Innblástur
Veita innblástur og grunnþekkingu sem þarf til að þroska góðar hugmyndir að gagnalausnum og koma þeim í framkvæmd.
Fræðsla á mannamáli um hagnýtingu gagna og gervigreindar
Starfsfólk fær vettvang til að fá innblástur og koma hugmyndum á framfæri
Góð skref á gagnadrifinni vegferð
Veita innblástur og grunnþekkingu sem þarf til að þroska góðar hugmyndir að gagnalausnum og koma þeim í framkvæmd.
Koma auga á tækifæri til að hagnýta gögn til að bæta rekstur og þjónustu.
Stuðla að þátttöku og frumkvæði frá starfsfólki í innleiðingu gervigreindarlausna og þannig auka líkur á því að árangur náist.
Fræðsla á mannamáli um hagnýtingu gagna og gervigreindar til að auka skilning starfsfólks svo þau geti betur komið auga á tækifærin, fylgt hugmyndum sínum eftir með aðgerðum, tekið þátt í mótun aðgerða og í hagnýtum gagnaverkefnum á vegum síns vinnustaðar.
Fyrri hluti:
Brynjólfur Borgar Jónsson flytur hugvekju um hagnýtingu gervigreindar (45 mín).
Brynjólfur hefur á undanförnum árum komið fram á fjölda viðburða og flutt erindi um hagnýtingu gagna og gervigreindar. Hann heimsækir einnig reglulega vinnustaði og skóla og talar um málefni gervigreindar á mannamáli.
Seinni hluti:
Svörum þremur spurningum um hagnýtingu gervigreindar (15-30 mín):
Spurning 1: Hvar liggja tækifærin til að hagnýta gögn og gervigreind? Er jafnvel þegar verið að nýta tæknina?
Spurning 2: Hver er mögulegur ávinningur? En fylgir einnig áhætta?
Spurning 3: Hvað þarf til og hver eru næstu skref?
Fyrirkomulagið er opið og óformlegt og er einkum ætlað að vekja áhuga, kveikja hugmyndir og undirbúa jarðveginn fyrir næstu skref á vegferðinni.
Hafðu samband og við förum saman yfir það hvernig Hugvekja getur hjálpað þínu fyrirtæki að hagnýta gagnatækni og gervigreind.