4 min read

Annáll DataLab 2025

Annáll DataLab 2025

DataLab fagnaði níu ára afmæli árið 2025 sem þýðir að það styttist í fyrsta stórafmælið. Haldið verður upp á 10 ára afmælið haustið 2026. 

Meira um það síðar. 

Snúum okkur hins vegar að árinu sem leið...svo hratt.  

Starfsemi DataLab 2025 

Gervigreindin var auðvitað eitt af stóru málunum á vinnustöðum þessa lands, í raun hvert sem litið var. Til sjávar og sveita. 

Og það fór ekki fram hjá DataLab sem hefur komið sér kyrfilega fyrir í hringiðu þessarar tæknibyltingar sem nú ríður yfir. 

IMG_3241Teymi DataLab hefur komið sér vel fyrir í hringiðu gervigreindarbyltingarinnar.

Við áttum gott ár, viðskiptavinum fjölgaði og tekjur hækkuðu umtalsvert

Við áttum gott ár, viðskiptavinum fjölgaði og tekjur hækkuðu umtalsvert. Hugbúnaðarverkefnin sem við sinntum stækkuðu jafnframt að umfangi og mikilvægi. Á sama tíma aukast kröfur viðskiptavina um ýmsa eiginleika, gæði og öryggi. Væntingar viðskiptavina eru í sífelldri þróun og það skapar bæði tækifæri og áskoranir fyrir DataLab eins og aðra sem eru að fóta sig í þessu speisi. 

Í raun þurfum við alltaf að vera á tánum og tilbúin að tileinka okkur nýja tækni sem sprettur fram jafnt og þétt. Þetta hentar okkur vel enda er starfsfólk DataLab í fremsta flokki þegar kemur að hagnýtingu gagna og gervigreindar og fylgist vel með þróun tækninnar. Bara á árinu 2025 hefur mikil þróun átt sér stað í okkar vinnulagi og þeim aðferðum sem við beitum til að framleiða framúrskarandi hugbúnaðarlausnir.

IMG_1496Alltaf á tánum, til þjónustu reiðubúin.

Við unnum með alls 45 viðskiptavinum á árinu 

Við unnum með alls 45 viðskiptavinum á árinu. Framúrskarandi fyrirtæki og lykilstofnanir þessa lands áttu það sameiginlegt að leita til DataLab vegna gervigreindar. 

Af þessum 45 voru alls 10 aðilar sem keyptu lausnir á sviði spunagreindar (Ari) en sjö kusu lausnir á sviði spálíkana. Hugbúnaðarverkefnin voru því hátt í 20 talsins, sumum er lokið en önnur eru enn í fullum gangi.

Um 20 aðilar fengu ráðgjöf hjá DataLab sem dreifist á Hugvekjur, Vegvísi og Kortlagningu tækifæra til að hagnýta gervigreind.

Svo voru nokkrir aðilar sem fengu aðra þjónustu hjá okkur, t.d. við undirbúning gagna og innviða fyrir hagnýtingu þeirra í gervigreindarlausnum. 

Þannig má segja að verkefni ársins séu afar góð blanda af framleiðsluverkefnum (spálíkön & spunagreind) og ráðgjöf sem einkum er ætlað að undirbúa jarðveginn fyrir hagnýtingu gervigreindar. 

IMG_3328

DataLab vann Vegvísi um hagnýtingu gervigreindar með Bláa Lónin á árinu. Á myndinni má sjá Binna og Sigga í miðri fundatörn.

 

Og hvaða geirar komu við sögu? 

Stærsti einstaki geirinn eru opinberar stofnanir og sveitarfélög eða alls 12 viðskiptavinir af þessum 45. Svo koma verslun & þjónusta, ferðaþjónusta og fjármálastarfsemi næst í röðinni og þar á eftir orka & veitur og hugbúnaðarfyrirtæki. 

Sem sagt fjölbreyttur hópur viðskiptavina sem þó eiga það sameiginlegt að vera farin að taka gervigreindina í sína þjónustu til að ná árangri.  

Við gáfum út reynslusögur með tveimur góðum viðskiptavinum á árinu, Orku Náttúrunnar og Nordic Visitor. Og það eru fleiri slíkar á leiðinni sem birtast snemma árs 2026, m.a. með Virk starfsendurhæfingu, Bláa Lóninu og Eflingu.

Orka

Einnig var fjallað um mjög spennandi verkefni hjá Fjársýslunni hér, Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hér, og verkefni með Veitum hér

Sem sagt nóg að gera í bransanum!

NV

 

Hugvekjur um gervigreind 

Svo er gaman að segja frá því að Binni Borgar var ansi iðinn við kolann á árinu. Hann fór vítt og breitt um landið og flutti hugvekjuna sína um framfarir gervigreindar fyrir nokkurn fjölda fólks. Alls kom hann fram 39 sinnum á árinu samkvæmt ferðaloggum. Sem er met. Oftast á vinnustöðum þar sem hann var hreinlega pantaður til að koma og fræða starfsfólk um þessa mögnuðu tækni og áhrif hennar á einstaklinga, vinnustaði og samfélagið allt.  En einnig á ráðstefnum og mannamótum þar sem gervigreindin var til umfjöllunar, t.d. með velferðarsviði Reykjavíkur í Hörpu, á Sjávarútvegsráðstefnunni einnig í Hörpu, í Smiðju þar sem skrifstofa Alþingis er til húsa og á viðburði í Grósku á vegum ÍMARK.

IMG_0246Flutningur erindis í Smiðju Alþingis.

Hugvekjan þróast frá einni viku til annarrar enda alltaf eitthvað nýtt að gerast í þessum heimi. 

Það fór svo á endanum að Binni Borgar mætti í upptökustudíoið hjá Akademias og saman þróuðu þau fræðsluefni um gervigreind sem byggir á hugvekjunum og kallast einfaldlega “Vertu klár í gervigreind”. Það kom út síðla hausts og er aðgengilegt í vinnustaðaskóla Akademías. 

IMG_3031Binni Borgar í stúdioi Akademias

 

DataLab á forsíðu Moggans 

Fulltrúa DataLab var boðið að taka þátt í AI Action Summit sem fram fór í París í febrúar 2025. Þeirri ágætu ferð voru gerð góð skil hér. Í kjölfarið átti fulltrúi DataLab samtal við blaðamann Morgunblaðsins og úr varð forsíðufrétt. Hvorki meira né minna! Nú er Binni Borgar kominn í hóp þeirra sem eiga sjálfu á forsíðu dagblaðs.

IMG_0491-1Forsíða Moggans 12. mars 2025

 

Teymi DataLab...iðar af lífi 

Því er ekki að neita að stuðið er ansi gott í teymi DataLab. Skrifstofan okkar í Borgartúninu iðar af lífi allan daginn og mikið er verið að spá og spökulera enda verkefnin oft mjög krefjandi. Sumir mæta um sjöleytið og sá síðasti situr oft frameftir, svo þetta er drjúgur tími sem við eigum saman í vinnuvikunni.

IMG_3519 Bergur og Kristofer í góðum gír. Þeir gera Ops mjög vel.

Teymið er í sífelldri þróun eftir því sem við færum okkur upp á skaftið í framleiðslu AI-first hugbúnaðarlausna. Nýjasta sérhæfingin er á sviði AI & ML Ops Engineeing sem er farin að skipta öllu máli þegar kemur að innleiðingu gervigreindarlausna. Svo eru sum í AI & ML SW Engineering en aðrir eru bara sáttir við að vera óbreyttir AI Consultants 😉 

Við breyttum skipulagi teymisins, tókum verkefnastjórnun enn fastari tökum og hófum langa og stranga ISO 27001 vegferð.

Þarna er valinn maður í hverju rúmi og erfitt að hugsa sér öflugra AI teymi. 

IMG_3677Jólaandinn var góður nú í desember. Tíu manna teymi DataLab, einn á bakvið myndavél og sá tíundi á fundi í glerbúrinu.

Yfir árið voru fastir líðir í félagslífinu á dagskrá, t.d. JólaDúið, Páskabingó, Vorferðin - DataLab Leikarnir og Töðuveislan. Hér að neðan má sjá myndbrot frá Vorferðinni sem seint verður toppuð.

 

Og myndin hér að neðan náðist í Kramhúsinu í Töðuveislunni góðu en þá var hópurinn m.a. látinn æfa línudanssporin.

IMG_3096

IMG_1387Ísbúðin Laugalæk er í næsta nágrenni við höfuðstöðvarnar.

 

2026 | Árið framundan  

Við sjáum fyrir okkur áframhaldandi vöxt við fremur krefjandi aðstæður. Við erum í afar góðum tengslum við markaðinn og áttum okkur vel á því hvað er efst í huga okkar viðskiptavinahóps. Það lærum við m.a. í ráðgjafarverkefnum okkar þar sem við erum t.d. að kortleggja tækifæri til að hagnýta gervigreind í starfsemi þeirra. Þetta hefur svo áhrif á okkar framboð af þjónustu og lausnum.

Það verður spennandi að kynna nýjungar frá DataLab á þessum kvika markaði snemma á nýju ári.

Við þökkum viðskiptavinum okkar kærlega fyrir frábært samstarf á árinu og horfum brött fram á veginn.  
Spálíkön og Spunagreind

Spálíkön og Spunagreind

Í hverri viku eigum við samtöl við aðila sem leita til okkar vegna mikils áhuga á að hagnýta gervigreind í starfseminni.

Read More
Skalanleg spunagreind

Skalanleg spunagreind

RAG lausnir Lausnir sem nýta sér stór mállíkön (LLM) til að svara spurningum frá notendum hafa tekið stórstígum framförum en hafa þó rekist á veggi....

Read More
Er hægt að meta arðsemi fjárfestingar (e. ROI) í gervigreind?

Er hægt að meta arðsemi fjárfestingar (e. ROI) í gervigreind?

Það er eðlilegt að gera kröfur um sannanlegan ávinning, fjárhagslegan eða annars konar, þegar fjárfest er í nýrri tækni, tækjum og þekkingu. Þegar...

Read More