Hagnýting gervigreindar | Vegvísir DataLab

Framfarir á sviði Generative AI | Spunagreindar hafa skapað tækifæri til að fela tölvum fleiri verkefni en áður var mögulegt. Afraksturinn er m.a. sjálfvirkni og aukin skilvirkni á ýmsum sviðum og starfsfólk sem tekur betri ákvarðanir. 

Þessi tækni er öllum aðgengileg sem bera sig eftir henni og bætist við úrval öflugrar gagnatækni sem þegar var til staðar. 

Stóra spurningin er ekki hvort heldur… 

…hvernig ætlar þitt fyrirtæki að hagnýta gagnatækni og gervigreindarlausnir í starfseminni? 

Hjá DataLab starfa framúrskarandi sérfræðingar í hagnýtingu gervigreindar og gagnatækni sem hafa aðstoðað fjölmörg fyrirtæki og stofnanir að hagnýta stafræn gögn til að skapa virði.

DataLab býður íslenskum fyrirtækjum og stofnunum Vegvísir um hagnýtingu gervigreindar sem er 8 vikna vegferð þar sem stóru spurningunni er svarað. Um leið er lagður grunnur að samkeppnishæfni í gagnadrifnum heimi þar sem hagnýting gagnatækni skilur á milli þeirra sem ná árangri og þeirra sem staðna. 

Teymi DataLab

Nýttu gögnin. Náðu árangri. 

Tækifærin sem blasa við þeim sem taka af skarið eru mörg og fjölbreytt.

  • Stafrænir ráðgjafar (AI Assistant) sem nýta GenAI gætu aukið aðgengi starfsfólks að þekkingu sem nýtist í starfi og bætt ákvarðanir og þjónustu. 
  • Starfsfólk gæti kallað fram tölulegar upplýsingar, mælikvarða og myndir með fyrirspurnum á íslensku/ensku og þannig tekið fleiri gagnadrifnar ákvarðanir. 
  • Forspárlíkön gætu skapað virði með því að draga úr óvissu, áhættu og sóun í rekstri. 
  • Myndræn framsetning sem veitir innsýn og innblástur, jafnvel í rauntíma, gæti stuðlað að enn betri ákvörðunum.  
  • Sjálfvirknivæðing endurtekinna og tímafrekra verkefna gæti stuðlað að betra vinnulagi og ánægðara starfsfólki. 

Afurð Vegvísis er aðgerðaáætlun um hagnýtingu gervigreindar og gagnatækni. Hún er unnin á grundvelli viðtala við starfsfólk og rýni á umhverfinu, markaðnum, fyrirtækinu sjálfu og straumum og stefnum í síbreytilegum heimi upplýsingatækni. 

  • Lykilspurningum um hagnýtingu stafrænna gagna, gervigreindar og gagnatækni í starfseminni svarað.   
  • Stöðumat á lykilþáttum sem styðja við hagnýtingu tækninnar. 
  • Aðgerðaáætlun til næstu 1-2 ára vegna hagnýtingu gagna, gervigreindar og gagnatækni í starfseminni. 
  • Hagnýt gagnaverkefni valin, útfærð og forgangsraðað 

Stafvæðing undanfarinna ára með tilheyrandi gagnasöfnun og tækniþróun hefur skapað tækifæri til að hagnýta gögn og gervigreindartækni til að bæta rekstur og þjónustu.  

Vegvísir setur málefnið í fókus svo grípa megi til markvissra aðgerða. 

Brynjólfur Borgar stofnandi DataLab hélt erindi um gervigreind á Innovation Week 2023

Ávinningur Vegvísis 

  • Skýr framfaraskref í átt að gagnadrifnum umbótum og rekstri sem styðja við markmið og áherslur. 
  • Aukin samstaða, vitund og þekking meðal starfsfólks og stjórnenda á tækifærum til að hagnýta gervigreind í starfseminni og skrefunum sem þarf að taka. 
  • Raunhæf markmið til 1-2 ára og aðgerðir sem færa fyrirtækið í rétta átt. 
  • Stjórnendur fá nauðsynlega yfirsýn um stöðu á lykilþáttum er snúa að hagnýtingu gagnatækni í starfseminni og úrbótaverkefni liggja fyrir. 
  • Hagnýt gagnaverkefni valin, metin og útfærð svo hægt sé að forgangsraða þeim og hefjast handa. 

Hagnýting gervigreindar er framundan hjá þínu fyrirtæki. 

Vegvísir frá DataLab tryggir markvissar ákvarðanir frá upphafi. 

Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Borgar Jónsson hjá DataLab 

binniborgar@datalab.is | 693 0100 

Deila grein

Fleiri greinar

Ari margfaldar afköst sérfræðinga

Ari er hugbúnaðarlausn sem DataLab kynnti fyrr á árinu. Ari nýtir nýjustu tækni spunagreindar og hannaður til að verða sannkallaður sérfræðingur í þeirri starfsemi sem hann fær þjálfun í. Brynjólfur Borgar, stofnandi DataLab, segir frá Ara og lýsir hvernig geta hans muni þróast hratt á næstu mánuðum.

Lesa meira »

Ari er

Þarfasti þjónninn frá DataLab eykur aðgengi að þekkingu sem falin er í texta.

Lesa meira »

NÝTUM GÖGNIN.
NÁUM ÁRANGRI.

DataLab Ísland ehf.
kt. 570816-1870

Borgartúni 37
105 Reykjavík

datalab@datalab.is
693 0100