Framtíðin er gagnadrifin. Framtíðin er snjöll.

DataLab Ísland hefur frá árinu 2016 starfað með íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Við þróum, hönnum og innleiðum lausnir sem byggja á gögnum og hagnýta aðferðir gagnavísinda og gervigreindar.

Snjallar lausnir.

01. Þjónusta

Frá gögnum til góðra ákvarðana

Við sjáum um lausnirnar svo viðskiptavinir okkar geti einbeitt sér að hagnýtingu afurða í starfsemi sinni. Þeir þurfa því ekki að byggja upp og viðhalda sérhæfðri tækniþekkingu frá grunni innan sinna raða eða fjárfesta í sérhæfðum hugbúnaði. 

Vegvísir

Markvisst samtal um hagnýtingu gagna og gervigreindar í starfseminni. Kjarni málsins settur fram í aðgerðaáætlun.  

lausnir

Lausnir DataLab eiga það sameiginlegt að vera gagnadrifnar, sjálfvirkar og hagnýta þróaðar greiningaraðferðir.

Innleiðing

Ráðgjafar DataLab aðstoða við innleiðingu í kerfum og starfsemi og viðskiptavinir upplifa áþreifanlegan árangur.

02. Aðferðafræði

Frá hugmynd til innleiðingar og betri árangurs

Ráðgjafar DataLab sérsníða greiningarlausnir þörfum viðskiptavinarins til hámarks árangri. Við höfum þróað lausnir á borð við meðmælakerfi, brottfallslíkön, virðisgreiningar, mat á líftímavirði, áhættulíkön  og önnur spálíkön.

03. Starfsfólk

Fjölbreyttur bakgrunnur og reynslunni ríkari

Brynjólfur Borgar Jónsson
Stofnandi DataLab Ísland

MSc í tölfræði og aðgerðarannsóknum og BA í sálfræði. Rúmlega tveggja áratuga reynsla af þróun gagnadrifinna lausna og ráðgjöf á því sviði á Íslandi og í Englandi, sem starfsmaður m.a. hjá Marel og Landsbankanum og sem ráðgjafi m.a. hjá tryggingafélögum, fjarskiptafyrirtækjum, fjölmiðlum, verslunum, olíufélögum, iðnfyrirtækjum, opinberum stofnunum og flugfélögum.  Brynjólfur talar oft og mikið um gervigreind í fjölmiðlum, á ráðstefnum, mannamótum og vinnustöðum en einnig er hægt að nálgast skrif hans um efnið á medium.com/@binniborgar.

 

Lilja Guðrún Jóhannsdóttir
Meðeigandi og ráðgjafi á sviði gagnavísinda 

MSc í Business Analytics & Big Data og MSc í hagfræði. Hefur sinnt greiningarstörfum frá 2009 hjá fyrirtækjum og stofnunum. Lilja hóf störf hjá DataLab í febrúar 2018.

 

Stella Kristín Hallgrímsdóttir
Ráðgjafi á sviði gagnavísinda 

Master í hagnýtri tölfræði og BSc í umhverfis- og byggingarverkfræði. Stella hóf störf hjá DataLab í janúar 2019.                                                                                 

 

Dennis Mattsson
Ráðgjafi á sviði gagnaverkfræði og gagnavísinda 

Master í tölvunarfræði. Dennis hóf störf hjá DataLab í  febrúar 2019.                                   

 

María Óskarsdóttir
Fræðilegur ráðgjafi 

PhD í Business Analytics, MSc í stærðfræði og tölfræði.
María er jafnframt lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík þar sem hún stundar m.a. rannsóknir á sviði vélnáms og gagnavísinda.                                   

 

04. Viðskiptavinir 

05. Fréttir

Nýjustu blogg
DataLab

Eru gagnadrifnar lausnir í þínum áætlunum fyrir 2021?

Gagnadrifnar og sjálfvirkar lausnir eru sannarlega komnar á dagskrá um allan heim, bæði í einkageiranum og hjá opinberum aðilum, stórum sem smáum.

Þær eru ekki lengur einkamál alþjóðlegra tæknifyrirtækja og ná nú fótfestu í öllum geirum.

Þroskasaga nýrrar tækni

Myndin sem meðmælakerfi Netflix beinir ákaft til mín um þessar mundir heitir ‘The Social Dilemma’.

‘#2 in Iceland today’

…svo það eru greinilega fleiri sem hafa áhuga á þessu efni.

Framtíðin er sérsniðin

Það er staðreynd að sérsniðin meðmæli drífa þjónustu fremstu net- og tæknifyrirtækja heimsins. Efnisveitur og netverslanir koma fyrst upp í hugann en það er bara toppurinn á ísjakanum.

06. Hafa samband

Hvernig getum við
aðstoðað þig?

Í samstarfi við DataLab Ísland innleiða fyrirtæki og stofnanir snjallar lausnir sem afla tekna, draga úr óvissu og sóun og bæta upplifun viðskiptavina.

Hafa samband

Í samstarfi við DataLab Ísland innleiða fyrirtæki snjallar lausnir sem bæta samkeppnishæfni og undirbúa þau fyrir framtíðina.

Staðsetning

Bræðraborgarstígur 16

101 Reykjavík

Upplýsingar

datalab@datalab.is

+354 693 0100