Hagnýting gervigreindar hjá sveitarfélögum
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið DataLab til að leiða vinnu við kortlagningu tækifæra er varða gervigreind hjá sveitarfélögum á...
1 min read
Binni Borgar
:
Jun 22, 2025
Veitur vilja hjálpa viðskiptavinum að skilja eigin notkun á rafmagni og heitu vatni og veita þeim innblástur til góðra ákvarðana sem draga úr notkun, spara þeim kostnað og stuðla að ábyrgri nýtingu takmarkaðra auðlinda.
Veitur hafa falið DataLab að framleiða gagnadrifna hugbúnaðarlausn sem byggir á gögnum úr snjallmælum sem Veitur hafa innleitt hjá viðskiptavinum á undanförnum árum. Gögnin lýsa notkun á heitu vatni og rafmagni af mun meiri nákvæmni en áður.
Á meðfylgjandi mynd eru þau Sigríður Sigurðardóttir, forstöðumaður stafrænnar umbreytingar hjá Veitum, og Brynjólfur Borgar, framkvæmdastjóri DataLab, að handsala samninginn.
Aðferðir gagnavísinda og gervigreind verða nýtt til að smíða snjalla og sérsniðna mælikvarða sem veita innsýn í notkun, setja hana í samhengi og veita sérsniðnar leiðbeiningar fyrir hvern og einn.
Aðallega verður lögð áhersla á að
Myndræn framsetning verður einföld, gagnvirk og notendamiðuð svo hún veiti innblástur til ákvarðana sem stuðla að skynsamlegri notkun á rafmagni og heitu vatni.
Verkefnið er þegar hafið og er gert ráð fyrir að snjöll mælaborð birtist viðskiptavinum á mínum síðum á vef Veitna á næsta ári.
„Við viljum gera viðskiptavinum okkar kleift að sjá og skilja eigin orkunotkun – og taka betri ákvarðanir sem gagnast bæði veskinu og umhverfinu. Með DataLab fáum við öflugan samstarfsaðila sem hjálpar okkur að umbreyta snjallmælagögnum í gagnlegar og notendavænar lausnir.“
Sigríður Sigurðardóttir, forstöðumaður stafrænnar umbreytingar hjá Veitum
“Við hlökkum mikið til samstarfsins við Veitur enda erfitt að ímynda sér áhugaverðari gögn til að vinna úr og matreiða fyrir stóran hluta þjóðarinnar.”
Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri DataLab
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið DataLab til að leiða vinnu við kortlagningu tækifæra er varða gervigreind hjá sveitarfélögum á...
1 min read
Ungt fólk er áberandi meðal þeirra sem leiða vagninn í þróun gervigreindar. Það er ekki skrýtið, enda er þar unnið á jaðrinum, með nýjustu þekkingu...
Framfarir á sviði Generative AI | Spunagreindar hafa skapað tækifæri til að fela tölvum fleiri verkefni en áður var mögulegt. Afraksturinn er m.a....