Ari og DataLab á messunni

Hin árlega UT-messa var haldin í byrjun febrúar.

DataLab átti góða messu, var með sýningarbás og tilnefningu til UT verðlauna Ský.

Við höfum stundum flutt erindi á messunni en nú var það básinn sem átti hug okkar allan.

Á myndinni hér að ofan má sjá DataLab gengið sem stillti sér upp á básnum góða. Frá vinstri eru Ágúst Heiðar Gunnarsson, Bjarni Bragi Jónsson, Dennis Mattsson, Fannar Freyr Bergmann og Axel Örn Jansson og fremst situr sá gamli, Brynjólfur Borgar Jónsson. Á myndina vantar svo Stellu Kristínu Hallgrímsdóttur sem skellti sér í fæðingarorlof.

Við framleiddum myndefni fyrir básinn – rúllaði á stórum skjá í bakgrunninum. Pælingin var að kjarna starfsemina og það sem við stöndum fyrir. Einnig að sýna fram á að það er vel hægt að tala um nýjustu gagnatækni á góðri íslensku. Til dæmis má sjá nýyrðin ‘spunageind’ og ‘erindreka’ koma fyrir í myndskeiðinu en orðin eru bæði úr smiðju DataLab.

Hans Júlíus Þórðarson sá um að framleiða efnið sem sjá má hér að neðan.

DataLab í hnotskurn

UT verðlaunin

Að þessu sinni var DataLab tilnefnt í flokknum ‘UT-Fyrirtækið 2023’. Í umsögn stóð:

Gagnadrifin nýsköpun er rauði þráðurinn í verkefnum DataLab. Þau ryðja veginn, eru óhrædd að fara ótroðnar slóðir. Þau eru að byggja upp öflugt teymi með sérþekkingu á gagnatækni og gervigreind (Center of Excellence) svo innlendir aðilar geti hagnýtt slíka tækni í starfsemi sinni til góðra verka í samstarfi við DataLab. Þau eru í dag eftirsóknarverður vinnustaður meðal þeirra sem hafa þessa sérhæfingu. Þau hafa verið brautryðjandi í því að kynna og fræða starfsfólk fyrirtækja og stofnana um skynsamlega hagnýtingu gagna til að bæta rekstur og þjónustu. Nú þegar hagnýting gervigreindar er komin á dagskrá hjá flestum fyrirtækjum og stofnunum má segja að DataLab hafi undirbúið jarðveginn eða varðað veginn með fjölmörgum vel heppnuðum lausnum sem nýst hafa fjölda fyrirtækja og stofnana.

www.sky.is

Við stöndum við þetta allt saman en það dugði ekki til því verðlaunin hlutum við ekki. Þau runnu til viðskiptavinar DataLab – Stafræn framþróun Landspítalans – svo það hefði varla getað farið betur.

Við erum mjög stolt af tilnefningunni og þökkum öllum þeim sem sendu inn tilnefningu.

Ari á messunni

DataLab kynnti á messunni til sögunnar sína nýjust lausn. Ef vel er rýnt í myndina hér efst má sjá opna tölvu og spjallviðmót í anda ChatGPT á skjánum.

Þetta er enginn annar en Ari | Þarfasti þjónninn frá DataLab sem við erum að innleiða hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum um þessar mundir.

Ari eykur aðgengi að þekkingu sem falin er í texta. 

  • Ari svarar spurningum og bregst við fyrirmælum. Svörin byggja eingöngu á fyrirliggjandi textagögnum sem geta verið umfangsmikil og viðkvæm. 
  • Þegar grunngögnin breytast, uppfærast jafnframt svör með sjálfvirkum hætti. 
  • Ari er einfaldur í notkun, heldur þræði í samtölum og vísar í heimildir. 

Ari er eldklár: nýtir spunagreind og er gervigreindarlausn á grunni GPT-4 turbo mállíkans frá OpenAI. 

Hægt er að lesa um Ara á vefnum okkar eða bara heyra beint í okkur

Deila grein

Fleiri greinar

Ari er

Þarfasti þjónninn frá DataLab eykur aðgengi að þekkingu sem falin er í texta.

Lesa meira »

NÝTUM GÖGNIN.
NÁUM ÁRANGRI.

DataLab Ísland ehf.
kt. 570816-1870

Borgartúni 37
105 Reykjavík

datalab@datalab.is
693 0100