2 min read

Klár í gervigreind | Í fimm skrefum

Klár í gervigreind | Í fimm skrefum
DataLab hefur frá fyrstu tíð veitt ráðgjöf um hagnýtingu gervigreindar í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Það eru fyrstu skrefin í samstarfinu en síðar færist það oft yfir í framleiðslu og innleiðingu snjallra hugbúnaðarlausna.   

Vinnustaðir standa frammi fyrir fjárfestingu í þessari nýju og spennandi tækni og undirbúningi innviða, gagna, ferla og starfsfólks fyrir innleiðingu hennar. Mikilvægt er að huga vel að grunnatriðunum áður en hlaupið er af stað.  

Í þessum efnum er vænlegt til árangurs að flýta sér hægt. En stefna þó hátt. 

Í áranna rás hefur DataLab byggt upp dýrmæta reynslu og þekkingu á gervigreind og hvernig hana megi innleiða með góðum árangri í rekstri fyrirtækja og stofnana. 

Þegar öllu er á botninn hvolft teljum við að þessi fimm skref séu lykillinn að árangri og höfum við stillt upp bæði ráðgjöf og framleiðslu lausna í samræmi við það. 

Fimm skref

 

"Klár í gervigreind í fimm skrefum"

 

#1 Uppgötvun | Samtalið hefst  

Við byrjum á að tala við starfsfólk og stjórnendur. Þau sjá tækifærin til að gera betur með aðstoð gervigreindar og þekkja einnig helstu áskoranirnar. 

Saman gerum við stöðumat á lykilþáttum sem styðja við hagnýtingu gervigreindar, setjum raunhæf markmið og skilgreinum úrbótaverkefni. Einnig kortleggjum við tækifærin til að hagnýta gervigreind til að bæta rekstur og þjónustu og endum með Topp 10 lista og jafnvel Topp 3.

Meðal þjónustu DataLab á sviði ráðgjafar má nefna: 

  • Hugvekja um gervigreind er 60 mín erindi og innblástur til að fræða og kveikja hugmyndir meðal starfsfólks. Oft er hugvekja allra fyrsta skrefið. 
  • Kortlagning tækifæra. Fókusinn er settur á hagnýtingu og við svörum spurningunni: “Hvaða hugmyndir að hagnýtingu gervigreindar ætlar vinnustaðurinn að setja í forgang á næstu 1-2 árum?” 
  • Vegvísir þar sem við svörum spurningunni: “Hvernig ætlar vinnustaðurinn að hagnýta gögn og gervigreind í starfseminni á næstu 1-2 árum?”. Hér er fókusinn víðari en í Kortlagningu tækifæra. 

Undir lok samtalsins er kominn tími til að bretta upp ermar og útfæra einstakar hugmyndir sem fram hafa komið og þykja ákjósanlegar. 

 

#2 Útfærsla | Frá hugmynd að frumútgáfu 

Úr hugmynd mótast lausn.

Hugmyndir að hagnýtingu gervigreindar hafa verið sóttar til starfsfólks og stjórnenda, þær skilgreindar, vegnar og metnar. Við erum með Topp 10 lista og jafnvel Topp 3 lista af ákjósanlegum hugmyndum.  

Að lokum er ein eða fleiri valin til að fara áfram. Í hönnunarsprettum og MVP þróun á aðeins sex vikum er smíðuð prótótýpa sem sýnir hvort lausnin sé fýsileg — tæknilega og fjárhagslega.

Ef það tekst er næsta skref að færa verkefnið af tilraunastigi og yfir á formlegt framleiðslustig. 

 

#3 Framleiðsla | Lausnir sem leysa alvöru vandamál 

Við vinnum í 6 vikna lotum og smíðum lausnir sem byggja á spálíkönum og spunagreind. Markmiðið er alltaf hið sama: að leysa raunveruleg verkefni og skila áþreifanlegum árangri.

Teymi DataLab samanstendur af sérfræðingum í framleiðslu “AI-first” hugbúnaðarlausna. Hlutverkin sem koma við sögu eru Data Scientist, Data Engineer, AI/ML Software Engineer og AI/ML Ops Engineer. Einnig höfum við verkefnastjóra (PM) og Product Dev. Manager innan okkar raða.  

Framleiðsla og innleiðing gervigreindarlausna er samstillt átak sem reynir á breiddina sem teymi DataLab hefur svo sannarlega. Í nokkrum framleiðslulotum kemur fram lausn og fyrr en síðar er komið að innleiðingu í kerfum og starfsemi. 

DataLab Teymið 202510 Teymi DataLab í október 2025

 

#4 Innleiðing | Í kerfum og starfsemi 

Við tryggjum áreiðanleika, öryggi og rekstur lausna í rauntíma. Með sjálfvirkum mælikvörðum og náinni samvinnu við starfsfólk verður lausnin hluti af daglegu starfi og styður við markmið vinnustaðarins.

Oftast eru slíkar lausnir settar upp á skýjainnviðum viðskiptavina sem tryggir að t.d. gögn fari ekki á óþarfa flakk. Hér koma Data Engineerins og AI/ML Platform Engineers afar sterkir inn.

Við komumst ekki hingað nema þegar hafi verið sýnt fram á líklegan ávinning framar í ferlinu en í kjölfar innleiðingar eru árangursmælikvarðar birtir og þeir rýndir til að meta hversu vel lausnin styður við viðskiptaleg markmið sem áður voru sett fram. 

 

#5 Stefnum hærra | Finnum næsta tækifæri 

Á þessu stigi lokum við lúppunni, reynslunni ríkari. 

Við horfum til baka, lærum af reynslunni. 

Horfum svo fram á veginn, veljum næstu tækifæri og hækkum flugið.  

Þannig náum við árangri með hagnýtingu gervigreindar. 

 

 

Taktu skrefin með reynslumiklum sérfræðingum DataLab 

 

Klár í gervigreind?

Klár í gervigreind?

Fram er komin ný tegund hugbúnaðar sem hugsar með mállíkönum. Við köllum það spunagreind (e. Generative AI) og blasa tækifærin við hvert sem litið...

Read More
Frá óvissu til árangurs í þróun gervigreindarlausna

Frá óvissu til árangurs í þróun gervigreindarlausna

Gervigreindarlausnir snúast í eðli sínu um að leysa hið ófyrirséða. Hvernig breytir það nálgun okkar á þróun þeirra? Sigurður Óli Árnason,...

Read More
Er hægt að meta arðsemi fjárfestingar (e. ROI) í gervigreind?

Er hægt að meta arðsemi fjárfestingar (e. ROI) í gervigreind?

Það er eðlilegt að gera kröfur um sannanlegan ávinning, fjárhagslegan eða annars konar, þegar fjárfest er í nýrri tækni, tækjum og þekkingu. Þegar...

Read More