Vegvísir um hagnýtingu gervigreindar
Framfarir á sviði gervigreindar hafa skapað tækifæri til að fela tölvum fleiri verkefni en áður. Afraksturinn er sjálfvirkni og skilvirkni og...
Skrifstofa Alþingis hefur gert samning við DataLab um hagnýtingu gervigreindarlausna í starfsemi skrifstofunnar. DataLab mun vinna aðgerðaáætlun um hagnýtingu gervigreindar til allt að tveggja ára, sem verður unnin á grundvelli samtala við starfsfólk skrifstofu Alþingis og rýni á ýmsum gögnum auk þess að taka tillit til nýjustu strauma á sviði upplýsingatækni og gervigreindar.
Meðfylgjandi mynd var tekin í desember sl. og sýnir þau Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, og Brynjólf Borgar Jónsson, framkvæmdastjóra DataLab, handsala samstarfið.
Aðgerðaáætlun um hagnýtingu gervigreindar samanstendur af stöðumati, raunhæfum markmiðum, úrbótaverkefnum og kortlagningu tækifæra til að hagnýta gervigreind.
Fjallað er um samstarfið á vef Alþingis.
Hér má fá ítarlegri upplýsingar um Vegvísi frá DataLab.
Framfarir á sviði gervigreindar hafa skapað tækifæri til að fela tölvum fleiri verkefni en áður. Afraksturinn er sjálfvirkni og skilvirkni og...
Fram er komin ný tegund hugbúnaðar sem hugsar með mállíkönum. Við köllum það spunagreind (e. Generative AI) og blasa tækifærin við hvert sem litið...
Vangaveltur innblásnar af nýlegum framförum á sviði Generative AI.