Hjá DataLab starfar öflugur hópur sérfræðinga í gervigreind og gagnavísindum, með ólíkan bakgrunn og sérhæfingu. Tveir þeirra, Jonas Johansen og Dennis Mattsson, hafa nokkra sérstöðu, en þeir eiga sameiginlegt að hafa alist upp í öðru landi.
Continue readingAri margfaldar afköst sérfræðinga
Ari er hugbúnaðarlausn sem DataLab kynnti fyrr á árinu. Ari nýtir nýjustu tækni spunagreindar og hannaður til að verða sannkallaður sérfræðingur í þeirri starfsemi sem hann fær þjálfun í. Brynjólfur Borgar, stofnandi DataLab, segir frá Ara og lýsir hvernig geta hans muni þróast hratt á næstu mánuðum.
Continue readingHagnýting gervigreindar | Vegvísir DataLab
Framfarir á sviði Generative AI | Spunagreindar hafa skapað tækifæri til að fela tölvum fleiri verkefni en áður var mögulegt. Afraksturinn er m.a. sjálfvirkni og aukin skilvirkni á ýmsum sviðum og starfsfólk sem tekur betri ákvarðanir.
Þessi tækni er öllum aðgengileg sem bera sig eftir henni og bætist við úrval öflugrar gagnatækni sem þegar var til staðar.
Stóra spurningin er ekki hvort heldur…
…hvernig ætlar þitt fyrirtæki að hagnýta gagnatækni og gervigreindarlausnir í starfseminni?
Hjá DataLab starfa framúrskarandi sérfræðingar í hagnýtingu gervigreindar og gagnatækni sem hafa aðstoðað fjölmörg fyrirtæki og stofnanir að hagnýta stafræn gögn til að skapa virði.
DataLab býður íslenskum fyrirtækjum og stofnunum Vegvísir um hagnýtingu gervigreindar sem er 8 vikna vegferð þar sem stóru spurningunni er svarað. Um leið er lagður grunnur að samkeppnishæfni í gagnadrifnum heimi þar sem hagnýting gagnatækni skilur á milli þeirra sem ná árangri og þeirra sem staðna.
Nýttu gögnin. Náðu árangri.
Tækifærin sem blasa við þeim sem taka af skarið eru mörg og fjölbreytt.
- Stafrænir ráðgjafar (AI Assistant) sem nýta GenAI gætu aukið aðgengi starfsfólks að þekkingu sem nýtist í starfi og bætt ákvarðanir og þjónustu.
- Starfsfólk gæti kallað fram tölulegar upplýsingar, mælikvarða og myndir með fyrirspurnum á íslensku/ensku og þannig tekið fleiri gagnadrifnar ákvarðanir.
- Forspárlíkön gætu skapað virði með því að draga úr óvissu, áhættu og sóun í rekstri.
- Myndræn framsetning sem veitir innsýn og innblástur, jafnvel í rauntíma, gæti stuðlað að enn betri ákvörðunum.
- Sjálfvirknivæðing endurtekinna og tímafrekra verkefna gæti stuðlað að betra vinnulagi og ánægðara starfsfólki.
Afurð Vegvísis er aðgerðaáætlun um hagnýtingu gervigreindar og gagnatækni. Hún er unnin á grundvelli viðtala við starfsfólk og rýni á umhverfinu, markaðnum, fyrirtækinu sjálfu og straumum og stefnum í síbreytilegum heimi upplýsingatækni.
- Lykilspurningum um hagnýtingu stafrænna gagna, gervigreindar og gagnatækni í starfseminni svarað.
- Stöðumat á lykilþáttum sem styðja við hagnýtingu tækninnar.
- Aðgerðaáætlun til næstu 1-2 ára vegna hagnýtingu gagna, gervigreindar og gagnatækni í starfseminni.
- Hagnýt gagnaverkefni valin, útfærð og forgangsraðað
Stafvæðing undanfarinna ára með tilheyrandi gagnasöfnun og tækniþróun hefur skapað tækifæri til að hagnýta gögn og gervigreindartækni til að bæta rekstur og þjónustu.
Vegvísir setur málefnið í fókus svo grípa megi til markvissra aðgerða.
Ávinningur Vegvísis
- Skýr framfaraskref í átt að gagnadrifnum umbótum og rekstri sem styðja við markmið og áherslur.
- Aukin samstaða, vitund og þekking meðal starfsfólks og stjórnenda á tækifærum til að hagnýta gervigreind í starfseminni og skrefunum sem þarf að taka.
- Raunhæf markmið til 1-2 ára og aðgerðir sem færa fyrirtækið í rétta átt.
- Stjórnendur fá nauðsynlega yfirsýn um stöðu á lykilþáttum er snúa að hagnýtingu gagnatækni í starfseminni og úrbótaverkefni liggja fyrir.
- Hagnýt gagnaverkefni valin, metin og útfærð svo hægt sé að forgangsraða þeim og hefjast handa.
Hagnýting gervigreindar er framundan hjá þínu fyrirtæki.
Vegvísir frá DataLab tryggir markvissar ákvarðanir frá upphafi.
Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Borgar Jónsson hjá DataLab
binniborgar@datalab.is | 693 0100
Generative AI hjá DataLab: Stafrænir ráðgjafar og mælaborð sem spjalla
Generative AI – eða spunagreind – fer nú eins og eldur um sinu hvert sem litið er. Það vita best þeir Bjarni Bragi Jónsson, Ágúst Heiðar Gunnarsson og Axel Örn Jansson, helstu sérfræðingar landsins á sviði gagnalausna og gervigreindar.
Continue readingIII. Gervigreindin verður alltumlykjandi
Sífellt öflugri tölvur og tæknilegir innviðir hafa nú gert okkur kleift að þróa afar hagnýta og öfluga gervigreind sem við munum að öllum líkindum nota til að þróa enn öflugri tölvur sem geta af sér enn öflugri gervigreind og þannig heldur þróunin áfram.
Gervigreindin er því í aðalhlutverki héðan í frá, og því má segja að öld gervigreindarinnar sé runnin upp.
Continue readingII. Generative AI: Hvaðan er hún að koma og hvert er hún að fara?
Vélvæðing hefur reynst okkur vel til að skapa hagvöxt. Við höldum áfram á sömu leið en vélvæðum nú í auknum mæli verkefni sem áður kröfðust hugsunar.
Tæknin sem nú er að koma fram á sér áratuga sögu og er í raun jafngömul og nátengd tölvutækninni. Hvert stefnir hún?
Framtíðin liggur í gagnasögum: Færðu gögnin í áhrifaríkar sögur
Gagnasögur (e. data stories, data storytelling) er ákveðin aðferð til að setja fram tölulegar upplýsingar á myndrænan og áhrifaríkan hátt. Vel heppnaðar gagnasögur geta miðlað flóknum upplýsingum á mun áhrifaríkari hátt en annars væri hægt.
Continue readingValdi gervigreindina í Reykjavík fram yfir New York
Axel Örn Jansson er nýjasti meðlimur Datalab teymisins, en hann kemur fullur af eldmóð og nýstárlegum hugmyndum úr meistaranámi sínu í rafmagnsverkfræði við Columbia háskóla í New York. Hann kaus að koma heim og smíða snjallar gagnalausnir fyrir íslenskt atvinnulíf í stað þess að ílengjast í borg tækifæranna.
Continue readingVegvísir er snjallt, fyrsta skref – ekki sitja eftir í rykinu
Datalab hefur þróað aðferðafræði sem hefur reynst mjög vel í fyrstu skrefum snjallvegferðar íslenskra fyrirtækja. Hún ber heitið Vegvísir og verður hér gert grein fyrir lykilþáttum hennar.
Continue readingOceans nýtir auðlindir í hafsjó gagna [reynslusaga]
Oceans er kornungt nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig gagnadrifnum markaðsupplýsingalausnum til fyrirtækja í sjávarútvegi. Nánar tiltekið hagnýtir fyrirtækið upplýsingar sem uppfærðar eru daglega og ýmiss konar gagnauppsprettur til að spá fyrir um framboð og verð á einstökum fisktegundum.
Continue reading