1 min read

Hlaðvarpið: Framtíðin er gagnadrifin

Hlaðvarpið: Framtíðin er gagnadrifin

Brynjólfur Borgar Jónsson, forsprakki DataLab, mætti hundblautur í Origo stúdióið eitt föstudagseftirmiðdegi snemma sumars. Hann kom þangað hjólandi frá höfuðstöðvum DataLab í miðbænum í einni mestu hellidembu ársins en lét það ekki á sig fá og settist niður með Svövu Kristinsdóttur umsjónarmanni ‘Tæknilega séð’ til að spjalla á léttu nótunum um þau gríðarmörgu tækifæri sem felast í gervigreind fyrir fyrirtæki og stofnanir. 

Hægt er að hlusta á Origo hlaðvarpið á Spotify eða bara fara á heimasíðu hlaðvarpsins.

Þau fara vítt og breitt um sviðið og ræða m.a. stöðuna og tækifærin til að hagnýta gervigreind hér heima, þróun tækninnar almennt og velta upp ýmsum álitamálum sem tengjast hagnýtingu hennar. Bakgrunnur Brynjólfs í bransanum og sagan á bakvið DataLab koma líka til tals.

Rúmlega klukkutíma spjall og þegar út var komið var hætt að rigna og Brynjólfur gat hjólað þokkalega þurr inn í helgina.


Í rennblautum buxum og skóm í kjallaranum hjá Origo

 

Ari margfaldar afköst sérfræðinga

Ari margfaldar afköst sérfræðinga

Ari er kominn til starfa í íslenskum stofnunum og fyrirtækjum Spunagreindin (e. generative AI) hefur farið eins og stormsveipur um samfélög manna...

Read More
Valdi gervigreindina í Reykjavík fram yfir New York

Valdi gervigreindina í Reykjavík fram yfir New York

Axel Örn Jansson er nýjasti meðlimur Datalab teymisins, en hann kemur fullur af eldmóð og nýstárlegum hugmyndum úr meistaranámi sínu í...

Read More
„Gervigreindin gefur okkur sköpunarkraft“

1 min read

„Gervigreindin gefur okkur sköpunarkraft“

Ungt fólk er áberandi meðal þeirra sem leiða vagninn í þróun gervigreindar. Það er ekki skrýtið, enda er þar unnið á jaðrinum, með nýjustu þekkingu...

Read More