Framtíðin er gagnadrifin. Framtíðin er snjöll.
DataLab Ísland hefur frá árinu 2016 starfað með íslenskum fyrirtækjum og stofnunum.
Við þróum gagnadrifnar og snjallar lausnir og leiðum samstarfsaðila okkar inn í gagnadrifna framtíð.

01. Þjónusta
Frá gögnum til góðra ákvarðana
Við sjáum um lausnirnar svo viðskiptavinir okkar geti einbeitt sér að hagnýtingu afurða í starfsemi sinni. Þeir þurfa því ekki að byggja upp og viðhalda sérhæfðri tækniþekkingu frá grunni innan sinna raða eða fjárfesta í sérhæfðum hugbúnaði.

Vegvísir
Markvisst samtal um hagnýtingu gagna og gervigreindar í starfseminni. Kjarni málsins settur fram í aðgerðaáætlun.

lausnir
Lausnir DataLab eiga það sameiginlegt að vera gagnadrifnar, sjálfvirkar og hagnýta þróaðar greiningaraðferðir.

Innleiðing
Ráðgjafar DataLab aðstoða við innleiðingu í kerfum og starfsemi og viðskiptavinir upplifa áþreifanlegan árangur.
02. Aðferðafræði
Frá hugmynd til innleiðingar og betri árangurs
Ráðgjafar DataLab sérsníða greiningarlausnir að þörfum viðskiptavinarins til að ná hámarks árangri. Við höfum þróað lausnir á borð við meðmælakerfi, brottfallslíkön, virðisgreiningar, mat á líftímavirði, áhættulíkön og önnur spálíkön.

03. Starfsfólk
Fjölbreyttur bakgrunnur og reynslunni ríkari

Brynjólfur Borgar Jónsson
Stofnandi DataLab Ísland
MSc í tölfræði og aðgerðarannsóknum og BA í sálfræði. Rúmlega tveggja áratuga reynsla af þróun gagnadrifinna lausna og ráðgjöf á því sviði á Íslandi og í Englandi, sem starfsmaður m.a. hjá Marel og Landsbankanum og sem ráðgjafi m.a. hjá tryggingafélögum, fjarskiptafyrirtækjum, fjölmiðlum, verslunum, olíufélögum, iðnfyrirtækjum, opinberum stofnunum og flugfélögum. Brynjólfur talar oft og mikið um gervigreind í fjölmiðlum, á ráðstefnum, mannamótum og vinnustöðum en einnig er hægt að nálgast skrif hans um efnið á medium.com/@binniborgar.

Stella Kristín Hallgrímsdóttir
Ráðgjafi á sviði gagnavísinda
Master í hagnýtri tölfræði og BSc í umhverfis- og byggingarverkfræði. Stella hóf störf hjá DataLab í janúar 2019.

Dennis Mattsson
Ráðgjafi á sviði gagnaverkfræði og gagnavísinda
Master í tölvunarfræði. Dennis hóf störf hjá DataLab í febrúar 2019.

María Óskarsdóttir
Fræðilegur ráðgjafi
PhD í Business Analytics, MSc í stærðfræði og tölfræði.
María er jafnframt lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík þar sem hún stundar m.a. rannsóknir á sviði vélnáms og gagnavísinda.
04. Viðskiptavinir









05. Fréttir
Nýjustu blogg
DataLab
Gervigreind og snjallar lausnir í opinberri þjónustu
Tæknin þróast hratt og verður áreiðanlegri, aðgengilegri og ódýrari með hverju árinu sem líður. Gríðarleg tækifæri eru fyrir opinberar stofnanir til að nýta slíka tækni enda búa opinberir aðilar yfir miklu magni gagna sem er aðalfóður snjallra lausna.
Verslanir hagnýta gagnadrifnar og snjallar lausnir
Með hverju árinu sem líður verður tæknin hagkvæmari, aðgengilegri, og áreiðanlegri. Gagnadrifnar lausnir sem hagnýta gervigreind ryðja sér til rúms í verslun og smásölu á ógnarhraða.
Þegar gervigreind stuðlar að betri og sanngjarnari ákvörðunum
Gervigreind getur mögulega hjálpað mönnum að taka sanngjarnar ákvarðanir, en aðeins ef við byggjum sanngirni inn í gervigreindina sjálfa.

06. Hafa samband
Hvernig getum við
aðstoðað þig?
Í samstarfi við DataLab Ísland innleiða fyrirtæki og stofnanir snjallar lausnir sem afla tekna, draga úr óvissu og sóun og bæta upplifun viðskiptavina.
Hafa samband
Í samstarfi við DataLab Ísland innleiða fyrirtæki snjallar lausnir sem bæta samkeppnishæfni og undirbúa þau fyrir framtíðina.
Staðsetning
Bræðraborgarstígur 16
101 Reykjavík
Upplýsingar
datalab@datalab.is
+354 693 0100