5 min read

Hefjumst handa við snjallvæðinguna!

Hefjumst handa við snjallvæðinguna!

Sjálfvirknivæðing með gervigreind að vopni mun á þessum áratug búa til verðmæti í heimshagkerfinu sem svarar til um 15,7 þúsund milljörðum dollara. Það má sannarlega tala um nýtt gullæði í þessu samhengi fyrir þau fyrirtæki sem tekst að tileinka sér og aðlagast hinni nýju tækni. Þau hin sömu hafa möguleika á miklum vexti og nýjum tækifærum í næstu framtíð. 

Gervigreindin mun hafa álíka þýðingu fyrir líf okkar og hagkerfi heimsins og innreið internetsins á sínum tíma og rafmagnsins um 100 árum áður. 

En umskiptin verða erfið fyrir marga, einstaklinga jafnt sem fyrirtæki og stofnanir. Gervigreind og snjallar gagnalausnir krefjast fjárfestinga, bæði í innviðum og mannauði auk flókinnar samþættingar við heildarstefnu og menningu fyrirtækja.

Margt getur farið útskeiðis í slíkri vinnu.

Snjalllausnir fela einnig í sér vinnslu gríðarlegs magns gagna, sem er eldsneyti gervigreindarinnar, en vinnslan felur í sér alls kyns áskoranir og flækjur í sambandi við staðla, lög og reglugerðir, svo ekki sé minnst á fjölmörg siðferðisleg álitamál. 

Hindranir og flækjur eru margar í veginum og hver og ein þeirra getur dugað til að stoppa flesta í sporunum: Er gervigreindin eitthvað sem hentar okkur? Passar tæknin við okkar starfsemi eða rekstur? Er þetta ekki bara einhver furðuleg framtíðarmúsík sem borgar sig ekkert að pæla í?

Á sínum tíma voru þeir til sem hugsuðu á svipaðan hátt um rafmagnið, símann og internetið. Þau fyrirtæki sem hunsuðu kall tímans þá lögðu upp laupana skömmu síðar.

Á hvaða vegferð verður fyrirtæki þitt eftir nokkur ár?

HELSTU PUNKTAR TIL AÐ TAKA MEÐ:

  • Gervigreindin er að ryðja sér til rúms í öllum geirum og atvinnugreinum. 
  • Þeir sem ekki huga að möguleikum gagnalausna á næstunni verða undir í samkeppni – líkt og þeir sem hunsuðu rafmagnið og internetið á sínum tíma
  • Það eru margar áskoranir í veginum fyrir byrjendur í snjallverkefnum sem varða tækni, samskipti og menningu
  • Aldrei hefur þó verið eins auðvelt að hefja snjallvæðinguna, þökk sé gagnasmiðjum eins og Dataiku, sem Datalab starfar náið með

 

Er fyrirtæki þitt tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Hjá DataLab starfa sérfræðingar á sviði hagnýtingar gagna í snjöllum lausnum sem m.a. aðstoða við stefnumótun, fræðslu og leiðsögn vegna hagnýtingar slíkra lausna. Hafðu samband og fáðu stutta kynningu á möguleikum gagnadrifinna og snjallra lausna þér að kostnaðarlausu.

Mynd: onurdongal, Getty Images via Canva Pro

Mynd: onurdongal, Getty Images via Canva Pro

 

ÓUMFLÝJANLEGT – EN EKKI ÓYFIRSTÍGANLEGT

Sannleikurinn er sá að fyrirtæki í öllum geirum og af öllum stærðum hafa innleitt gervigreindartækni með góðum árangri, þrátt fyrir áskoranir og snúinn lærdóm. Raunverulega áhættan felst nefnilega ekki í því að gefa nýrri tækni tækifæri heldur að koma ekki auga á þá umbyltingu sem er að eiga sér stað í öllum geirum – líka þínum – og verða eftir í kapphlaupinu.

Gervigreindin og tengd tæknikerfi, eins og Internet hlutanna (e. Internet of Things), gera fyrirtækjum kleift að vaxa og þróast í breyttu umhverfi með bættri ákvarðanatöku, straumlínulögun ferla, persónulegri þjónustu og nýju vöruframboði, svo eitthvað sé nefnt.

GERVIGREINDIN TIL AÐSTOÐAR Í COVID-19 BARÁTTUNNI

Gervigreindin snertir okkur á fleiri vegu en við gerum okkur oft grein fyrir. Háskólinn í Alabama notar reiknirit sem hann keyrir á ofurtölvum til að þróa ný lyf og meðferðir við sjúkdómum, meðal annars Covid-19. Það útheimtir gríðarlega reiknigetu að þróa próteinbyggingar sem þarf til að skilja áhrif bóluefna og lyfja á hegðun vírusa. 

Með því að beita gervigreind til að flýta fyrir ferlinu og stytta leið að framleiðslu bóluefna og lyfja getur skólinn framkvæmt rannsóknir sínar með litlu teymi, sem skilar áþekkum afköstum og tugþúsundir þjálfaðra sérfræðinga hefðu innt af hendi fyrir nokkrum árum. 

Hið hraða rannsóknarferli bólefna fyrir Covid-19, sem líkt hefur verið við kraftaverk, má hiklaust að einhverju leyti þakka gervigreindartækni og ofurtölvum samtímans.

Covid-19

ÍSLAND: SUM FYRIRTÆKI ERU SNJALLARI EN ÖNNUR

En snjallar ákvarðanir eru ekki bara teknar í útlöndum. Domino’s á Íslandi er dæmi um fyrirtæki sem áttaði sig á möguleikum og verðmæti sem liggja í gagnafjöllum sem verða til í rafrænum viðskiptum. Domino’s er leiðandi á íslenskum skyndibitamarkaði og hefur byggt velgengni sína undanfarin ár að miklu leyti á þróun stafrænnar tækni, ekki síst símaappi sínu þar sem stór hluti veltunnar fer í gegn.

Í samstarfi við Datalab hefur Domino’s þróað meðmælakerfi sem byggir á gervigreind og nýtir hið mikla magn gagna sem myndast í stafrænum viðskiptum fyrirtækisins. Kerfið hefur tekið töluverðum breytingum frá fyrstu útgáfu og hefur þróast eftir því sem lærdómur skapast, en reiknirit kerfisins eru hönnuð til að læra sjálf af niðurstöðum sínum til að ná betri árangri.

Og árangurinn? Á stuttum tíma hefur viðbótarsala í körfu vegna meðmæla hins snjalla kerfis tvöfaldast. Hér má lesa allt um vegferð Domino’s, sem þó er hvergi nærri lokið.

HVAR Á AÐ BYRJA?

Enda þótt fyrstu skrefin geti verið snúin er það á færi flestra að taka þátt í snjallvæðingunni. Sem neytendur notum við flest meðmælakerfi þegar við kaupum vörur á netinu -eða pizzur hjá Domino’s. Við notum gervigreindina þegar við tölum við Alexu eða Siri og tölvusjóntæknin hjálpar okkur að eiga samskipti við símaöpp sem nýta aukinn veruleika (e. augmented reality). 

Sömu grunntækni er hægt að nota í rekstri fyrirtækja og starfsemi stofnana. 

Það eru nokkur praktísk skref sem fyrirtæki geta tekið til að kanna möguleika gervigreindarinnar fyrir sig. Fyrsta skrefið er að koma auga á notkunarmöguleika í eigin umhverfi, það er, verkefni þar sem gögn og gervigreind eru nýtt saman til að taka upplýstari ákvarðanir, auka afköst eða minnka sóun. 

Á þessu fyrsta stigi er skynsamlegt að einblína á skjótfengna sigra; einföld, ódýr verkefni sem skila fljótt sannanlegum árangri, en renna stoðum undir fleiri, metnaðarfyllri verkefni í framtíðinni.

Lestu bloggið: STEFNA UM GERVIGREIND: 7 LYKILÞÆTTIR Í INNLEIÐINGU GAGNADRIFINNA SNJALLLAUSNA

Maður að hugsa

Slík prufuverkefni geta verið gríðarlega þýðingarmikil til stuðnings snjallvæðingu fyrirtækisins og til að innleiða eiginlega gagnamenningu. Ein helsta ástæða þess að snjallvæðing fyrirtækja misheppnast er að stuðning skortir og menningin styður ekki við verkefnin. 

Andspyrna er algeng frá starfsmönnum sem eru vanir að vinna hlutina á sinn hátt og óttast að auki um stöðu sína og störf.

Mótspyrnan getur þó allt eins komið frá stjórnendum, þar sem viðhorfið er „ég komst hingað á mínu innsæi og ég ætla ekki að fara að breyta því núna”. Viðhorf sem þessi geta drepið snjallverkefni í sporunum áður en þau byrja. Það er því mikilvægt að ná fram smásigrum og sönnunum fyrir verðmæti gagna og nýtingu þeirra.

Lestu bloggið: INNLEIÐING SNJALLRA GAGNALAUSNA: 4 ÖNGSTRÆTI OG 4 LEIÐIR ÚT ÚR ÞEIM

GAGNASMIÐJUR EINS OG DATAIKU LÆKKA ÞRÖSKULDINN FYRIR ALLA

Það er skynsamlegt að fara af stað með lítil verkefni því þau krefjast ekki mikillar fjárfestingar í innviðum eða ráðningar sérfræðinga. Og það verður stöðugt einfaldara þökk sé tilkomu svokallaðra gagnasmiðja (e. DSML, Data Science and Machine Learning platforms) sem bjóða úrval snjalllausna í áskrift (e. AI-as-a-Service). 

Kostir þess að nýta slíka þjónustuaðila á þessu stigi eru fjölmargir, til dæmis aðgengi að nýjustu tækni og reikniritum, betri flokkun og hreinsun gagna, og hlítni við alþjóðlega staðla og reglur um upplýsingaöryggi og meðferð persónuupplýsinga.

Lestu bloggið: GAGNASMIÐJUR ERU SAMSETNINGARVERKSTÆÐI SNJALLRA LAUSNA

Dataiku, samstarfsaðili Datalab, er gott dæmi um slíka gagnasmiðju. Dataiku er leiðandi gagnasmiðja í heiminum og hefur tvisvar verið útnefnd “Gartner Leader” á sínum markaði í árlegri úttekt Gartner.

Gagnasmiðjur eins og Dataiku gera fyrirtækjum sem eru að taka fyrstu skref sín á gagnavegferðinni kleift að þróa fyrstu snjallverkefni sín í öruggi og notendavænu umhverfi.

Með lausnum sem þeim sem Datalab býður í samstarfi við Dataiku geta jafnvel smæstu fyrirtæki haft aðgang að tólum, vinnslugetu og tækniumhverfi á pari við þau fyrirtæki sem fremst eru komin.   

Og tækifærin eru ærin í öllum geirum. Fyrirtæki á neytendamarkaði geta lært að skilja viðskiptavini sína og þarfir þeirra betur og boðið þeim sérsniðið framboð af vörum og þjónustu.

Framleiðendur hafa kost á því að auka skilvirkni og minnka sóun, og þjónustustofnanir geta boðið notendum sínum snjallt, gagnadrifið þjónustuviðmót sem mætir betur þörfum þeirra og fyrirspurnum.

AÐ LOKUM

Þegar litið verður til baka er trúlegt að hetjur þessarar byltingar sem nú gengur yfir verði ekki sprenglærðir gagnavísindamenn eða snillingar innan raða Google og Facebook. Sögurnar munu miklu fremur fjalla um framtakssama starfsmenn fyrirtækja og stofnana; áhugafólk og eldhuga sem ruddu brautina og komu auga á verðmæti gagna og hagnýtingu þeirra.

Verður þú og fyrirtæki þitt skráð í tæknisögubækur Íslands?

Oceans nýtir auðlindir í hafsjó gagna [reynslusaga]

Oceans nýtir auðlindir í hafsjó gagna [reynslusaga]

Datalab og Oceans smíða snjallar gagnalausnir Fjórða iðnbyltingin er handan við hornið en hún snýst fyrst og fremst um hagnýtingu gagna og...

Read More
STEFNA UM GERVIGREIND: 7 LYKILÞÆTTIR Í INNLEIÐINGU GAGNADRIFINNA SNJALLLAUSNA

STEFNA UM GERVIGREIND: 7 LYKILÞÆTTIR Í INNLEIÐINGU GAGNADRIFINNA SNJALLLAUSNA

Það gera sér ekki allir grein fyrir því að gervigreindin er ekki einhver framtíðarmúsík sem við eftirlátum börnum okkar að fást við. Hún er þegar...

Read More
Vegvísir er snjallt fyrsta skref – ekki sitja eftir í rykinu

Vegvísir er snjallt fyrsta skref – ekki sitja eftir í rykinu

Íslensk fyrirtæki hafa mörg ráðist í umfangsmikla stafvæðingu undanfarin misseri. Hið sama má segja um opinberar stofnanir. Slegist er um öfluga...

Read More