1 min read

Spálíkön og Spunagreind

Spálíkön og Spunagreind

Í hverri viku eigum við samtöl við aðila sem leita til okkar vegna mikils áhuga á að hagnýta gervigreind í starfseminni.

Framúrskarandi fyrirtæki og framsæknar stofnanir eins og við kjósum að kalla þau.

Áhuginn á málefninu er mikill.

Og oft þurfa hlutirnir að gerast hratt.

Enda eru þessir aðilar í mörgum tilfellum búnir að spotta frábær tækifæri til að létta á starfsfólki og bæta þjónustu til viðskiptavina með aðstoð gervigreindar. 

 

Nýi skólinn og klassíski skólinn

Þegar talið berst að einstökum hugmyndum og tækifærum til að beita gervigreind í starfseminni er augljóst að spunagreindin hefur stimplað sig rækilega inn á undanförnum 2 árum. Viðmælendur hafa mikinn áhuga á að ræða slíkar lausnir og hvaða verkefni megi mögulega fela þessari nýju og spennandi tækni að leysa með öruggum og áreiðanlegum hætti.

Nýi skólinn í gervigreindinni er sjóðheitur!

Hins vegar er alveg skýrt að hefðbundna gervigreindin, sem við köllum bara spálíkön hér til einföldunar, á mikið inni, ef svo má segja. Þessi angi gervigreindarinnar hefur líka verið í mikilli framþróun en 
langflestir hafa EKKI innleitt slíka tækni í starfseminni.

Klassíski skólinn á því mikið inni!

Og á eftir búa til mikið virði hér á landi í fjölbreyttum aðstæðum, m.a. með því að draga úr óvissu, áhættu eða sóun í rekstri og veita innsýn og innblástur til betri ákvarðana. Tækifærið er t.d. risastórt í opinberum rekstri, nefna má lausnir á sviði eftirlits sem dæmi um svið sem þessi tækni á eftir að umbylta á næstu árum.

Frá stofnun DataLab árið 2016 hefur þessi hluti gervigreindarinnar, spálíkönin, verið í fókus hjá okkur. Höfum komið víða við og innleitt slíkar lausnir í starfsemi okkar viðskiptavina. Sem dæmi má nefna verkefni hjá Orku Náttúrunnar sem sagt er frá hér.

datalab ON (2)

þegar spunagreindin kom fram á sjónarsviðið sem hagnýt gagnatækni, vorið 2023, tókum við hana einnig upp á arma okkar og bættum í verkfærakistuna.
Ari | Þarfasti þjónninn frá DataLab er dæmi um hugbúnaðarlausn sem nýtir spunagreind og hefur verið innleiddur hjá fjölda aðila hér á landi. Sagt er frá innleiðingu Ara hjá Nordic Visitor hér

Datalab Nordic Visitor

Spálíkön og spunagreind eiga eftir búa til heilmikið virði hér á landi á næstu árum. Við erum rétt að byrja.

Ertu klár í gervigreind?
Hafðu samband og tökum spjallið um tækifærin á þínum vinnustað...datalab@datalab.is 

Framtíðin er sérsniðin…að þínum þörfum

Framtíðin er sérsniðin…að þínum þörfum

Það er staðreynd að sérsniðin meðmæli drífa þjónustu fremstu net- og tæknifyrirtækja heimsins. Efnisveitur og netverslanir koma fyrst upp í hugann....

Read More
Skalanleg spunagreind

Skalanleg spunagreind

RAG lausnir Lausnir sem nýta sér stór mállíkön (LLM) til að svara spurningum frá notendum hafa tekið stórstígum framförum en hafa þó rekist á veggi....

Read More
II. Generative AI: Hvaðan er hún að koma og hvert er hún að fara?

II. Generative AI: Hvaðan er hún að koma og hvert er hún að fara?

Vangaveltur innblásnar af nýlegum framförum á sviði Generative AI — Spunagreindar.

Read More