3 min read

Vegvísir er snjallt fyrsta skref – ekki sitja eftir í rykinu

Vegvísir er snjallt fyrsta skref – ekki sitja eftir í rykinu

Íslensk fyrirtæki hafa mörg ráðist í umfangsmikla stafvæðingu undanfarin misseri. Hið sama má segja um opinberar stofnanir. Slegist er um öfluga leiðtoga og sérfræðinga til að leiða hina stafrænu umbreytingu. 

Íslendingar eru ekki einir á þeirri vegferð – heimshagkerfið allt stefnir hraðbyri inn í hina svokölluðu fjórðu iðnbyltingu, sem sækir kraft sinn meðal annars í mikinn veldisvöxt í vinnslugetu tölva, skýjarekstur og 5G IoT tækni. 

Í dag eru það stafræn gögn og getan til að búa til úr þeim verðmæti sem knýr áfram heimshagkerfið.

Fjórða iðnbyltingin mun trúlega hafa meiri áhrif en tilkoma rafmagnsins eða internetsins fyrir um 25 árum. En það er alls ekki sjálfsagt að öll fyrirtæki lifi af hina miklu kerfisumsköpun sem framundan er og þegar er hafin. 

Mýtan um að krísa og tækifæri séu hvor sinn endinn á sömu spýtunni hefur aldrei átt jafn vel við og nú.

Mörg fyrirtæki munu nefnilega leggja upp laupana, en þau sem taka hugrökk og ákveðið á móti tækninni munu standa eftir sigurreif. 

Leikreglurnar eru breyttar, þróunin er gríðarhröð og því mikilvægt að taka strax fyrstu skrefin í nýju leikkerfi. Líklega er stefna og áætlanagerð til fimm ára framvegis úreld aðferðafræði, í hvaða geira sem er. Krítískt hugtak í allri framtíðarþróun verður „Agile“ – og þá borgar sig að hafa tæknina með sér í liði. 

Nú er að hrökkva eða stökkva. Lykilþáttur velgengni í nýju hagkerfi er að nýta stafræn gögn til að hagræða, bæta þjónustu og þróa nýjar vörur og lausnir

En hvar og hvernig á að byrja? Datalab hefur þróað aðferðafræði sem hefur reynst mjög vel í fyrstu skrefum snjallvegferðar íslenskra fyrirtækja. Hún ber heitið Vegvísir og verður hér gert grein fyrir lykilþáttum hennar.

Fræðsla og stöðumat

Snjallvæðingin er hið rökrétta framhald stafvæðingar og snjallar gagnalausnir nýta reiknirit gervigreindar til að búa til verðmæti og virðisauka. En snjallvæðing kallar á ýmislegt fleira en uppsetningu á reikniritum til að smjatta á gagnafjöllum eða spjallmenni í netspjallið til að létta á þjónustuverinu. 

Til að taka fullan þátt í nýju tækniumhverfi þarf skipulagsheildin öll að þróa með sér nokkurs konar „gagnamenningu“ sem snýr að áherslu og skilningi á mikilvægi og verðmæti stafrænna gagna, sem sé öflun þeirra, flokkun og úrvinnslu. 

Það er því við hæfi að gangsetning Vegvísis fari fram með fræðslu fyrir starfsfólk um gagnavísindi, gervigreind og hvaða áskoranir – og tækifæri – eru framundan.

Vinnan sjálf hefst svo með stöðumati. Spyrja þarf spurninga eins og:

  • Hvernig eru gæði gagnanna? Eru þau nægileg og tæk sem fóður í snjalllausnir?
  • Hvaða kerfi þurfa að tala saman? Hvaða tengingum þarf að koma á? Er skýjavæðing hafin?
  • Hver er þekking á gagnavísindum og tæknileg geta í fyrirtækinu? 
  • Hvernig styður menning og skipulag við gagnalausnir? 
  • Hvað er að gerast á viðkomandi markaði eða starfsumhverfi? Hvernig nýtist hin nýja tækni fyrirtækinu best?
  • Hver er stefna félagsins og hvernig styður hún við gagnamenningu? Þarf að endurskoða viðskiptalíkön (hint: jú, þess þarf)?

Til að hægt sé að taka næsta skref þurfa svör við þessum spurningum að liggja fyrir. Þau eru dregin fram með ítarlegum viðtölum við stjórnendur, sérfræðinga og lykilstarfsmenn í fyrirtækinu. 

 

Bjarni Bragi stendur í ströngu við greiningu gagna úr vinnulotu Vegvísis.

Bjarni Bragi stendur í ströngu við greiningu gagna úr vinnulotu Vegvísis.

 

Greining niðurstaðna og fyrsta verkefni skilgreint

Þegar þessi úttekt hefur farið fram er næsta skref að greina upplýsingarnar og kortleggja tækifæri sem þar birtast fyrir fyrstu snjallverkefnin. Þeim er forgangsraðað á þessum grunni en fyrsta verkefnið er valið á þeirri forsendu að 

  • það taki mið af stefnu og markmiðum í rekstrinum
  • gögn séu tiltæk og af nægilegum gæðum
  • áþreifanlegur niðurstaða og árangur náist fljótt
  • það stuðli að verðmætum lærdómi og veiti stuðning við næstu verkefni

Það er mikilvægt að fyrsta verkefnið sé vel valið svo bæði stjórnendur og starfsmenn sjái tilgang og ávinning af áframhaldandi vegferð. Vegferðin er að vísu óumflýjanleg, með einum eða öðrum hætti, en vel lukkað fyrsta verkefni auðveldar næstu skref til mikilla muna, fyrir alla aðila.

Maður að klifra upp stiga

Það getur verið erfitt að taka fyrstu skrefin á óvissri vegferð, en með hverju þrepi eykst öryggið og leiknin.

Stefna og næstu aðgerðir

Vegvísi sem verkefni lýkur með skjalfestri samantekt, stefnu og aðgerðaáætlun um snjallvæðingu til næstu 1-2 ára. Þar eru lagðar fram tillögur að breytingum í skipulagi og innviðum og lagðar línur fyrir næstu snjallverkefni, sem er forgangsraðað eftir mikilvægi miðað við forsendur og markmið í rekstrinum.

Vegferðin er þroska- og lærdómsferli

Markmið Datalab er að viðskiptavinurinn taki sín fyrstu skref inn í nýtt hagkerfi þar sem stafræn gögn og gervigreind skilja milli feigs og ófeigs.

Það er mikilvægt að hafa í huga að vegferðin er lærdómsferli þar sem hlýtur að markast af tilraunastarfsemi. Tæknin sjálf er í mikilli þróun og hraðar breytingar eiga sér stað á örfáum mánuðum.

Sum verkefni munu skila áþreifanlega meiri ávinningi en önnur. En dýrmætast er að hefja vegferðina, virkja starfsfólk og hlúa að sannkallaðri gagnamenningu sem óttast ekki nýja tækni heldur þvert á móti fagnar henni og þeim möguleikum sem hún færir.

Slík fyrirtæki eru tilbúin í flestan sjó.

Hans Júlíus Þórðarson.

 

Hefjumst handa við snjallvæðinguna!

Hefjumst handa við snjallvæðinguna!

Sjálfvirknivæðing með gervigreind að vopni mun á þessum áratug búa til verðmæti í heimshagkerfinu sem svarar til um 15,7 þúsund milljörðum dollara....

Read More
Oceans nýtir auðlindir í hafsjó gagna [reynslusaga]

Oceans nýtir auðlindir í hafsjó gagna [reynslusaga]

Datalab og Oceans smíða snjallar gagnalausnir Fjórða iðnbyltingin er handan við hornið en hún snýst fyrst og fremst um hagnýtingu gagna og...

Read More
5 þroskastig snjallvæðingar – hvar er þitt fyrirtæki statt?

5 þroskastig snjallvæðingar – hvar er þitt fyrirtæki statt?

Gervigreindin er í dag á svipuðum stað og rafmagnið var um 1910 eða internetið 1990, en áhrif hennar verða ekki minni en tæknibyltinganna tveggja...

Read More