Vélvæðing hefur reynst okkur vel til að skapa hagvöxt. Við höldum áfram á sömu leið en vélvæðum nú í auknum mæli verkefni sem áður kröfðust hugsunar.
Tæknin sem nú er að koma fram á sér áratuga sögu og er í raun jafngömul og nátengd tölvutækninni. Hvert stefnir hún?
I. Generative AI — Spunagreind: Af hverju núna?
Fram er komin tækni sem les og skrifar stórfínan texta á grundvelli þess sem hún áður las – á hraða tölvunnar. Tækni sem heldur þræði í samtölum og kemur okkur í sífellu á óvart.
Tækni sem jafnvel virðist ‘hugsa’…á hraða tölvunnar.