Skýr framfaraskref
Fyrirtækið tekur mælanleg skref í átt að gagnadrifnum rekstri sem styður markmið og stefnu til framtíðar.
Við hjálpum fyrirtækjum og stofnunum að greina tækifæri, forgangsraða verkefnum og móta stefnu í hagnýtingu gervigreindar.
Aðgerðaáætlun til 2 ára
Greining á 30 hugmyndum
Fræðsluerindi frá Binna Borgari
Rétta nálgunin skiptir öllu máli. Með ráðgjöf DataLab finnur þú raunhæf tækifæri og færð skýra leið frá hugmynd að árangri.
Hugvekja | Kortlagning | Vegvísir | |
---|---|---|---|
1 klst |
6 vikur |
8 vikur |
|
Fræðsla | |||
Fyrirlestur um gervigreind | |||
Samtöl | |||
Viðtöl við starfsfólk | Hægt að bæta við 45 mín vinnustofu |
||
Afurðir | |||
Mat á hugmyndum til hagnýtingar | 30 hugmyndir |
30 hugmyndir |
|
Verkáætlanir fyrir hugmyndir | Topp 3 |
||
Heildrænt stöðumat | |||
Raunhæf markmið valin | |||
Úrbótaverkefni skilgreind | |||
Aðgerðaáætlun til 2 ára | |||
Vegvísir er sérhannað ferli sem hefur mótast gegnum áralanga reynslu DataLab á íslenskum markaði.
Afurð Vegvísis er aðgerðaáætlun til 2 ára um hagnýtingu gervigreindar. Hún er unnin á grundvelli samtala við starfsfólk og rýni á ýmsum viðeigandi gögnum auk þess að taka tillit til nýjustu strauma á sviði upplýsingatækni og gervigreindar.
Vegvísir er sérhannað ferli sem hefur mótast gegnum áralanga reynslu DataLab á íslenskum markaði.
Afurð Vegvísis er aðgerðaáætlun til 2 ára um hagnýtingu gervigreindar. Hún er unnin á grundvelli samtala við starfsfólk og rýni á ýmsum viðeigandi gögnum auk þess að taka tillit til nýjustu strauma á sviði upplýsingatækni og gervigreindar.
Vegvísir er unninn eftir skipulögðu ferli:
Viðtöl tekin við starfsfólk og staða vinnustaðarins greind varðandi stefnu, stjórnun, innviði og menningu. Byggt er á matsramma sem DataLab hefur þróað.
Markmið sett út frá stöðumati, markmiðum vinnustaðarins og ráðgjöf DataLab.
Verkefni lögð til sem koma vinnustaðnum frá núverandi stöðu í átt að settum markmiðum.
Tækifæri til hagnýtingar gervigreindar og gagnatækni sem koma fram í viðtölum greind og metin.
Áætlun gerð til 2 ára sem vinnustaðurinn getur fylgt til að styðja við hagnýtingu gervigreindar í starfseminni.
Tækifærin eru víða, en erfitt getur verið að velja þau sem skila mestum árangri. Við hjálpum þér að greina hugmyndir, meta ávinning og forgangsraða næstu skrefum á traustum grunni.
Í Kortlagningu föngum við og skilgreinum hugmyndir að gagnalausnum og umbreytum þeim í framkvæmanlegar áætlanir sem færa reksturinn í rétta átt.
Ávinningur:
Hvaða hugmyndir að hagnýtingu gagnatækni og gervigreindar ætlar vinnustaðurinn að setja í forgang?
Í Kortlagningu tækifæra föngum við, skilgreinum og metum hugmyndir að gagnalausnum og umbreytum þeim í raunhæfar áætlanir að lausnum sem færa reksturinn í rétta átt.
Tækifærin eru víða en það getur reynst vandasamt að velja viðfangsefni sem bæði hafa ávinning fyrir reksturinn og eru raunhæf á þessum tímapunkti. Sérfræðingar DataLab hafa mikla reynslu af því að vinna úr slíkum hugmyndum og meta þær svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um næstu skref.
Fræðsla á mannamáli um hagnýtingu gagna og gervigreindar. Markmiðið er að kveikja forvitni, auka skilning starfsfólks og hjálpa því að sjá tækifæri í eigin verkefnum.
Þannig verður auðveldara að fylgja hugmyndum eftir, taka þátt í mótun aðgerða og styðja við gagnadrifin verkefni á vinnustaðnum.
Fyrirtækið tekur mælanleg skref í átt að gagnadrifnum rekstri sem styður markmið og stefnu til framtíðar.
Stjórnendur og starfsfólk fá sameiginlega sýn á möguleika gervigreindar og hvernig hún getur bætt reksturinn.
Markmið eru sett sem byggja á raunverulegri stöðu og aðgerðir mótaðar sem færa fyrirtækið markvisst áfram.
Þú færð skýra mynd af stöðu lykilþátta í hagnýtingu gagnatækni og tillögur að næstu umbótaverkefnum.
Við greinum hvaða verkefni bjóða mestan ávinning, metum þau og hjálpum þér að hefjast handa á réttum stað.
Stafrænir ráðgjafar (AI Assistants) auka aðgengi starfsfólks að þekkingu sem nýtist í starfi sem bætir ákvarðanir og þjónustu.
Starfsfólk kallar fram tölulegar upplýsingar, mælikvarða og myndir með fyrirspurnum á íslensku/ensku og taka betri gagnadrifnar ákvarðanir.
Forspárlíkön skapa virði með því að draga úr óvissu, áhættu og sóun í rekstri.
Myndræn framsetning sem veitir innsýn og innblástur í rauntíma stuðlar að enn betri ákvörðunum.
Sjálfvirknivæðing endurtekinna og tímafrekra verkefna stuðlar að betra vinnulagi og ánægðara starfsfólki.
DataLab hefur þróað ramma til að gera almennt stöðumat fyrirtækja gagnvart hagnýtingu gagna og gervigreindar. Stöðumat með þessum ramma er hluti af Vegvísi.
Setja fram skýra sýn um hagnýtingu gagna og gervigreindar sem styður við markmið og stefnu fyrirtækisins / stofnunarinnar til lengri tíma.
Skilgreina árangursmælikvarða svo hægt sé að fylgjast með og hafa markviss áhrif á framvinduna. Tryggja að lykilstjórnendur séu á sömu blaðsíðu og hafi nauðsynlegan stuðning og úrræði til að fylgja eftir framtíðarsýninni og einstökum verkefnum.
Gagnainnviðir sem styðja kröfuharðar gagnalausnir. Þetta kallar á öfluga gagnaumsýslu, stjórnarhætti og aðgengi til að tryggja að góð gögn séu tiltæk fyrir notkun gervigreindar. Áhersla á samþættingu gagna þvert á starfsemina.
Tæknilegir innviðir sem styðja við hagnýtingu gervigreindar, þar á meðal skýjalausnir, ýmis gervigreindarverkfæri og öryggisráðstafanir sem standast nútímakröfur.
Hæfni og þróun starfsfólks. Fjárfesta í aukinni hæfni og endurmenntun starfsfólks til að byggja upp þekkingu á sviði gervigreindar innan allrar starfseminnar. Hvetja til samvinnu þvert á deildir, þar sem blandað er saman sérfræðiþekkingu á viðkomandi sviðum og þekkingu á gervigreind.
Nýsköpunarmenning. Efla fyrirtækjamenningu sem fagnar nýsköpun, aðlögunarhæfni og stöðugum lærdómi. Stuðla að opnum hug gagnvart breytingum, tilraunastarfsemi og nýjum leiðum.
Setja á fót sterka stjórnarhætti til að hafa virkt eftirlit með gervigreindarverkefnum og tryggja að þau fylgi siðferðislegum viðmiðum, lagalegum skyldum og viðskiptamarkmiðum fyrirtækisins.
Siðferði og gagnsæi. Koma á ferlum til að greina og draga úr hlutdrægni í gervigreindarlíkönum með það að markmiði að tryggja sanngirni, gagnsæi og ábyrgð í ákvarðanatöku sem byggir á gervigreind.
Komdu í spjall - við skoðum með þér hvernig gervigreind og gagnatækni gætu skilað raunverulegum ávinningi í þínum rekstri.