreindarinnar og innleiða snjallar lausnir til að vinna betur að kolefnisjöfnun og almennt minnka sóun. Einnig má líta til þess að samræma þá nálgun þvert yfir stofnanir.
  • Siðfræði gervigreindar (e. AI ethics) er mikilvægt málefni sem hafa þarf í huga þegar nýjar lausnir eru þróaðar og sérstaklega þegar hið opinbera er annars vegar. Þar má sérstaklega nefna innbyggðar skekkjur sem búa í sögulegum gögnum og þarf að varast. Til eru lausnir við þessum vanda og hafa víða verið þróaðar leiðbeiningar og leikreglur er varða skynsamlega notkun á gervigreindartækninni.

“Markmiðið með því að innleiða gagnadrifnar og snjallar lausnir í opinberum rekstri er meðal annars að létta álag og auka afkastagetu svo starfsfólk geti betur sinnt verkefnum þar sem slíkar lausnir nýtast ekki. Tilgangurinn er ekki að leysa starfsfólk af hólmi heldur styðja starfsfólkið og stofnunina í sínum verkefnum.”

Axel Örn Jansson hjá DataLab

Er fyrirtæki þitt tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Hjá DataLab starfa sérfræðingar á sviði hagnýtingar gagna í snjöllum lausnum sem m.a. aðstoða við stefnumótun, fræðslu og leiðsögn vegna hagnýtingar slíkra lausna. Hafðu samband og fáðu stutta kynningu á möguleikum gagnadrifinna og snjallra lausna þér að kostnaðarlausu.

Lýðvæðing gervigreindar er mikilvæg til framtíðar

LÝÐVÆÐING GERVIGREINDAR

Til að hægt sé að veita almenningi aðgang að tækifærum og tólum gervigreindarinnar er mikilvægt að stofnanir og hið opinbera auki aðgengi að opnum ríkisgögnum. „Opin ríkisgögn“ eru öll þau gögn sem safnað er af ríkisstofnunum og varða ekki persónuvernd, öryggishagsmuni eða háð öðrum takmörkunum, og hægt er að gera aðgengileg almenningi á tölvutæku formi.

Sem dæmi um slík gögn má nefna tölur um lyfjanotkun almennings sem Landlæknir safnar og opinberar; mælingar Vegagerðarinnar á umferð um vegi landsins og færð á vegum; upplýsingar um úthlutanir styrkja frá Rannís eða rafrænir textar Íslendingasagna.

Grunnhugmyndin með opnum gögnum er að gera sem flestum – einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum – kleift að prófa sig áfram og búa til virði á grundvelli gagnanna. Þetta ýtir einnig undir gagnamenningu hjá almenningi, þar sem gögn eru notuð til að svara spurningum. Ofan á það mun það að opna á gögn hins opinbera auka gagnsæi í stjórnsýslu og þar með traust.

UMHVERFISMÁL OG GRÆNAR LAUSNIR

Á hvaða sviði geta þá gervigreind og snjallar lausnir helst nýst þegar kemur að umhverfismálum og baráttunni við loftslagsbreytingar?

Hér má nefna nokkur svið:

  • Eiming gagna: Snjallar lausnir geta sameinað gríðarstór gagnasöfn og síað mikilvægar upplýsingar úr þeim. Þannig er hægt að taka betur upplýstar lykilákvarðanir og tryggja að farið sé í aðgerðir sem bæta viðbúnað, seiglu og aðlögun þegar kemur að loftslagsbreytingum.
  • Bætt forspárgeta: Gervigreind má nýta til að spá fyrir um raforkuframboð og halda jafnvægi á rafmagnskerfinu, eða spá fyrir um uppskeru í landbúnaði þar sem breytt veðurfar ógnar fæðuöryggi.
  • Bestun í flóknum kerfum: Snjallar lausnir geta hjálpað við að besta orkuþörfina í byggingum, eða besta tímaáætlanir stórra vöruflutninga.

Margar stofnanir eru nú þegar að nýta sér aðferðir gervigreindar og snjallra lausna í einhverjum mæli. Þær virðast flestar vera að innleiða þessar lausnir hver í sínu horni en lítil yfirsýn er yfir hvað hver og einn hefur verið að þróa og hvernig mætti deila reynslu og sérfræðiþekkingu, bæði milli hins opinbera og einkaaðila. 

Þetta er vegferð sem er rétt að hefjast.

Þegar kemur að því að koma þessari vegferð á laggirnar hjá hinu opinbera er því þörf á reynslu, tilraunaverkefnum, uppbyggingu á nýjum innviðum, sameiginlegri sýn og einnig þarf að huga vel að gagnamenningu.

Vegferðina má hugsa í þremur áföngum:

  • Gögn og gagnainnviðir.
  • Rannsóknir og fjármagn til nýsköpunar.
  • Reglugerðir, viðskiptalíkön og markaðssókn.

Aðgengi að gögnum og gagnainnviðum er ákveðið forystufé í þessari vegferð, hvort sem það er í formi kortlagningar á tiltækum gögnum og líkönum sem má endurnýta eða þá aðgangur að tölvubúnaði eða umhverfi þar sem hægt er að prófa og þróa lausnir.

Markviss fjármögnun í rannsóknar- og nýsköpunarverkefni á þessu sviði hjálpar til við að virkja þverfaglega samvinnu, bæði milli einkaaðila, háskólasamfélagsins og hins opinbera sem og milli mismunandi geira í atvinnulífinu.
Reglugerðir, viðskiptalíkön og markaðssókn þarf að hafa í huga og styðja þegar þessar lausnir eru útfærðar og ná síðar meir útbreiðslu. Þessi liður er flókinn og þarf hér að huga að hinum ýmsu hagsmunaaðilum.

Gagnasöfnun og snjallar lausnir munu gegna stóru hlutverki í baráttunni gegn hvers kyns sóun. Framundan er betri nýting auðlinda á grundvelli gagna og snjallra lausna. Fyrir vikið mun draga úr orku- og matvælasóun og samgöngur og framleiðslutæki verða umhverfisvænni.

Axel Örn Jansson

SIÐFRÆÐI GERVIGREINDAR OG STEFNA

Við hjá DataLab erum engir sérfræðingar í siðfræði en höfum fylgst með umræðunni sem snýr að siðfræði gervigreindar (e. AI Ethics).

Mögulegur ávinningur gervigreindartækni er gríðarlegur en samhliða þarf að huga að áhættunni sem fylgir hagnýtingu tækninnar og hafa lýðræðisleg gildi og mannréttindi til hliðsjónar.

Til að vandamál falli undir siðfræði gervigreindar þarf að vera uppi spurning um hvað er það rétta að gera í ákveðnum aðstæðum er snerta gervigreind. Mikilvægt verður því að svara áður ósvöruðum spurningum og spyrja nýrra spurninga. Hugmyndin er að tæknin vinni í okkar hag og til þess þarf að ná sameiginlegri sýn á hvernig ábyrg notkun og hönnun lítur út.

Eistland er oft tekið sem dæmi þegar rætt er um stafvæðingu hins opinbera þar sem Eistar hafa lengi verið frumkvöðlar á því sviði. Þar sem stafrænir innviðir Eista eru nú vel þekktir og hafa þroskast með samfélaginu seinustu 20 árin, þá hafa þeir einnig sett sér markmið fyrir næsta áfanga sem er á sviði snjallvæðingar og notkun gervigreindar. Þeir eru nú með um 50 virk verkefni sem hefur verið komið á laggirnar.

Stefna Eista er nefnd KrattAI. Kratt er persóna eða vera úr þjóðsögum Eista, samsett úr heyi og heimilishlutum úr málmi sem er vakin til lífsins og gefin mannssál. Í meginatriðum var Kratt þjónn sem smiður gerði úr heyi eða gömlum búsáhöldum til að hjálpa til við verkefni sín.

En einnig þurfti að sýna aðgát, því ef Kratt var ekki haldið uppteknum þá gat það ráðist gegn skapara sínum. 

Einhverjum gæti dottið í hug, með líkum hætti, að líkja gervigreind við Lagarfljótsorminn sem vex og vex í óstjórnanlegar stærðir, spúir eitri og þarf að lokum að fjötra í botn Lagarfljótsins. Þetta gæti verið ýkt samlíking – og ekki trúverðug nema þá í því tilfelli að við værum staðsett í hugarheimi Stan Lee.

Siðferðisleg sjónarmið skipta miklu máli hjá hinu opinbera

Siðferðisleg sjónarmið þarf að hafa í huga, ekki síst þegar þróaðar eru lausnir fyrir hið opinbera sem þarf að sýna gott fordæmi. Sum lönd, líkt og Danmörk og Bretland, hafa til að mynda sett á laggirnar sérstaka stýrihópa eða deildir innan stofnana sem eiga að fara með þessi mál. 

Einnig hafa fyrirtæki sem starfa ekki í hagnaðarskyni myndað hópa sem vinna að því að nýta gervigreind og snjallar lausnir í þágu samfélagsins og hafa verið mótaðar sameiginlegar leikreglur. Nefna má The Center for the Governance of AI, The Alan Turing Institue, OpenAI, AI Now Institute og fleiri.

“Eftir því sem tæknin þroskast og hagnýtingartilfellum fjölgar er viðbúið að tortryggnin víki fyrir skynsamlegu mati á kostum þess að nýta tæknina þar sem hún hentar.”

Axel Örn Jansson

ÁVINNINGUR OG ÁSKORANIR

Þegar fólk hugsar um heim þar sem gervigreind er allsráðandi er líklegt að ímyndunaraflið sjái fyrir sér óstjórnanleg vélmenni frekar en að láta hugann reika um framtíð þar sem gervigreind leysir ýmis erfiðustu vandamál samfélagsins. Hið síðarnefnda er að líkindum mun nær sannleikanum.

Gervigreind hefur nú þegar náð merkilegum árangri við að takast á við ákveðnar grundvallaráskoranir. Þar má nefna lausnir Deep Mind sem lúta að skilningi á grunnvirkni próteina, og þróun á nýju spálíkani sem sér fyrir nákvæmari veðurmynstur en áður var mögulegt.

Snjöll spálíkön greina sífellt betur flókin veðurmynstur

“Snjallar lausnir munu ýmist leysa okkur af hólmi, bæta við nýrri getu eða styðja við og bæta ákvarðanatöku starfsfólks á öllum sviðum.”

Axel Örn Jansson

Vísindamenn nota gervigreind í auknum mæli til að álykta um þær meginreglur sem liggja til grundvallar mjög flóknum raunverulegum fyrirbærum – reglur sem við gætum mögulega aldrei uppgötvað án aðstoðar hennar. Næsta grundvallaráskorunin mun meðal annars tengjast umhverfismálum og aðgerðum í átt að kolefnishlutleysi.

Þörf er á samstarfi sérfræðinga í einkageiranum og hinu opinbera svo snjallar lausnir og gervigreindarfræðin geti náð verulegum framförum í þessum grundvallaráskorunum.


LOKAORÐ

Vonir standa til þess að brátt verði hægt að samræma þessa vegferð enn frekar hjá hinu opinbera, með gögnum og gagnainnviðum. Hægt er að læra heilmikið af stefnu Eistlands sem og annarra landa, bæði hvað varðar stefnumótun og innleiðingu á lausnum.

Undirstaða margra stofnana er gagnaöflun og miðlun upplýsinga. Gagnamenning hjá hinu opinbera er því mikilvæg sem og skilningur á og traust til gagnadrifinna lausna. Stafrænt Ísland hefur síðan 2020 leitt vinnu hvað varðar stafvæðingu hins opinbera. 

Þar hafa gögn verið gerð aðgengilegri með opnum vefþjónustum og komið hefur verið á frekara samspili milli stofnana með Straumnum (e. X-Road) samhliða stafvæðingu ýmissa ferla hjá ríkisstofnunum.

Snjallvæðingin er sannarlega framundan.