Generative AI hjá DataLab: Stafrænir ráðgjafar og mælaborð sem spjalla
Generative AI – eða spunagreind – fer nú eins og eldur um sinu hvert sem litið er. Það heyrast spádómar um endalok Google og netsins eins og við...
              Snemma sumars 2025 hóf María Ármann störf hjá DataLab sem sérfræðingur á sviði gagnavísinda og gervigreindar.  
Hún bætist í stækkandi hóp sérfræðinga hjá DataLab sem tóku henni fagnandi enda er María afar fær á sínu sviði og færir fjör í leikinn! 
Fyrr á árinu útskrifaðist María með M.Sc. í Business Analytics frá Vrije University í Amsterdam. Áður hafði hún lokið B.Sc. í hagnýttri stærðfræði frá HÍ. 
Við gefum Maríu orðið:
Þegar ég gekk til liðs við Datalab var mér efst í huga að starfa hjá framúrskarandi fyrirtæki á sviði gagnavísinda og gervigreindar, í umhverfi þar sem skemmtilegt og klárt fólk vinnur saman að spennandi verkefnum. DataLab hefur í alla staði staðið undir þeim væntingum og rúmlega það. Hér hef ég fengið tækifæri til þess að nýta þekkingu mína í fjölbreyttum verkefnum sem snúa að gagnavísindum og gervigreind til þess að skapa raunverulegt virði fyrir viðskiptavini, samhliða því að fá dýrmætt tækifæri til þess að læra af samstarfsfólki og dýpka þekkingu mína enn frekar. Ég hlakka mikið til að halda áfram að takast á við öll þau spennandi verkefni hjá DataLab sem framundan eru.
Meðal fyrri vinnustaða Maríu má nefna Men & Mice, Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 
DataLab hefur komið sér fyrir í hringiðu gervigreindarbyltingarinnar hér á landi og býður lausnir og þjónustu sem styður hagnýtingu gagna og gervigreindar. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru lykilstofnanir og framúrskarandi fyrirtæki. 
Meðal verkefna Maríu hjá DataLab má nefna afkomuspá ríkisaðila fyrir Fjársýsluna, Snjöll mælaborð á grunni snjallmælagagna fyrir Veitur og forspá um raforkueftirspurn fyrir Orku Náttúrunnar. 
Við bjóðum Maríu velkomna í hópinn. 
    
    
    
Generative AI – eða spunagreind – fer nú eins og eldur um sinu hvert sem litið er. Það heyrast spádómar um endalok Google og netsins eins og við...
    
    
    
Við hjá DataLab höfum verið iðin við að mæta á vinnustaði og flytja Hugvekjur um gervigreind, sem er oft fyrsta skrefið þegar kemur að markvissri...
    
    
    
Gervigreindarlausnir snúast í eðli sínu um að leysa hið ófyrirséða. Hvernig breytir það nálgun okkar á þróun þeirra? Sigurður Óli Árnason,...