Hagnýting gervigreindar | Vegvísir DataLab
Framfarir á sviði Generative AI | Spunagreindar hafa skapað tækifæri til að fela tölvum fleiri verkefni en áður var mögulegt. Afraksturinn er m.a....
DataLab hefur komið sér fyrir í hringiðu gervigreindarbyltingarinnar á Íslandi.
Framundan eru fjölbreytt verkefni þar sem sérfræðingar DataLab aðstoða fyrirtæki og stofnanir að hagnýta eigin gögn í sífellt snjallari gagnalausnum þar sem tækni á borð við vélnám (e. machine learning), spunagreind (e. generative AI) og öflugir gagnainnviðir (e. data infrastructure) koma við sögu.
Fyrirtækið hefur að undanförnu ráðið þrjá sérfræðinga í hagnýtingu gagna og gervigreindar. Þau hafa lokið meistaragráðu frá evrópskum háskólum og koma inn í teymi DataLab með nýjustu þekkingu á sviði gagnatækni. Þar nýtist hún við þróun og innleiðingu snjallra gagnalausna hjá viðskiptavinum DataLab á Íslandi sem eru fjölbreyttur hópur fyrirtækja og stofnana.
Þau hafa byrjað af miklum krafti og eru komin á kaf í verkefni þar sem sérþekking þeirra nýtist einkar vel.
DataLab hefur áunnið sér gott orðspor meðal sérfræðinga á sviði gagnatækni og gervigreindar og má fastlega gera ráð fyrir fleiri ráðningarfréttum á næstunni : )
DataLab var stofnað árið 2016 og hefur frá upphafi sett skýran fókus á hagnýtingu gagna og gervigreindar í snjöllum hugbúnaðarlausnum. Hjá fyrirtækinu starfa framúrskarandi sérfræðingar sem hafa aðstoðað fjölmörg fyrirtæki og stofnanir að búa til verðmæti úr gögnum. Nánar á www.datalab.is
Framfarir á sviði Generative AI | Spunagreindar hafa skapað tækifæri til að fela tölvum fleiri verkefni en áður var mögulegt. Afraksturinn er m.a....
2023 er gengið í garð og Datalab spáir í spilin fyrir árið. Það er gríðarhröð þróun í snjöllum gagnalausnum eins og í allri stafrænni tækni. Hér...