Um okkur

Leiðandi í gagnavísindum og gervigreind

Datalab er leiðandi á sviði gagnavísinda og gervigreindar á Íslandi. Við aðstoðum íslensk fyrirtæki og stofnanir við að hagnýta sín eigin gögn til að skapa snjallar lausnir sem bæta rekstur og auka samkeppnishæfni. Með ástríðu fyrir nýsköpun og framúrskarandi þjónustu, vinnum við að fjölbreyttum og spennandi verkefnum á sviði ráðgjafar og þróunar lausna.

Datalab teymið

Teymið

 Hjá DataLab starfa framúrskarandi sérfræðingar í hagnýtingu gagna og snjöllum lausnum. 

Binniminni
Brynjólfur Borgar Jónsson
Stofnandi og framkvæmdastjóri DataLab

M.Sc. í tölfræði (UWE, Bristol), B.A. í sálfræði (HÍ).
Yfir 25 ára reynsla af hagnýtingu gagna og gervigreindar til að bæta rekstur, vörur og þjónustu. Bæði sem ráðgjafi á Íslandi og í Englandi og sem starfsmaður hjá framúrskarandi fyrirtækjum.

Binni Borgar hefur komið víða við á ferlinum en ballið er rétt að byrja!

Dennisminni
Dennis Mattsson
Sérfræðingur á sviði gagnaverkfræði og tæknilegra innviða

M.Sc. og B.Sc. í tölvunarfræði (Åbo, Finland).
Hóf störf hjá DataLab í febrúar 2019 sem starfsmaður #4 og hefur komið nálægt velflestum verkefnum DataLab síðan. Ef lausnin kallar á öfluga gagnainnviði sem styðja öruggt flæði góðra gagna þá er Dennis maðurinn.

Spyrjið bara ótal ánægða viðskiptavini!

Hann er okkar 'Lead Data Engineer' en nú eru fleiri í teyminu sem geta borið ábyrgð á flæðinu svo Dennis getur andað ögn rólegar!

Stellaminni
Stella Kristín Hallgrímsdóttir
Sérfræðingur á sviði gagnavísinda og myndrænnar framsetningar

M.A.S. í hagnýtri tölfræði (HÍ) og B.Sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði (HÍ).
Hóf störf hjá DataLab í janúar 2019 sem starfsmaður #3 og hefur á þeim tíma sett sitt mark á fjölbreyttar lausnir fyrir flóru viðskiptavina; t.d. snjöll mælaborð hjá LSH, eftirlitslausnir hjá Skattinum, spálíkön hjá Veitum og sérsniðin upplifun hjá Domino's. 

 

 

Sigurður Óli Árnason
Sigurður Óli Árnason
Sérfræðingur á sviði gervigreindar

M.Sc. í Artificial Intelligence frá Utrecht University (Holland) og B.S. í hugbúnaðarverkfræði (HÍ).
Hóf störf hjá DataLab í júní 2024 og lenti beint í hringiðu gervigreindarbyltingarinnar á Íslandi. Það var þó engin tilviljun, Siggi er búinn að vera að undirbúa sig fyrir þetta skref í rúman áratug í námi og starfi hjá framúrskarandi tæknifyrirtækjum.

Hann hefur því tekið að sér að sigla gervigreindarlausninni Ari | Þarfasti þjónninn alla leið í höfn.

 

Fannar Freyr Bergmann
Fannar Freyr Bergmann
Sérfræðingur á sviði gagnavísinda og gervigreindar

M.Sc. í Marketing Analytics & Data Science frá University of Groningen (Holland) og B.Sc. í fjármálahagfræði (HÍ).
Hóf störf hjá DataLab í desember 2023 og hefur á þeim tíma klifið hverja brekkuna á fætur annarri með glæsibrag. Hvort sem það er nýmóðins spunagreind og erindrekar eða gamla góða vélnámið þá er Fannar með þetta allt á hreinu. 

Helga Dís Halldórsdóttir
Helga Dís Halldórsdóttir
Sérfræðingur á sviði gagnaverkfræði og gagnavísinda

M.Sc. í Business Analytics frá DTU (Danmörk) og B.Sc. í fjármálaverkfræði (HR).
Hóf störf hjá DataLab í mars 2024, beint úr meistanámi í DK, og hefur þegar stimplað sig inn í verkefnum hjá kröfuhörðum viðskiptavinum á borð við RVK, ráðuneyti, Landlækni og síðast en ekki síst Oceans of Data.  

Með annan fótinn í gagnavísindum og hinn í gagnaverkfræði - það er fátt sem stöðvar hana Helgu. 

Jónas Johansen
Jónas Johansen
Sérfræðingur á sviði gagnaverkfræði og gervigreindar

M.Sc. í Business Analytics frá NHH (Noregur). Hóf störf hjá DataLab í mars 2024 eftir að hafa starfað í nokkur ár sem ráðgjafi  og 'full-stack data engineer' í Noregi.

Jónas hefur lag á að láta gögnin flæða eftir kúnstarinnar reglum, frá upptökum og áfram á skýjainnviðum. Þessu kemur hann svo snilldarlega fyrir að elstu menn muna vart annað eins. Þau kalla þetta DevOps á nútímamáli.

Kjartan
Kjartan Pálsson
Sérfræðingur á sviði gagnavísinda og gervigreindar

M.Sc. í stærðfræði frá University of Oxford (England) og B.Sc. í hagnýtri stærðfræði frá HÍ. Hóf störf hjá DataLab í nóvember 2024 eftir að hafa starfað í yfir þrjú ár sem sérfræðingur í gagnavísindum á fjármálamarkaði, m.a. við áhættumat.

Kjartan kemur inn í DataLab teymið á hárréttum tíma. Verkefnin sem okkur er treyst fyrir verða sífellt áhugaverðari, stærri og flóknari sem hentar Kjartani afar vel.  Hvort sem það eru spálíkön eða nýjustu spunagreindarlausnir þá er Kjartan fagmaður fram í fingurgóma.

Datalab-logo
Bergur Tareq Tamimi (mynd væntanleg)
Sérfræðingur á sviði gagnaverkfræði og gervigreindar

B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði frá HR. Hóf störf hjá DataLab í október 2024 eftir að hafa starfað í yfir þrjú ár sem Data Engineer og við hugbúnaðarþróun hjá íslenskum stórfyrirtækjum.

Bergur er einhverskonar snillingur og það tók hann aðeins örfáa daga að verða ómissandi í teymi DataLab.

Sagan

Frá gögnum til góðra ákvarðana

Saga Datalab hófst árið 2016 þegar Brynjólfur Borgar Jónsson stofnaði fyrirtækið í því skyni að aðstoða íslensk fyrirtæki og stofnanir að hagnýta sín eigin gögn í lausnum sem meðal annars hagnýta aðferðir gagnavísinda og gervigreindar.

Markmiðið var að búa til þekkingarsetur á sviði gagnavísinda og gervigreindar hér á landi og byggja þar upp þekkingu á bæði tæknilegum og viðskiptalegum úrlausnarefnum.

Áður hafði Brynjólfur starfað um árabil sem sérfræðingur á sviði gagnagreininga og hagnýtingar gagna í Englandi og fyrir mörg af öflugustu fyrirtækjum landsins eins og Marel, Landsbankann og Norðurljós. Sem ráðgjafi hjá Capacent á árunum 2009 til 2015 kom hann víða við og aðstoðaði íslensk fyrirtæki og stofnanir að hagnýta eigin gögn til að ná árangri.

Brynjólfur var sannfærður um að hagnýting gagna með aðferðum gagnavísinda og gervigreindar væri hið rökrétta framhald stafvæðingarinnar, sem þá var hafin í mörgum fyrirtækjum og stofnunum með tilheyrandi gagnasöfnun. Framundan væri hagnýting starfrænna gagna í sífellt snjallari lausnum hjá öllum en ekki bara fáum útvöldum.

Miklar og hraðar framfarir gervigreindar frá 2022 hafa sett málefnið í fókus hjá meginþorra fyrirtækja og stofnana. Nú þurfa öll að tileinka sér þessa tækni til að tryggja eigin samkeppnishæfni.

Fyrir vikið er snjallvæðingin nú komin á fullan skrið og mörg íslensk fyrirtæki og stofnanir eru að stíga sín fyrstu skref inn í gagndrifna og snjalla framtíð í samstarfi við Datalab.

Nýtum gögnin. Náum árangri.

Vilt þú slást í hópinn?

Við erum að stækka

Ef þú hefur reynslu og þekkingu á gagnaverkfræði, gagnavísindum eða gervigreind, sendu okkur línu og ferilskrá á datalab@datalab.is