1 min read

HandaVinnuStofa

HandaVinnuStofa

Við hjá DataLab höfum verið iðin við að mæta á vinnustaði og flytja Hugvekjur um gervigreind, sem er oft fyrsta skrefið þegar kemur að markvissri hagnýtingu tækninnar á vinnustaðnum. Þær skipta tugum sem haldnar hafa verið út um allt land; fyrirtæki og stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök, við alls kyns tækifæri.

Áhuginn eykst.

Næsta rökrétta skref er svo að prófa sig áfram með þessa tækni og höfum við nú sett saman 'hands-on' vinnustofu eða HandaVinnuStofu um hagnýtingu gervigreindar.

Þetta er þriggja tíma prógramm ætlað öllu starfsfólki þar sem við leitumst við að valdefla starfsfólk og vinnustaðinn til að hefja markvissa notkun gervigreindar. Einnig ræðum við og metum hugmyndir að hagnýtingu gervigreindar hjá vinnustaðnum.

Skiptum þessu í fjóra hluta:

  1. Gervigreind: Svörum nokkrum lykilspurningum.
  2. Hefjumst handa: Notum tólin skynsamlega.
  3. Hugmyndir: Góðar hugmyndir þátttakenda ræddar og útfærðar.
  4. Hvað svo? Örstutt um næstu skref.

Myndin hér að neðan var tekin  undir lok fyrstu vinnustofunnar sem við héldum með Almenna Lífeyrissjóðnum föstudaginn 16. maí sl.

Þeir Brynjólfur Borgar og Sigurður Óli voru við stjórnvölinn og gekk vinnustofan afar vel.

Við værum til í að gera þetta oftar. Absalútt!

Sendu okkur línu ef þú hefur áhuga á að halda slíka vinnustofu á þínum vinnustað.

datalab@datalab.is

IMG_1372

Tveir gervigreindarráðgjafar á vinnustofu. Annar með axlabönd (Binni Borgar) og hinn með belti (Sigurður Óli). Það er aldrei of varlega farið!

María Ármann til DataLab

María Ármann til DataLab

Snemma sumars 2025 hóf María Ármann störf hjá DataLab sem sérfræðingur á sviði gagnavísinda og gervigreindar. Hún bætist í stækkandi hóp sérfræðinga...

Read More
Þrjú til DataLab

Þrjú til DataLab

DataLab hefur komið sér fyrir í hringiðu gervigreindarbyltingarinnar á Íslandi.

Read More
Hagnýting gervigreindar hjá sveitarfélögum

Hagnýting gervigreindar hjá sveitarfélögum

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið DataLab til að leiða vinnu við kortlagningu tækifæra er varða gervigreind hjá sveitarfélögum á...

Read More