5 þroskastig snjallvæðingar – hvar er þitt fyrirtæki statt?
Gervigreindin er í dag á svipuðum stað og rafmagnið var um 1910 eða internetið 1990, en áhrif hennar verða ekki minni en tæknibyltinganna tveggja...
Framfarir á sviði Generative AI | Spunagreindar hafa skapað tækifæri til að fela tölvum fleiri verkefni en áður var mögulegt. Afraksturinn er m.a. sjálfvirkni og aukin skilvirkni á ýmsum sviðum og starfsfólk sem tekur betri ákvarðanir.
Þessi tækni er öllum aðgengileg sem bera sig eftir henni og bætist við úrval öflugrar gagnatækni sem þegar var til staðar.
Stóra spurningin er ekki hvort heldur…
…hvernig ætlar þitt fyrirtæki að hagnýta gagnatækni og gervigreindarlausnir í starfseminni?
Hjá DataLab starfa framúrskarandi sérfræðingar í hagnýtingu gervigreindar og gagnatækni sem hafa aðstoðað fjölmörg fyrirtæki og stofnanir að hagnýta stafræn gögn til að skapa virði.
DataLab býður íslenskum fyrirtækjum og stofnunum Vegvísir um hagnýtingu gervigreindar sem er 8 vikna vegferð þar sem stóru spurningunni er svarað. Um leið er lagður grunnur að samkeppnishæfni í gagnadrifnum heimi þar sem hagnýting gagnatækni skilur á milli þeirra sem ná árangri og þeirra sem staðna.
Tækifærin sem blasa við þeim sem taka af skarið eru mörg og fjölbreytt.
Afurð Vegvísis er aðgerðaáætlun um hagnýtingu gervigreindar og gagnatækni. Hún er unnin á grundvelli viðtala við starfsfólk og rýni á umhverfinu, markaðnum, fyrirtækinu sjálfu og straumum og stefnum í síbreytilegum heimi upplýsingatækni.
Stafvæðing undanfarinna ára með tilheyrandi gagnasöfnun og tækniþróun hefur skapað tækifæri til að hagnýta gögn og gervigreindartækni til að bæta rekstur og þjónustu.
Vegvísir setur málefnið í fókus svo grípa megi til markvissra aðgerða.
Hagnýting gervigreindar er framundan hjá þínu fyrirtæki.
Vegvísir frá DataLab tryggir markvissar ákvarðanir frá upphafi.
Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Borgar Jónsson hjá DataLab
binniborgar@datalab.is | 693 0100
Gervigreindin er í dag á svipuðum stað og rafmagnið var um 1910 eða internetið 1990, en áhrif hennar verða ekki minni en tæknibyltinganna tveggja...
Generative AI – eða spunagreind – fer nú eins og eldur um sinu hvert sem litið er. Það heyrast spádómar um endalok Google og netsins eins og við...
Notkun gervigreindar og snjallra lausna í opinbera geiranum eykst stöðugt um allan heim.