Copilot Studio

AI aðstoðarmaður

Örugg leið til hagnýtingar gervigreindar

Microsoft_Copilot_Icon.svg

Örugg skref

Með Microsoft Copilot Studio má taka örugg skref í hagnýtingu gervigreindar

Stuðningur sérfræðinga

Starfsfólk DataLab sérhæfir sig í þróun og innleiðingu gervigreindarlausna og hjálpar þér að þróa lausnir sem virka

Samstarfsaðili

DataLab er samstarfsaðili til lengri tíma í kortlagningu og hagnýtingu gervigreindarlausna í víðu samhengi

Skilvirk nýting AI lausna

Gervigreindartækni er orðin aðgengileg og auðveld í uppsetningu til að leysa einföld vandamál. En hvað gerist þegar kröfurnar aukast?

AI aðstoðarmenn hafa vaxið úr tilraunaverkefnum yfir í rekstrarlega mikilvægar lausnir. Til þess að nýta tæknina til fulls þarf að innleiða hana með skilvirkum hætti og nota réttar lausnir á réttan hátt á rétt vandamál.

Af hverju Microsoft Copilot Studio

Til að minnka flækjustigið við hagnýtingu gervigreindar er gott að byggja á grunni sem er nú þegar til staðar hjá flestum aðilum á Íslandi. 

Með Copilot Studio er lausnin innbyggð í viðmót sem fólk notar nú þegar, hún fellur inn í núverandi ferla og það er auðvelt að tengja við gögnin þín.

Einnig lágmarkar það hættu á öryggisveikleikum að byggja á kerfum sem eru nú þegar í notkun.

Hvenær á ekki að nota Microsoft Copilot Studio?

Með Microsoft Copilot Studio má með auðveldum hætti þróa AI aðstoðarmenn sem leysa einfaldari vandamál þar sem ekki er þörf á sérhæfðri úrvinnslu gagna eða rökhugsun.

Við sérhæfum okkur í að vita hvar á að draga línuna milli þess hvenær Copilot er nóg og hvenær er þörf á sérsmíði. Stundum er einnig hægt að fara milliveginn og styðja við Copilot AI aðstoðarmenn með sérsmíðuðum einingum.

Ari er lausnin sem við höfum þróað til að sérsmíða slíkar lausnir.

Skref í innleiðingu Copilot Studio

1. Copilot Studio pilot

MVP þróun á einni lausn í Copilot Studio

2. Úr frumútgáfu í framleiðslu

MVP lausn tekin áfram og bætt með helstu aðferðum

 

3. Útvíkkun

Fleiri vandamál leyst með Copilot Studio og lausnum komið í framleiðslu

4. Sérsmíði

Þegar reynsla er komin á innleiðingar verður fljótt skýrt hvaða verkefni skila virði og gætu réttlætt sérsmíði til frekari bætinga

 

Sérfræðingar í framleiðslu AI lausna

Sérfræðingar DataLab eru með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu sem hefur undirbúið þau vel fyrir krefjandi verkefni á sviði gervigreindar.

Menntun á sviði tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, tölfræði, fjármálaverkfræði, stærðfræði og gagnavísinda.

Þennan bakgrunn og reynslu hefur DataLab nýtt til að  leggja grunn að vinnulagi og aðferðafræði sem skilar lausnum sem standast kröfur viðskiptavina í fremstu röð.

Datalab-myndir-4
4 min read

Frá óvissu til árangurs í þróun gervigreindarlausna

Gervigreindarlausnir snúast í eðli sínu um að leysa hið ófyrirséða. Hvernig breytir það nálgun okkar á þróun þeirra?...
4 min read

Nærhagaær spunagreindar

Vika er langur tími í gervigreind Nú er liðið meira en ár síðan spunagreindarlausnin okkar, Ari, kom fram. Við byrjuðum...
1 min read

Spálíkön og Spunagreind

Í hverri viku eigum við samtöl við aðila sem leita til okkar vegna mikils áhuga á að hagnýta gervigreind í...

Gögn gera gagn!

Hafðu samband og við förum saman yfir möguleikana á hagnýtingu gagna og gervigreindar í þinni starfsemi.