Eykur aðgengi að þekkingu sem
falin er í texta

Stafræn lausn sem svarar spurningum og bregst við fyrirmælum.
Svör byggja eingöngu á fyrirliggjandi textagögnum sem geta verið umfangsmikil og viðkvæm.

Fyrirmæli og svör á íslensku eða ensku. Gervigreindarlausn á grunni GPT-4 turbo mállíkans frá OpenAI.​

Þegar grunngögnin breytast, uppfærast jafnframt svör með sjálfvirkum hætti.
Ari er einfaldur í notkun, heldur þræði í samtölum og vísar í heimildir.      
Hjúpuð í bestu mögulegu öryggistækni

Umsagnir viðskiptavina

"Við ætlum að stórauka aðgengi starfsfólks bankans að þeim upplýsingum sem það treystir á til að sinna störfum sínum og svara fyrirspurnum viðskiptavina. Þannig fer minni tími í leit að upplýsingum og lestur skjala og meiri tími í að veita enn betri þjónustu."

Sigurður Rúnarsson og Vilhjálmur Alvar Halldórsson hjá Arion banka

“Samband íslenskra sveitarfélaga þjónustar sveitarfélögin í landinu og vill með gervigreindarlausn frá DataLab efla þjónustuna enn frekar. Mikið álag hefur verið á starfsfólk er snýr meðal annars að upplýsingum um kjarasamninga, réttindi, reglugerðir og lög sem áhrif hafa á sveitarfélögin en með þjónustulausn DataLab getur starfsfólk svarað sveitarfélögum hratt og örugglega sem sparar verðmætan tíma þeirra.”

Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga

Hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefur Ari m.a. lesið og lært sveitarstjórnarlög, reglugerðir og kjarasamninga og svarar fyrirspurnum notenda á þeim grunni á góðri íslensku og vísar í heimildir.

Sjón er sögu ríkari

Ari er innleiddur og aðlagaður að starfseminni á nokkrum vikum.

Sérsniðinn innlestur gagna og leitaraðferðir sem tryggja betri svör á íslensku og þekkingu á sértækum orðaforða.

Hafðu samband til að heyra meira um þarfasta þjóninn frá Datalab

datalab@datalab.is
693 0100