Klár í gervigreind


Taktu örugg skref inn í snjalla framtíð með aðstoð sérfræðinga DataLab. Við erum klár fyrir þig.


Ráðgjöf

Samtalið hefst

Við byrjum á að tala við starfsfólk og stjórnendur. Við greinum stöðuna, setjum raunhæf markmið, skilgreinum úrbótaverkefni og kortleggjum tækifærin.

Útfærsla

Frá hugmynd að frumútgáfu

Úr hugmynd mótast lausn. Í hönnunarsprettum og MVP þróun á aðeins sex vikum er smíðuð prótótýpa sem sýnir hvort lausnin sé fýsileg — tæknilega og fjárhagslega.

Framleiðsla

Lausn sem skilar árangri

Við vinnum í 6 vikna lotum og smíðum lausnir sem byggja á spálíkönum og spunagreind. Markmiðið er alltaf hið sama: að leysa raunveruleg verkefni og skila áþreifanlegum árangri. 

Innleiðing

Tryggjum ávinning

Við tryggjum áreiðanleika, öryggi og rekstur lausna í rauntíma. Með sjálfvirkum mælikvörðum og náinni samvinnu við starfsfólk verður lausnin hluti af daglegu starfi og styður við markmið fyrirtækisins.

Treyst af leiðandi samstarfsaðilum

skatturinn-300-1 nordic visitor on-100 alþingi-100 arion 15-1 14-1 13-1 11-1 10-1 12-1 VR NTÍ syn-logo-7D5D905788-seeklogo.com Vodafone-resized fjarskiptastofa n1 sambandið byko domninos efling-100
Asset-1@300x-1024x878-1

Beislaðu spunagreindina

Ari er er okkar leið til að innleiða spunagreind hjá viðskiptavinum til að leysa sérhæfð og flókin verkefni sem hingað til hafa eingöngu verið á færi mannlegra sérfræðinga að leysa

  • Ari er sérfræðingur sem aðstoðar starfsfólk
  • Ari leysir verkefni sjálfvirkt eða með manneskju innan handar
  • Ari svarar fyrirspurnum viðskiptavina í gegnum núverandi þjónustulausnir

Hafa samband

Hafðu samband ef þú ert með fyrirspurn eða vilt bóka fund með sérfræðingum okkar.

Sigurður í hlaðvarpinu

Sigurður Óli gerði sér lítið fyrir og fór á kostum í hlaðvarpsþætti nú á dögunum. Djúpt á köflum og ávallt vel ígrundað...

María Ármann til DataLab

Snemma sumars 2025 hóf María Ármann störf hjá DataLab sem sérfræðingur á sviði gagnavísinda og gervigreindar. Hún...

Klár í gervigreind | Í fimm skrefum

DataLab hefur frá fyrstu tíð veitt ráðgjöf um hagnýtingu gervigreindar í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Það eru...