3 min read

Ari er

Ari er

Ari er stafræn lausn sem eykur til muna aðgengi starfsfólks að þekkingu sem falin er í texta. 

Ari notar spunagreind til að lesa og læra texta á íslensku og svara fyrirspurnum á þeim grunni. 

Ari er því gervigreindarlausn og nýtir mállíkanið GPT-4 turbo frá OpenAI.

Ari þjappar þekkingu sem falin er í texta í auðmeltanlega og sérsniðna mola.  

Notandi spyr og fær svarið um hæl. 

Ari er fyrsta lausn DataLab sem notar spunagreind eða Generative AI – nánari upplýsingar hér. Fleiri slíkar eiga eftir að koma fram næstu mánuðum.

Ari í hnotskurn

Ari er klár í íslensku og ensku

Ari svarar fyrirmælum á íslensku sem stenst ítrustu kröfur. Ari er fróðleiksfús lestrarhestur og ræður vel við texta þar sem sjaldgæf eða sértæk (e. domain specific) orð eru notuð. Þess vegna má segja að Ari verði sannkallaður sérfræðingur í starfseminni sem starfsfólk getur leitað til vegna einfaldara og flóknari fyrirspurna.

Sérsniðinn innlestur á gögnum og þróaðar leitaraðferðir tryggja betri svör á íslensku og þekkingu á sértækum orðaforða eins og oft er ráðandi í þekkingarbrunni fyrirtækja og stofnana. Þessi tækni er aðeins í boði í lausnum DataLab.

Ari getur einnig svarað á ensku og þýtt úr íslensku yfir á ensku. 

Ari er eldklár 

Ari heldur þræði í samtölum og vísar ávallt í heimildir svo notendur geti fullvissað sig um réttmæti svara og lesið sig nánar til í frumheimildum. 

Svo getur hann gert ýmislegt meira en að svara spurningum. Hann getur t.d. skrifað tölvupósta, dregið fram aðalatriðin í löngum texta og jafnvel skrifað ræður.  

Ari er allaf að lesa og læra

Ari tengist algengum skjalageymslum, t.d. Sharepoint og Confluence, og einnig les hann vefi. Þegar gögnin breytast, uppfærast jafnframt svör með sjálfvirkum hætti. Þannig er tryggt að svörin endurspegli ávallt nýjustu útgáfu skjala.  

Ari veit þó ekki allt 

Ari byggir svör sín eingöngu á fyrirliggjandi textagögnum sem geta verið umfangsmikil. Þar er byggt á aðferðafræði sem heitir Retrieval-Augmented Generation eða RAG sem eykur til muna áreiðanleika svara.  

Ef notandi fer út fyrir efnið segir Ari einfaldlega ‘pass’. 

Ari er í skýjunum 

Ari er skýjalausn (Azure) og er komið fyrir í umhverfi (e. tenant) viðskiptavina. DataLab getur einnig hýst Ara í sínu eigin Azure umhverfi ef þess er óskað.

Samskipti við Azure OpenAI (innan ESB) eru dulkóðuð (TLS). Samskipti við vigurgeymslur (e. vector stores) eru dulkóðuð ‘in transit’ og ‘at rest’.

Ari er traustur  

Unnið er að því að hjúpa Ara í bestu fáanlegu öryggistækni svo notendur geti leyft Ara að lesa viðkvæm gögn og fullnægt ítrustu öryggiskröfum. 

Ara er komið fyrir í starfseminni á nokkrum vikum 

Við köllum það ‘tengingu og aðlögun’. Við veitum Ara aðgang að þekkingarbrunni, t.d. á Sharepoint, gefum honum tækifæri til að lesa og læra og átta sig á sérstökum aðstæðum. Einnig þarf að búa svo um hnútana að Ari byggi svör sín á nýjustu gögnum hverju sinni. 

DataLab sér um tengingu og aðlögun og að nokkrum vikum liðunum getur starfsfólk átt samskipti við Ara í dagsins önn í vafra í eigin tölvu. 

DataLab sér um rekstur og viðhald 

DataLab tryggir í kjölfarið virkni, uppfærslur og áframhaldandi þróun samhliða framþróun hinnar undirliggjandi tækni. Gera má ráð fyrir talsverðum framförum á næstu 12-24 mánuðum og er það hlutverk DataLab að skila þeim alla leið til notenda.

Hvað gerir Ari fyrir starfsemina? 

Við getum nefnt nokkur augljós atriði: 

  • Aukið aðgengi starfsfólks að þekkingu stuðlar að betri ákvörðunum 
  • Styttri tími fer í skimun og lestur skjala og meiri tími í hagnýtingu þekkingar 
  • Aukið sjálfstæði starfsfólks leiðir til skjótari og betri afgreiðsla mála 
  • Sérfræðingar fá þá meiri tíma til að sinna áhugaverðum og krefjandi úrlausnarefnum 
  • Nýtt starfsfólk er fljótara að læra og þekking tapast síður þegar starfsfólk yfirgefur vinnustaðinn 

Við hjá DataLab reynum nú oftast að halda okkur á jörðinni en við fullyrðum að spunagreind og góðar hugbúnaðarlausnir sem nýta hana muni bylta því hvernig við nálgumst og vinnum úr þekkingu sem falin er í texta og tölum. 

Ari hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga 

Hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefur Ari verið í ‘tengingu og aðlögun’ í nokkra mánuði. Hann hefur m.a. lesið og lært sveitarstjórnarlög, mörg hundruð reglugerðir og alla kjarasamninga sem honum hafa verið réttir. Svo gerir hann sér lítið fyrir og svarar fyrirspurnum notenda á þeim grunni á góðri íslensku og vísar í heimildir.  

Sjón er sögu ríkari…

 

Af hverju Ari?

Auðvitað er Ari fróði Þorgilsson (f. 1067 – d. 1148) ofarlega í huga. Höfundur Íslendingabókar og Landnámu og talinn upphafsmaður þeirrar hefðar að skrifa handrit á íslensku (forn-norrænu) fremur en latínu eins og lenskan var á þeim tíma. Svo var Ari fróði gjarn á að vísa í heimildir sem okkur þykir til fyrirmyndar. 

Þeir nafnar eiga því ýmislegt sameiginlegt. 

Ari fróði og Ari klári. 

Nú eru nákvæmlega 900 ár síðan Ari hóf að skrifa Íslendingabók og tímabært að einhver haldi nafni hans á lofti á gervigreindaröld.  

Svo hafa glöggir lesendur áttað sig á því að það eru ansi mörg orð í íslensku sem enda á …ari. Við getum nefnt forritari, skrifari, teiknari.  

Eftir því sem við náum betri tökum á spunagreindinni má gera ráð fyrir að við felum lausnum eins og Ara sífellt fleiri verkefni.  

Hann verður líklega aldrei kallaður bakari, rokkari eða fiskari en mögulega ritari og allsherjar meðhjálpari í dagsins önn : )

Ari er þarfasti þjónninn frá DataLab. 

DataLabbar á góðri stundu
„Gervigreindin gefur okkur sköpunarkraft“

1 min read

„Gervigreindin gefur okkur sköpunarkraft“

Ungt fólk er áberandi meðal þeirra sem leiða vagninn í þróun gervigreindar. Það er ekki skrýtið, enda er þar unnið á jaðrinum, með nýjustu þekkingu...

Read More
Ari margfaldar afköst sérfræðinga

Ari margfaldar afköst sérfræðinga

Ari er kominn til starfa í íslenskum stofnunum og fyrirtækjum Spunagreindin (e. generative AI) hefur farið eins og stormsveipur um samfélög manna...

Read More
Skalanleg spunagreind

Skalanleg spunagreind

RAG lausnir Lausnir sem nýta sér stór mállíkön (LLM) til að svara spurningum frá notendum hafa tekið stórstígum framförum en hafa þó rekist á veggi....

Read More