Af Ara og erindrekunum
Nú eru níu mánuðir frá því að við kynntum til sögunnar hugbúnaðarlausnina Ara | Þarfasta þjóninn frá DataLab. Það gerðum við á UT messunni fyrr á...
Spunagreind er gervigreindartækni sem hefur náð góðum tökum á tungumálinu.
Við felum tölvum nú fjölbreytt verkefni með því að gefa þeim fyrirmæli á okkar eigin tungumáli.
Við notum orð.
orð í orð
orð í mynd
orð í fyrirspurn
orð í myndskeið
(e. text-to-text, text-to-image, text-to-query, text-to-video)
Tæknin treystir á skýra hugsun og góðan orðaforða af hálfu notandans.
Hún verðlaunar þessa eiginleika í fari okkar með betri frammistöðu.
Það er áhugavert.
Sora frá OpenAI er gott dæmi um hvernig hægt er að skapa heilan heim með nokkrum vel völdum orðum.
Orð í myndskeið.
Ari | Þarfasti þjónninn frá DataLab er gott dæmi um hvernig við getum nú sett saman nokkur orð og þannig gefið hugbúnaði fyrirmæli. Ari leitar, finnur og setur saman svar sem byggir á afar víðtækri þekkingu á t.d. starfseminni.
Ari notar undirflokk gervigreindar sem heitir spunagreind til að svara spurningum og bregðast við fyrirmælum. Ari tengist þínum texta- og talnagögnum og svarar einungis út frá þeim.
Orð í orð.
Nú eru níu mánuðir frá því að við kynntum til sögunnar hugbúnaðarlausnina Ara | Þarfasta þjóninn frá DataLab. Það gerðum við á UT messunni fyrr á...
Hin árlega UT-messa var haldin í byrjun febrúar.
Fram er komin ný tegund hugbúnaðar sem hugsar með mállíkönum. Við köllum það spunagreind (e. Generative AI) og blasa tækifærin við hvert sem litið...