Örugg skref
Með Microsoft Copilot Studio má taka örugg skref í hagnýtingu gervigreindar
Með Microsoft Copilot Studio má taka örugg skref í hagnýtingu gervigreindar
Starfsfólk DataLab sérhæfir sig í þróun og innleiðingu gervigreindarlausna og hjálpar þér að þróa lausnir sem virka
DataLab er samstarfsaðili til lengri tíma í kortlagningu og hagnýtingu gervigreindarlausna í víðu samhengi
Gervigreindartækni er orðin aðgengileg og auðveld í uppsetningu til að leysa einföld vandamál. En hvað gerist þegar kröfurnar aukast?
AI aðstoðarmenn hafa vaxið úr tilraunaverkefnum yfir í rekstrarlega mikilvægar lausnir. Til þess að nýta tæknina til fulls þarf að innleiða hana með skilvirkum hætti og nota réttar lausnir á réttan hátt á rétt vandamál.
Til að minnka flækjustigið við hagnýtingu gervigreindar er gott að byggja á grunni sem er nú þegar til staðar hjá flestum aðilum á Íslandi.
Með Copilot Studio er lausnin innbyggð í viðmót sem fólk notar nú þegar, hún fellur inn í núverandi ferla og það er auðvelt að tengja við gögnin þín.
Einnig lágmarkar það hættu á öryggisveikleikum að byggja á kerfum sem eru nú þegar í notkun.
Með Microsoft Copilot Studio má með auðveldum hætti þróa AI aðstoðarmenn sem leysa einfaldari vandamál þar sem ekki er þörf á sérhæfðri úrvinnslu gagna eða rökhugsun.
Við sérhæfum okkur í að vita hvar á að draga línuna milli þess hvenær Copilot er nóg og hvenær er þörf á sérsmíði. Stundum er einnig hægt að fara milliveginn og styðja við Copilot AI aðstoðarmenn með sérsmíðuðum einingum.
Ari er lausnin sem við höfum þróað til að sérsmíða slíkar lausnir.
MVP þróun á einni lausn í Copilot Studio
MVP lausn tekin áfram og bætt með helstu aðferðum
Fleiri vandamál leyst með Copilot Studio og lausnum komið í framleiðslu
Þegar reynsla er komin á innleiðingar verður fljótt skýrt hvaða verkefni skila virði og gætu réttlætt sérsmíði til frekari bætinga
Sérfræðingar DataLab eru með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu sem hefur undirbúið þau vel fyrir krefjandi verkefni á sviði gervigreindar.
Menntun á sviði tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, tölfræði, fjármálaverkfræði, stærðfræði og gagnavísinda.
Þennan bakgrunn og reynslu hefur DataLab nýtt til að leggja grunn að vinnulagi og aðferðafræði sem skilar lausnum sem standast kröfur viðskiptavina í fremstu röð.
Sigurður Óli Árnason: sep. 26, 2025
Sigurður Óli Árnason: apr. 30, 2025
Binni Borgar: apr. 20, 2025
Hafðu samband og við förum saman yfir möguleikana á hagnýtingu gagna og gervigreindar í þinni starfsemi.