2 min read

Vegvísir um hagnýtingu gervigreindar

Vegvísir um hagnýtingu gervigreindar

Framfarir á sviði gervigreindar hafa skapað tækifæri til að fela tölvum fleiri verkefni en áður. Afraksturinn er sjálfvirkni og skilvirkni og starfsfólk sem tekur betri ákvarðanir. 

Tæknin er öllum aðgengileg sem bera sig eftir henni og bætist við úrval öflugrar gagnatækni sem þegar var til staðar. 

Stóra spurningin er ekki hvort heldur… 

…hvernig ætlar þinn vinnustaður að hagnýta gagnatækni og gervigreindarlausnir í starfseminni? 

DataLab býður íslenskum fyrirtækjum og stofnunum Vegvísi um hagnýtingu gervigreindar, sem er 8 vikna vegferð þar sem stóru spurningunni er svarað. Um leið er lagður grunnur að samkeppnishæfni í gagnadrifnum heimi þar sem snjöll hagnýting gagna skilur á milli þeirra sem ná árangri og þeirra sem staðna.

Teymi DataLab
Teymi DataLab í ágúst 2024

Hjá DataLab starfa framúrskarandi sérfræðingar í hagnýtingu gervigreindar og gagnatækni sem hafa aðstoðað fjölmörg fyrirtæki og stofnanir að hagnýta stafræn gögn í snjöllum lausnum.

 

Nýtum gögnin. Náum árangri. 

Tækifærin sem blasa við þeim sem taka af skarið eru mörg og fjölbreytt.

  • Greindir ráðgjafar (AI Assistants) sem nýta spunagreind (GenAI) auka aðgengi starfsfólks að þekkingu sem nýtist í starfi og bæta ákvarðanir og þjónustu. 
  • Starfsfólk getur kallað fram tölulegar upplýsingar, mælikvarða og myndir með fyrirspurnum á íslensku/ensku og þannig tekið fleiri gagnadrifnar ákvarðanir. 
  • Sjálfvirknivæðing endurtekinna og tímafrekra verkefna stuðlar að betra vinnulagi og ánægðara starfsfólki.
  • Forspárlíkön skapa virði með því að draga úr óvissu, áhættu og sóun í rekstri. 
  • Myndræn framsetning sem veitir innsýn og innblástur, jafnvel í rauntíma, stuðlar að enn betri ákvörðunum.  

Afurð Vegvísis

Afurð Vegvísis er aðgerðaáætlun um hagnýtingu gagna, gervigreindar og gagnatækni. Hún er unnin á grundvelli viðtala við starfsfólk og rýni á umhverfinu, markaðnum, vinnustaðnum sjálfum og straumum og stefnum í síbreytilegum heimi upplýsingatækni. 

Nánar um verkefnið og afurðir: 

  • Lykilspurningum um hagnýtingu stafrænna gagna, gervigreindar og gagnatækni í starfseminni er svarað.   
  • Framkvæmt er stöðumat á fimm lykilþáttum sem styðja við hagnýtingu tækninnar; hversu tilbúinn er vinnustaðurinn? 
  • Sett er fram aðgerðaáætlun til næstu 1-2 ára vegna hagnýtingu gagna, gervigreindar og gagnatækni í starfseminni. 
  • Hagnýt gagnaverkefni eru valin, útfærð og forgangsraðað. 

 

Datalab gif blue on white background

 

Framvinda í fjórum skrefum

Á átta vikum er farið í gegnum fjögur skref undir handleiðslu reynslumikilla ráðgjafa DataLab og í nánu samstarfi við tengiliði hjá verkkaupa.

#1  Við byrjum á því að fræða starfsfólk um gagnalausnir, gervigreind og verkefnið framundan.

#2  Því næst tökum við ítarleg viðtöl við stjórnendur og sérfræðinga til að greina stöðuna á lykilþáttum sem styðja við hagnýtingu tækninnar.

#3  Svo skilgreinum við úrbótaverkefni og kortleggjum og forgangsröðum tækifærum fyrir hagnýt gagnaverkefni sem hafa þýðingu og ávinning fyrir reksturinn en eru jafnframt viðráðanleg að umfangi og fjárfestingu og mætti ráðast í strax í kjölfarið.

#4  Vegvísinum lýkur með skjalfestri aðgerðaáætlun sem miðar að hagnýtingu stafrænna gagna, gervigreindar og gagnatækni sem styðja við stefnu og markmið fyrirtækisins.

Stafvæðing undanfarinna ára með tilheyrandi gagnasöfnun og tækniþróun hefur skapað tækifæri til að hagnýta gögn og gervigreindartækni til að bæta rekstur og þjónustu.  

Vegvísir setur málefnið í fókus svo grípa megi til markvissra aðgerða. 

mannaudsdagurinn_2024-57-1
Brynjólfur Borgar, stofnandi DataLab, hélt erindi um gervigreind á Mannauðsdeginum í október 2024

 

Ávinningur Vegvísis 

  • Skýr framfaraskref í átt að gagnadrifnum umbótum og rekstri sem styðja við markmið og áherslur. 
  • Aukin samstaða, vitund og þekking meðal starfsfólks og stjórnenda á tækifærum til að hagnýta gervigreind í starfseminni og skrefunum sem þarf að taka. 
  • Raunhæf markmið til 1-2 ára og aðgerðir sem færa vinnustaðinn í rétta átt. 
  • Stjórnendur fá nauðsynlega yfirsýn um stöðu á lykilþáttum er snúa að hagnýtingu gagnatækni í starfseminni og úrbótaverkefni liggja fyrir. 
  • Hagnýt gagnaverkefni valin, metin og útfærð svo hægt sé að forgangsraða þeim og hefjast handa. 

 

Af hverju Vegvísir með DataLab?

DataLab hefur frá stofnun árið 2016 sett fókusinn á hagnýtingu gagna í sífellt snjallari lausnum. Sérfræðingar DataLab hafa komið víða við, hjá fjölbreyttum hópi stofnana og fyrirtækja hér á landi, og leyst úr læðingi verðmæti sem felast í gögnum. Þekking þeirra á viðfangsefninu byggir á þróun og innleiðingu fjölmargra gagnalausna við fjölbreyttar aðstæður.

Þessi hagnýta þekking á því sem þarf til að leysa alvöru vandamál er grunnur þeirrar ráðgjafar sem veitt er í Vegvísi. Þessi þekking heldur okkur og jörðinni, gerir okkur kleift að greina hin viðskiptalegu og tæknilegu sjónarmið og koma fram með raunhæfar tillögur sem nýtast íslenskum fyrirtækjum og stofnunum strax í dag.

Samstarfsaðili DataLab í Vegvísi er Origo og sækjum við þangað sérþekkingu - eftir þörfum - við vinnslu verkefnisins, t.d. á sviði reksturs skýjaumhverfis og gagnaöryggis.

 

Hagnýting gervigreindar er framundan á þínum vinnustað. 

Vegvísir frá DataLab tryggir markvissar ákvarðanir frá upphafi. 

 

vegvisir_medundir@2x (1)

Bókaðu fund til að heyra meira

 

Vegvísir er snjallt fyrsta skref – ekki sitja eftir í rykinu

Vegvísir er snjallt fyrsta skref – ekki sitja eftir í rykinu

Íslensk fyrirtæki hafa mörg ráðist í umfangsmikla stafvæðingu undanfarin misseri. Hið sama má segja um opinberar stofnanir. Slegist er um öfluga...

Read More
Gagnasmiðjur eru samsetningarverkstæði snjallra lausna

Gagnasmiðjur eru samsetningarverkstæði snjallra lausna

Það er ekki heiglum hent að setja sig inn í hraða þróun og harða samkeppni á markaði með gagnalausnir. Tækninni fleygir hratt fram á sama tíma og...

Read More
Gervigreind og snjallar lausnir í opinberri þjónustu – I. hluti: Hindranir og tækifæri

Gervigreind og snjallar lausnir í opinberri þjónustu – I. hluti: Hindranir og tækifæri

Notkun gervigreindar og snjallra lausna í opinbera geiranum eykst stöðugt um allan heim.

Read More