Valdi gervigreindina í Reykjavík fram yfir New York
Axel Örn Jansson er nýjasti meðlimur Datalab teymisins, en hann kemur fullur af eldmóð og nýstárlegum hugmyndum úr meistaranámi sínu í...
4 min read
Hans Júlíus : Feb 27, 2025
Orka náttúrunnar (ON) framleiðir og selur heitt vatn og rafmagn og er eitt af dótturfélögum Orkuveitunnar. Rekstur ON mjög fjölbreyttur og spannar allt frá virkjanarekstri þar sem heitt vatn er framleitt fyrir um 50% íbúa höfuðborgarsvæðisins og rafmagn fyrir um 60.000 heimili um allt land, yfir í virka þátttöku í orkuskiptum með rekstri og nýsköpun í hleðsluþjónustu.
ON er mjög tæknivætt fyrirtæki, enda byggir starfsemi þess með einum eða öðrum hætti á verkfræði og nýtingu hvers kyns hugbúnaðar og stafrænna lausna. Síðustu misseri hefur ON tekið stefnuna á hagnýtingu gagna og gervigreindar til að hámarka afköst og bæta þjónustu til notenda.
Stefna ON er að vera fremst í flokki í sínum geira á þessu sviði.
Formleg vegferð ON í gervigreindinni hófst með þverfaglegu verkefni sem kallaðist „Stafrænar virkjanir“ þar sem þátt tóku sérfræðingar í virkjunum ON ásamt stoðdeildum móðurfélagsins.
Þar voru greindar ýmsar sviðsmyndir í starfseminni eftir 5-10 ár hvað varðar nýtingu tækni, svo sem gervigreindar, og komu fjölmargar hugmyndir út úr þeirri vinnu. Í framhaldi af því var farið í að finna þau verkefni sem hægt væri að fara í á næstu 1-2 árum.
Hilma Rós Ómarsdóttir er leiðtogi hjá ON í gervigreind og gagnastefnu, en hlutverk hennar er að móta og framfylgja stefnu og halda utan um verkefni hjá ON á því sviði:
„Þetta var frjó og skemmtileg vinna og margar hugmyndir komu fram en þær voru ekki nægilega mótaðar. Það vantaði til dæmis fýsileikagreiningu, virðismat og forgangsröðun fyrir verkefnin.
Það leiddi okkur að DataLab, enda eru þau sérfræðingar í hagnýtingu gagna og eru líka með þennan fókus á gervigreindina. Við sáum eftir fund með þeim að þau gætu mótað verkefnin betur og komið okkur af stað”, útskýrir Hilma.
Gengið var rösklega til verks. Vinnan með DataLab gekk þannig fyrir sig að fyrst var settur á fundur með teymi Hilmu og sérfræðingum Datalab, þar sem kafað var ofan í hugmyndavinnu starfsmanna ON.
Niðurstaða þeirrar vinnu var að skipuleggja þrjár vinnustofur eftir þremur af kjarnasviðum í starfsemi ON; a) framleiðslu á heitu vatni og rafmagni, a) viðhaldi í virkjanarekstri og c) orkumiðlun.
Hlutverk hverrar vinnustofu var að fara yfir hugmyndirnar sem tilheyrðu þeim og máta þær við starfsemi og markmið sviðanna . Þetta skref krafðist þess að sérfræðingar DataLab settu sig vel inn í starfsemi ON, fengu yfirsýn um gögnin sem er safnað og tæknilega innviði.
Sérfræðingar DataLab greindu svo niðurstöðurnar úr vinnustofunum áfram og eftir ítarlegt fýsileikamat lögðu fram sínar tillögur að 10 vænlegustu verkefnum til að byrja á.
Komið var á tengingum milli sérfræðinga innan ON fyrir hverja og eina hugmynd, en einnig komu að fleiri sérfræðingar eftir efni og ástæðum.
„Þetta var mjög vönduð og mikil vinna sem við lögðum í. Starfsfólk okkar hafði mikinn áhuga að taka þátt í þessu, var mjög virkt og kom með margar hugmyndir. Almennt get ég sagt að það er mikill áhugi hjá okkar starfsfólki á möguleikum þessarar tækni. Fólk er opið fyrir því að skoða hvernig gervigreindin getur komið að notum og létt undir í þeirra verkefnum.“
Búnir voru til einblöðungar með verkefnalýsingu fyrir þessi 10 verkefni. Þau voru svo skilgreind og afmörkuð nánar í verkefnalýsingum og síðan voru þrjú efnilegustu verkefnin valin sem fóru í dýpri greiningu.
„Svona vinna fer aldrei nákvæmlega eftir því sem lagt var upp með. Á síðustu stundu, og í ljósi nýrra upplýsinga sem fram komu í samtölum við sérfræðinga ON, ákváðum við að skipta út verkefnum sem höfðu verið í efstu þremur sætunum og tókum önnur inn sem fóru í ítarlegri verkefnagreiningu. Þau áttu betur heima annars staðar. Við þurftum að vissu leyti að leiðrétta kúrsinn.“, segir Hilma
Í samráði við Hilmu og teymi hennar var eitt af þessum þremur verkefnum valið til að hefja snjallvæðingu ON. Það er forspárlíkan sem byggir á vélnámi (e. machine learning) og spáir fyrir um eftirspurn eftir rafmagni á almennum markaði.
Verkefnið er unnið í 6 vikna sprettum og er áætluð gangsetning fyrstu útgáfu í febrúar 2025. Lausnin verður svo þróuð markvisst áfram og árangur metinn.
Á lista DataLab og ON eru svo mjög fjölbreytt verkefni sem nota annars konar gagnatækni og gervigreind, til dæmis spunagreind.
Í vinnu sem þessari verður til mikill lærdómur og margt kemur upp á yfirborðið. Ljóst var að margir starfsmenn ON voru orðnir spenntir að prófa sig áfram með tæknina.
„Sum verkefni voru komin lengra en við gerðum okkur grein fyrir, þannig að í sumum deildum var fólk hreinlega þegar farið að skoða AI lausnir að eigin frumkvæði. Líklega hefðum við þurft að skoða betur framgang sumra verkefna.“, segir Hilma
Teymi Hilmu og sérfræðingar ON eru þegar byrjuð að þróa ferla og leggja grunn að skipulagi fyrir innleiðingu næstu gagnalausna á verkefnalistanum, þannig að þær komist sem fyrst í gagnið í kjarnastarfseminni.
Það er annars mikilvægt í verkefni sem þessu að greina skipulag, verkferla og hvernig menning hefur áhrif á allt ferlið.
„Fólk og ferlar er grunnur að því að hægt sé að vinna árangursríkt með tækni. Nú þurfum við að leggja grunn að því að móta nýja ferla, sem snúa meðal annars að því að skrá og halda utan um gögn í tilteknum kerfum. Við skynjum mikinn stuðning frá starfsfólki og yfirmönnum, sem skiptir sköpum.
Það verður miklu auðveldara að fara af stað næst.“ segir Hilma bjartsýn.
Þegar DataLab var kallað til liðs við ON hafði þegar töluverð vinna verið unnin og grunnur lagður að árangursríkri snjallvæðingu. Mikill áhugi var líka til staðar meðal starfsmanna og ýmis verkefni þegar komin áleiðis að eigin frumkvæði þeirra.
Eftir sem áður var mjög mikilvægt að fá óháð fýsileikamat og tillögur að fyrstu verkefnum til að ráðast í.
Í hnotskurn er staða ON þessi í dag:
DataLab aðstoðar fyrirtæki og stofnanir að brúa bilið frá hugmyndum til hagnýtra lausna.
Tækifærin eru víða en það getur reynst vandasamt að velja viðfangsefni sem bæði hafa ávinning fyrir reksturinn og eru raunhæf á þessum tímapunkti.
Sérfræðingar DataLab hafa mikla reynslu af því að vinna úr slíkum hugmyndum og meta þær svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um næstu skref.
Við aðstoðum við að fanga, skilgreina og meta hugmyndir að gagnalausnum og umbreyta þeim í raunhæfar lausnir sem færa reksturinn í rétta átt.
Kortlagning tækifæra er unnin á 6 vikum í samstarfi við starfsfólk hjá verkkaupa:
Tíminn er núna. Kynntu þér nánar Kortlagningu tækifæra hjá DataLab hér.
Axel Örn Jansson er nýjasti meðlimur Datalab teymisins, en hann kemur fullur af eldmóð og nýstárlegum hugmyndum úr meistaranámi sínu í...
1 min read
Ungt fólk er áberandi meðal þeirra sem leiða vagninn í þróun gervigreindar. Það er ekki skrýtið, enda er þar unnið á jaðrinum, með nýjustu þekkingu...
Datalab réði á dögunum til starfa tvo unga sérfræðinga, Bjarna Braga Jónsson (t.v.)og Ágúst Heiðar Gunnarsson (t.h.), en þeir hafa báðir nýverið...