Hagnýting gervigreindar | Vegvísir DataLab
Framfarir á sviði Generative AI | Spunagreindar hafa skapað tækifæri til að fela tölvum fleiri verkefni en áður var mögulegt. Afraksturinn er m.a....
Framfarir á sviði gervigreindar hafa skapað tækifæri til að fela tölvum fleiri verkefni en áður. Afraksturinn er sjálfvirkni og skilvirkni og starfsfólk sem tekur betri ákvarðanir.
Tæknin er öllum aðgengileg sem bera sig eftir henni og bætist við úrval öflugrar gagnatækni sem þegar var til staðar.
Stóra spurningin er ekki hvort heldur…
…hvernig ætlar þinn vinnustaður að hagnýta gagnatækni og gervigreindarlausnir í starfseminni?
DataLab býður íslenskum fyrirtækjum og stofnunum Vegvísi um hagnýtingu gervigreindar, sem er 8 vikna vegferð þar sem stóru spurningunni er svarað. Um leið er lagður grunnur að samkeppnishæfni í gagnadrifnum heimi þar sem snjöll hagnýting gagna skilur á milli þeirra sem ná árangri og þeirra sem staðna.
Hjá DataLab starfa framúrskarandi sérfræðingar í hagnýtingu gervigreindar og gagnatækni sem hafa aðstoðað fjölmörg fyrirtæki og stofnanir að hagnýta stafræn gögn í snjöllum lausnum.
Tækifærin sem blasa við þeim sem taka af skarið eru mörg og fjölbreytt.
Afurð Vegvísis er aðgerðaáætlun um hagnýtingu gagna, gervigreindar og gagnatækni. Hún er unnin á grundvelli viðtala við starfsfólk og rýni á umhverfinu, markaðnum, vinnustaðnum sjálfum og straumum og stefnum í síbreytilegum heimi upplýsingatækni.
Nánar um verkefnið og afurðir:
Á átta vikum er farið í gegnum fjögur skref undir handleiðslu reynslumikilla ráðgjafa DataLab og í nánu samstarfi við tengiliði hjá verkkaupa.
#1 Við byrjum á því að fræða starfsfólk um gagnalausnir, gervigreind og verkefnið framundan.
#2 Því næst tökum við ítarleg viðtöl við stjórnendur og sérfræðinga til að greina stöðuna á lykilþáttum sem styðja við hagnýtingu tækninnar.
#3 Svo skilgreinum við úrbótaverkefni og kortleggjum og forgangsröðum tækifærum fyrir hagnýt gagnaverkefni sem hafa þýðingu og ávinning fyrir reksturinn en eru jafnframt viðráðanleg að umfangi og fjárfestingu og mætti ráðast í strax í kjölfarið.
#4 Vegvísinum lýkur með skjalfestri aðgerðaáætlun sem miðar að hagnýtingu stafrænna gagna, gervigreindar og gagnatækni sem styðja við stefnu og markmið fyrirtækisins.
Stafvæðing undanfarinna ára með tilheyrandi gagnasöfnun og tækniþróun hefur skapað tækifæri til að hagnýta gögn og gervigreindartækni til að bæta rekstur og þjónustu.
Vegvísir setur málefnið í fókus svo grípa megi til markvissra aðgerða.
DataLab hefur frá stofnun árið 2016 sett fókusinn á hagnýtingu gagna í sífellt snjallari lausnum. Sérfræðingar DataLab hafa komið víða við, hjá fjölbreyttum hópi stofnana og fyrirtækja hér á landi, og leyst úr læðingi verðmæti sem felast í gögnum. Þekking þeirra á viðfangsefninu byggir á þróun og innleiðingu fjölmargra gagnalausna við fjölbreyttar aðstæður.
Þessi hagnýta þekking á því sem þarf til að leysa alvöru vandamál er grunnur þeirrar ráðgjafar sem veitt er í Vegvísi. Þessi þekking heldur okkur og jörðinni, gerir okkur kleift að greina hin viðskiptalegu og tæknilegu sjónarmið og koma fram með raunhæfar tillögur sem nýtast íslenskum fyrirtækjum og stofnunum strax í dag.
Samstarfsaðili DataLab í Vegvísi er Origo og sækjum við þangað sérþekkingu - eftir þörfum - við vinnslu verkefnisins, t.d. á sviði reksturs skýjaumhverfis og gagnaöryggis.
Framfarir á sviði Generative AI | Spunagreindar hafa skapað tækifæri til að fela tölvum fleiri verkefni en áður var mögulegt. Afraksturinn er m.a....
Fram er komin ný tegund hugbúnaðar sem hugsar með mállíkönum. Við köllum það spunagreind (e. Generative AI) og blasa tækifærin við hvert sem litið...
Skrifstofa Alþingis hefur gert samning við DataLab um hagnýtingu gervigreindarlausna í starfsemi skrifstofunnar. DataLab mun vinna aðgerðaáætlun um...