III. Gervigreindin verður alltumlykjandi

Velkomin á öld gervigreindar þar sem tækifærin til að fela tölvum ný verkefni eru óteljandi.

Loksins!, segja sumir.

Loksins eru tölvurnar að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til þeirra í árdaga.

Fyrirtæki og stofnanir munu taka tæknina í notkun til að bæta rekstur og þjónustu. Eiginlega strax í dag.

En áhyggjuraddirnar eru líka háværar.

Tæknin mun fara með okkur til helvítis. Bókstaflega.

Það verður fókusinn í fjórða blogginu um Generative AI.

Þessi póstur er sá þriðji í röðinni frá Brynjólfi Borgari Jónssyni hjá DataLab um Generative AI og fjallar að mestu um hagnýtingu tækninnar hér og nú og í nánustu framtíð.

Hinir tveir eru :

I. Generative AI — Spunagreind: Af hverju núna?

II. Generative AI: Hvaðan er hún að koma og hvert er hún að fara?

Ný tækni — Nýir tímar

Tæknin sem við köllum Generative AI virðist ætla að valda straumhvörfum. Hún kemur fram fyrir augu almennings árið 2022 eftir margra ára þróunarstarf og hefur síðan þá gjörbreytt væntingum okkar um hvað tækni og gervigreind er að fara að gera fyrir okkur í nánustu framtíð.

Þegar hún lendir þá hittir hún fyrir afar þroskaða innviði, tæknistakkurinn var tilbúinn til að taka við slíkri tækni og plögga henni í samband. Við höfum því séð afar hraða upptöku tækninnar á fyrstu mánuðunum og gerum ráð fyrir að það muni halda áfram.

Þar má nelst nefna…stafvæðingu undanfarinna ára og áratuga með tilheyrandi gagnasöfnun og sífellt betri gagnainnviðum. Aðgengilegar skýjaþjónustur með allt sitt reikniafl, áreiðanleg reiknirit, fjöldi sérfræðinga með þekkingu til að hagnýta tæknina, vitund meðal almennings, starfsfólks og stjórnenda og regluverkið sjálft..sem þó er enn í vinnslu.

Myndin hér að neðan sýnir hvernig innkoma og útbreiðsla Generative AI byggir á áratuga þróun tæknistakksins.

Tæknistakkurinn sem gervigreindin byggir á

WTF?

Hvað er þetta AI eiginlega?

Ég gerði tilraun til að svara þessu á ensku nýverið og þetta var niðurstaðan:

Digital ‘minds’ in the cloud containing all stuff ever put on the internet at your fingertips. If prompted — in natural language — they will generate text, code, images and sounds at above human-level quality.

Ekki er þó víst að þessi setning svari öllum spurningum.

Hvað er átt við með ‘digital minds’? Erum við búin að vélvæða…herma (e. simulate) hugsun? Það er erfitt að svara því. Í fyrsta lagi vitum við ekki alveg nóg um það hvernig við sjálf hugsum og í öðru lagi vitum við ekki alveg hvernig þessi nýja tækni virkar.

Vísindafólk sem stúderar mannlega hugsun hefur farið inn á slóðir gervigreindar til að skilja betur hvernig við hugsum. Það hefur skilað okkur sífellt betri reikniritum en ekki alveg nægilegu góðum skilningi á því hvernig heilinn virkar.

Það sem við vitum á þesari stundu er að við erum farin að fela tölvum verkefni sem áður voru aðeins á færi manna og kröfðust hugsunar.

Svo mikið er víst.

Og þegar við höfum náð góðri stjórn á þessari tækni — sú vinna er í gangi núna — mun hún gera tölvur hagnýtari, við munum fela þeim sífellt fleiri verkefni.

Hvað gerist þá næst? Á næstu 2 árum.

Ef við grípum aftur niður í svarið mitt á ensku:

In the short-term these minds become better & cheaper, will be all around us in software impacting every industry doing more useful things for us.

En ef við horfum aðeins lengra fram í tímann, kannki tvo til þrjá áratugi:

So far AI has mastered language but it will master ‘a theory of the world’ and ‘planning’ making it even more useful.

Í fyrsta sinn glittir í raunverulega gervigreind — AGI — vélgreind á pari við mannlega greind. Og þá er eðliegt að við stöldrum aðeins við, setjum okkur sameiginleg markmið, reglur og viðmið sem lágmarka neikvæðar afleiðingar öflugarar tækni og hámarka þær jákvæðu.

Öld gervigreindar

Tölvuöldin hófst um 1950 en smám saman umbreyttist hún í öld gervigreindar.

Við þurftum öflugar tölvur til að ná árangri á sviði gervigreindar. Þess vegna var fókusinn í fyrstu á tölvurnar. En hugmyndin um AI kom fram á mjög svipuðum tíma, þær haldast í hendur.

Sífellt öflugri tölvur og tæknilegir innviðir hafa nú gert okkur kleift að þróa afar hagnýta og öfluga gervigreind sem við munum að öllum líkindum nota til að þróa enn öflugri tölvur sem geta af sér enn öflugri gervigreind og þannig heldur þróunin áfram.

Gervigreindin er því í aðalhlutverki héðan í frá, og því má segja að öld gervigreindarinnar sé runnin upp.

Hvað gerist eftir 2050 er ekki til umfjöllunar hér en veltur mögulega á því hversu vel okkar kynslóð gengur að koma böndum á þessa nýju tækni.

Frá tölvuöld yfir á öld gervigreindar

Hagnýting hér og nú

Það sem gerir þessa nýjustu birtingarmynd gervigreindarinnar svo áhugaverða er það hversu víða má hagnýta hana. Hún á eftir að gera núverandi lausnir mun hagnýtari, bæta við og betrumbæta það sem við höfum þegar í höndunum.

Tökum þrjú dæmi.

  • Snjallari mælaborð (smarter dashboards): Fram er komin tækni sem gerir okkur kleift að yfirheyra gögnin á mannamáli. Notandinn tilgreinir á mannamáli að hverju hann er að leita og mælaborðið sýnir ýmist gröf eða tölur. Svörin og innsýnin eru framreidd í stað þess að notandinn þurfi að grafa sjálfur eftir þeim.
  • Stafræn aðstoð (digital assitants): Margur hefur yfirgefið samtal við spjallmenni með blendnar tilfinningar. Ekki alveg nógu gott, ekki alveg með þetta. Generative AI sem hefur masterað tungumálið mun ekki eiga í vandræðum með að svara afar sérhæfðum spurningum um allt milli himins og jaðar. Fyrirtæki og stofnanir munu ríða á vaðið og taka í notkun slíkar lausnir til að svara spurningum starfsfólks til að það geti veitt enn betri þjónustu og sinnt starfi sínu betur. Síðar munu viðskiptavinir fá aðgang að svipaðri tækni.
  • Enn sérsniðnari upplifun (immersive personalisation): Við erum farin að taka því sem sjálfsögðum hlut að þjónustur á netinu sérsníði upplifun að hverjum og einum notanda — í anda NETFLIX eða SPOTIFY. Við munum taka þetta enn lengra og nota spunagreindina til að framleiða myndefni, hljóð og texta fyrir hvern og einn notanda. Stafræni heimurinn verður enn sérsniðnari.

Þetta er þrjú dæmi um það hvernig tæknin verður hagnýtt nú og í náinni framtíð. Þau hljóma sennileg og saklaus. En fram hafa komið áhyggjuraddir sem efast um að tæknin verði okkur til framdráttar þegar fram líða stundir. Í næsta pósti verður fjallað um málið.

Hjá DataLab erum við gera tilraunir með þessi tilfelli og fleiri til. Endilega hafðu samband ef þú hefur áhuga á að ræða nánar um tækifærin og hætturnar sem felast í hagnýtingu gervigreindar.

binniborgar@datalab.is

Deila grein

Fleiri greinar

Ari margfaldar afköst sérfræðinga

Ari er hugbúnaðarlausn sem DataLab kynnti fyrr á árinu. Ari nýtir nýjustu tækni spunagreindar og hannaður til að verða sannkallaður sérfræðingur í þeirri starfsemi sem hann fær þjálfun í. Brynjólfur Borgar, stofnandi DataLab, segir frá Ara og lýsir hvernig geta hans muni þróast hratt á næstu mánuðum.

Lesa meira »

Ari er

Þarfasti þjónninn frá DataLab eykur aðgengi að þekkingu sem falin er í texta.

Lesa meira »

NÝTUM GÖGNIN.
NÁUM ÁRANGRI.

DataLab Ísland ehf.
kt. 570816-1870

Borgartúni 37
105 Reykjavík

datalab@datalab.is
693 0100