Klár í gervigreind?
Fram er komin ný tegund hugbúnaðar sem hugsar með mállíkönum. Við köllum það spunagreind (e. Generative AI) og blasa tækifærin við hvert sem litið...
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið DataLab til að leiða vinnu við kortlagningu tækifæra er varða gervigreind hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Verkefnið gengur út á að skoða hvernig sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu geta nýtt sér tækni gervigreindar á sameiginlegum vettvangi til að auka skilvirkni og bæta þjónustu við íbúa.
Myndin sem hér fylgir var tekin við undirritun rafræns samnings 24. maí 2025. Þeir Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH og Brynjólfur Borgar framkvæmdastjóri DataLab undirrituðu samninginn.
Verkefnið hefst nú í júní og lýkur síðla sumars eða snemma í haust.
Sjá einnig í fréttatilkynningu á vef SSH.
-----
Hér má lesa um verkefni með svipað markmið sem DataLab leysti fyrir Orku náttúrunnar.
Fram er komin ný tegund hugbúnaðar sem hugsar með mállíkönum. Við köllum það spunagreind (e. Generative AI) og blasa tækifærin við hvert sem litið...
Gott, viðburðaríkt, krefjandi og skemmtilegt ár er að baki hjá DataLab.
Við hjá DataLab höfum verið iðin við að mæta á vinnustaði og flytja Hugvekjur um gervigreind, sem er oft fyrsta skrefið þegar kemur að markvissri...