1 min read

Þrjú til DataLab

Þrjú til DataLab

DataLab hefur komið sér fyrir í hringiðu gervigreindarbyltingarinnar á Íslandi.

Framundan eru fjölbreytt verkefni þar sem sérfræðingar DataLab aðstoða fyrirtæki og stofnanir að hagnýta eigin gögn í sífellt snjallari gagnalausnum þar sem tækni á borð við vélnám (e. machine learning), spunagreind (e. generative AI) og öflugir gagnainnviðir (e. data infrastructure) koma við sögu.

Fyrirtækið hefur að undanförnu ráðið þrjá sérfræðinga í hagnýtingu gagna og gervigreindar.  Þau hafa lokið meistaragráðu frá evrópskum háskólum og koma inn í teymi DataLab með nýjustu þekkingu á sviði gagnatækni. Þar nýtist hún við þróun og innleiðingu snjallra gagnalausna hjá viðskiptavinum DataLab á Íslandi sem eru fjölbreyttur hópur fyrirtækja og stofnana.  

  • Helga Dís Halldórdóttir er M.Sc. í Business Analytics frá DTU (Danmörk) og B.Sc. í fjármálaverkfræði frá HR. 
  • Jónas Johansen er M.Sc. í Business Analytics frá NHH (Noregur).  
  • Fannar Freyr Bergmann er M.Sc. í Marketing Analytics & Data Science frá University of Groningen og B.Sc. í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands. 

Þau hafa byrjað af miklum krafti og eru komin á kaf í verkefni þar sem sérþekking þeirra nýtist einkar vel.

DataLab hefur áunnið sér gott orðspor meðal sérfræðinga á sviði gagnatækni og gervigreindar og má fastlega gera ráð fyrir fleiri ráðningarfréttum á næstunni : )

DataLab var stofnað árið 2016 og hefur frá upphafi sett skýran fókus á hagnýtingu gagna og gervigreindar í snjöllum hugbúnaðarlausnum. Hjá fyrirtækinu starfa framúrskarandi sérfræðingar sem hafa aðstoðað fjölmörg fyrirtæki og stofnanir að búa til verðmæti úr gögnum. Nánar á www.datalab.is

Sérfræðingar í gervigreind til DataLab

Sérfræðingar í gervigreind til DataLab

Eftirspurn fyrirtækja og stofnana eftir gervigreindarlausnum og ráðgjöf um hagnýtingu gagna og gervigreindar hefur aukist talsvert. DataLab hefur því...

Read More
Hagnýting gervigreindar | Vegvísir DataLab

Hagnýting gervigreindar | Vegvísir DataLab

Framfarir á sviði Generative AI | Spunagreindar hafa skapað tækifæri til að fela tölvum fleiri verkefni en áður var mögulegt. Afraksturinn er m.a....

Read More
Hefjumst handa við snjallvæðinguna!

Hefjumst handa við snjallvæðinguna!

Sjálfvirknivæðing með gervigreind að vopni mun á þessum áratug búa til verðmæti í heimshagkerfinu sem svarar til um 15,7 þúsund milljörðum dollara....

Read More