4 min read

DataLab á AI Action Summit í París

DataLab á AI Action Summit í París

Sommet pour l'action sur l'IA var haldinn í Grand Palais í miðborg Parísar í liðinni viku. Betur þekktur sem AI Action Summit.

Leiðtogar í tækni, stjórnmálum, viðskiptum, alþjóðamálum, listum og menningu komu saman til að eiga samtal og móta sameiginlegra stefnu um gervigreind. Sem sagt AI viðburður ársins.

Flestir þjóðir heims áttu fulltrúa á fundinum og var Binni Borgar hjá DataLab þátttakandi ásamt fulltrúum frá Miðeind og ráðuneyti gervigreindar á Íslandi, HVÍN.  

Grand Palais var reist um aldamótin 1900 og stendur á Signubökkum. Myndirnar hér að neðan eru teknar í aðalrýminu. Gler og járn leika aðahlutverk.

IMG_0350Grand Palais í París, reist um 1900.

IMG_0374

IMG_0375

 

Tímanna tákn

Það er tímanna tákn að stjórnmálaleiðtogar heimsins sjái ástæðu til að mæta á slíkan viðburð, ásamt leiðtogum alþjóðastofnana og stærstu fyrirtækja heims. Kína, Indland, Bandaríkin, Evrópa o.fl. sendu sína æðstu embættismenn á staðinn.  Ræða JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, sem hann hélt á öðrum degi fundarins vakti einna mesta athygli. Þar flutti hann MAGA skilaboðin hátt og skýrt.

Það er flestum ljóst að gervigreindin er þegar farin að hafa mikil áhrif á okkar samfélög og þau munu bara aukast.  Framfarirnar eru hraðar og talsverð samkeppni er á milli fyrirtækja og ekki síður ríkja, t.d. Kína og Bandaríkjanna, um að beisla þessa tækni í þágu framfara og forskots í viðskiptum, vísindum og hernaði.

Gott væri að sammælast um grundvallarreglur fyrir gervigreind, forða sífellt meiri samþjöppun valds á fárra hendur og gæta þess að tæknin þjóni sem víðast hagsmunum allra en ekki sumra. 

Það er hins vegar þegar augljóst að leiðir eru að skilja í þessum efnum.  

Bandaríkin telja sig - réttilega - fremst allra og vilja að Evrópa elti þau, eins og við höfum gert hingað til. Kína fer sínar eigin leiðir og stendur Bandaríkjunum ekki langt að baki, þótt erfitt sé að fullyrða um það vegna leyndarhyggju sem yfir hvílir. 

Það er því tveir meginstraumar í gervigreindinni um þessar mundir; sá ameríski og sá kínverski. 

IMG_0360Fei Fei Li flutti opnunarerindi og Villi hjá Miðeind fylgist vel með. Hún er ættuð frá Kína en fluttist ung til Bandaríkjanna, menntaði sig og hefur starfað þar alla ævi. Fei Fei er líklega áhrifamesta konan í heimi gervigreindarinnar um þessar mundir. 

 

Víkur þá sögunni að Evrópu og Macron 

Stóra spurningin er, hvað gerir Evrópa í þessari flóknu stöðu? Þegar gamlir bandamenn eru að fjarlægast og sótt er að úr öllum áttum.

IMG_0346Umfjöllun um Macron og IA á forsíðu Le Figaro mánudaginn 10. febrúar 2025.

Macron, forseti Frakklands, ávarpaði gesti á fyrri degi ráðstefnunnar. Það var spenna í loftinu enda lét hann bíða aðeins eftir sér. En mætti loks galvaskur eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan.

 

Það má vera öllum ljóst að Macron ætlar Frakklandi ekki að vera kjölturakki bandarískra tæknifyrirtækja, né nokkurs annars. Macron vill að Frakkland og einnig Evrópa taki ábyrgð á eigin örlögum og þrói gervigreindartækni sem þjónar fólkinu og virðir grunngildin; Liberté, egalité, fraternité...eins og Frakkarnir myndu orða það. 

Frakkland ætlar að fjárfesta í menntun, reiknigetu, orku og öllu sem til þarf í samstarfi innan Evrópu og við Bandaríkin, Kína og Indland. Hér er má sjá upptöku frá erindi Macrons.

Macron virðist vera einn þeirra leiðtoga í Evrópu sem ekki er búinn að leggja árar í bát. Svo mikið er víst. Leiðtogar Bretlands og Þýskalands virðast a.m.k. ekki hafa áhuga á að stíga upp og leiða á þessu sviði. Og við sjáum hann aftur taka frumkvæði vegna stöðu mála í Úkraínu og óvinveittra skilaboða frá gömlum bandamönnu vestan Atlantsála.

En við getum líklega treyst á að Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin láti ekki sitt eftir liggja í þessum efnum og þar er góður vettvangur fyrir Ísland að taka virkan þátt í samstarfi. 

IMG_0400Macron hélt góða ræðu í Grand Palais. Hann vill að Frakkland og Evrópa hætti að elta og fari að leiða...enda óljóst hvern við ættum að elta.

Nú er það svo að Evrópa á góðan séns í að verða stórveldi á sviði gervigreindar með sína framúrskarandi háskóla og menntakerfi, vísindastofnanir í fremstu röð, öfluga sprotasenu, stafræna innviði, stóran markað o.s.frv. Það vantar ekki getuna en mögulega hefur vantað upp á möguleika fyrirtækja til að vaxa innan Evrópu og einnig er umtalað að regluverkið er íþyngjandi - eins og varaforseti Bandaríkjanna kom inn á sinni ræðu.

Sumir myndu segja að það vanti smá greddu í Evrópu í þessum efnum en Macron ætlar ekki að láta hanka sig á því og hann er ekki einn um þá skoðun ef marka má umræður m.a. á Norðulöndum um þessi mál.

 IMG_0403Macron stillti sér upp fyrir myndavélarnar enda vanur sviðsljósinu.

Evrópa hefur engan til að elta lengur. Stjórnkerfi Bandaríkjanna fjarlægist hratt hina lýðræðislegu þrískiptingu valds, er smám saman að umbreytast í ríki með einræðistilburði, líkt og Tyrkland, Ungverjaland og jafnvel Rússland.   

Evrópa þarf að varða sína eigin leið hér eftir. Á sviði gervigreindar sem og fleiri sviðum. 

Það er augljóst að nú er að duga eða drepast.

Kunnugleg andlit

Það var gaman að rekast á kunnugleg andlit á ráðstefnunni, fólk sem hefur mótað gervigreindina meira en flestir á undanförnum árum. Þar má nefna Fei Fei Li sem hélt opnunarávarp og Yann LeCun hjá Meta sem tók virkan þátt í þessari veislu enda stoltur Frakki. Nefna má fleiri landa hans eins og Arthur Mensch hjá Mistral og Clément Delangue hjá Hugging Face.

Frakkarnir eru seigir í gervigreindinni, það verður að segjast. Og nýttu tækifærið til að varpa ljósi á það.

Forstjóri Google, Sundar Pichai, var á svæðinu ásamt samstarfsmanni sínum Demis Hassabis hjá Google DeepMind. Hér að neðan er myndskeið frá erindi Sundar.

 

Fleiri af þessum stóru nöfnum í bransanum voru í bænum en mættu ekki fyrr en á þriðjudeginum þegar Binni Borgar var ekki lengur á gestalistanum.

IMG_0372

Binni Borgar í fullum skrúða í Grand Palais í París

 

Málstofur, erindi og samtöl

Á AI Action Sumit voru haldnar fjölmargar málstofur um málefni gervigreindar. Málefnið var nálgast frá ýmsum hliðum, t.d. höfundarréttur, mannréttindi, tilfærsla valds til tæknirisa, áhrif tækninnar á störf, áhrif hennar á lýðræðisþróun, umhverfisáhrif, menntun og svo mætti lengja telja.

Heilt yfir var þetta afar áhugaverður viðburður sem fær aukið vægi í ljósi ytri aðstæðna í heimsmálum. Leikreglur í alþjóðasamskiptum eru í endurskoðun og Evrópa er smám saman að átta sig á stöðunni...

“If you’re not at the table, you’ll probably be on the menu.” 

Það gildir um gervigreind eins og annað sem máli skiptir.

IMG_0386Panell um eitt fjölmargra málefna. Þarna er valinn maður í hverju rúmi.

IMG_0385Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, heldur erindi í upphafi panels.

IMG_0376Beint streymi var frá AI Action Summit í þar til gerðu stúdíó.

IMG_0381Frakkar segja IA þegar þeir tala um AI! Frakkar eru framarlega á sviði gervigreindar.

IMG_0409Sumir voru keyrðir alveg heim að dyrum.

IMG_0411Dagur að kveldi kominn.

Hækkum flugið | Annáll DataLab 2024

Hækkum flugið | Annáll DataLab 2024

Gott, viðburðaríkt, krefjandi og skemmtilegt ár er að baki hjá DataLab.

Read More
Valdi gervigreindina í Reykjavík fram yfir New York

Valdi gervigreindina í Reykjavík fram yfir New York

Axel Örn Jansson er nýjasti meðlimur Datalab teymisins, en hann kemur fullur af eldmóð og nýstárlegum hugmyndum úr meistaranámi sínu í...

Read More