Fram er komin ný tegund hugbúnaðar sem hugsar með mállíkönum. Við köllum það spunagreind (e. Generative AI) og blasa tækifærin við hvert sem litið er. En einnig áskoranir sem þarf að tækla.

Þegar tilraunastarfsemin er að baki og taka á fyrstu ákveðnu skrefin á gervigreindarvegferðinni borgar sig að taka gott samtal innan vinnustaðarins áður en hlaupið er af stað.

Þannig má tryggja að farið sé í verkefni sem færa nálina í rétta átt fremur en að staldra við og sóa tíma og fjármunum í hluti sem ekki skila árangri. 

DataLab var stofnað árið 2016 og hefur frá upphafi lagt áherslu á ráðgjöf samhliða þróun snjallra gagnalausna fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir. Við höfum nú uppfært og skerpt á ráðgjafarlausnum okkar og bætt framsetningu þeirra á vefnum

Ráðgjöf um hagnýtingu gervigreindar

 

Ráðgjöf DataLab um hagnýtingu gervigreindar

Flaggskipið er Vegvísir um hagnýtingu gervigreindar sem er 8 vikna vegferð þar sem við framkvæmum stöðumat, setjum raunhæf markmið og skilgreinum úrbótaverkefni og kortleggjum tækifæri til hagnýtingar. Afurðin er aðgerðaáætlun um hagnýtingu gervigreindar til næstu 2 ára. Nánar má lesa um Vegvísi hér.

Kortlagning tækifæra er með fókus á tækifærin - eins og nafnið gefur til kynna - nálgunin er jarðbundnari en í Vegísi og hentar t.d. þeim sem eru þegar með fjölda hugmynda um hvað væri hægt að gera en þurfa aðstoð fagfólks við að vinna úr þeim. Við endum með topp 10 lista, svo topp 3 og að lokum sigurvegara sem er tekinn áfram í næsta skref, þ.e. tilraunaverkefni er sett af stað.

Við bjóðum þarfagreiningu með fókus á eina lausn, t.d. Ara eða eitthvað annað sem liggur fyrir að þarf að fara í en þarfnast nánari útfærslu.

Hugvekjan fær svo að fylgja þarna með enda er fræðsla fyrir starfsfólk oft fyrsta skrefið á vegferðinni.   

Heyrðu í okkur og saman finnum við lausn. Við erum reynslunni ríkari eftir samstarf við fjölda framúrskarandi fyrirtækja og stofnana á undanförnum árum.

Teymið 2025

 

Af hverju ráðgjöf?

Fram er komin ný tegund hugbúnaðar sem er að breyta heiminum.

Þessi tækni þjappar þekkingu á stafrænu formi í auðmeltanlega og sérsniðna mola. Þú spyrð um hvað sem er og færð svarið um hæl. Og í auknum mæli rekur hún fyrir okkur erindi í stafrænum heimi, erindi sem hafa skýrt upphaf og endi. Þar koma erindrekarnir (e. AI Agents) við sögu.

Þeir eru til þjónustu reiðubúnir að leysa fyrir okkur verkefni sem við leystum áður í tölvum og þar áður með blýant og blaði.

Við spjöllum við gögnin og fáum beint aðgengi að uppsafnaðri þekkingu á stafrænu formi - sem ýmist liggur úti á internetinu eða er geymd innan veggja vinnustaðarins í fjölbreyttum gagnageymslum.

Við erum að læra á þessar nýju græjur og tækifærin sem blasa við þegar við erum beintengd við þekkingu frekar en upplýsingar. Hugbúnaðlausnir eins og Ari | Þarfasti þjónninn frá DataLab stíga beint inn í þetta speis. Og gera okkur kleift að hagnýta þekkingu í okkar daglegu störfum.

Með tilkomu erindreka getum við svo í auknum mæli látið tölvuna grípa til aðgerða á grundvelli þessarar þekkingar - svara fyrirspurnum, fylla út form, framkvæma útreikninga og túlka niðurstöður þeirra, svo dæmi séu tekin. Allt eru þetta verkefni sem Ari er þegar farinn að leysa fyrir viðskiptavini hér á landi.

Ari er erindreki!

 

Ari - Spjallar við gögnin

 

Ótal spurningar vakna

Hvernig getum við nýtt þessa tækni?

Eru gögnin tilbúin?

Erum við tilbúin?

Erum við klár í gervigreind?

Það eru sem sagt ekki bara tækifæri heldur eru einnig áskoranir sem þarf að tækla:

  • Skortur á skýrri stefnu og markmiðum
  • Gæðagögn og aðgengi að þeim
  • Skortur á hæfni og þekkingu
  • Kostnaður og fjármögnun
  • Innleiðing í núverandi kerfi
  • Siðferðis- og reglugerðaráskoranir
  • Samþykki og viðhorf starfsfólks
  • Mælingar á árangri
Nú þegar tilraunastarfsemin er að baki og taka á fyrstu ákveðnu skrefin á gervigreindarvegferðinni borgar sig að taka samtalið áður en hlaupið er af stað.

 

DataLab hefur frá árinu 2016 framleitt hugbúnaðarlausnir sem nýta gervigreind og gagnatækni og veitt ráðgjöf um hagnýtingu þeirra. Fáðu ráðgjöf frá sérfræðingum sem starfa við þróun og innleiðingu nútímalegra gagna- og gervigreindarlausna. 

Við erum klár í gervigreind.

 

 

 

 

Vegvísir um hagnýtingu gervigreindar

Vegvísir um hagnýtingu gervigreindar

Framfarir á sviði gervigreindar hafa skapað tækifæri til að fela tölvum fleiri verkefni en áður. Afraksturinn er sjálfvirkni og skilvirkni og...

Read More
III. Gervigreindin verður alltumlykjandi

III. Gervigreindin verður alltumlykjandi

Velkomin á öld gervigreindar þar sem tækifærin til að fela tölvum ný verkefni eru óteljandi.

Read More
Traustur samstarfsaðili á gagnadrifinni vegferð

Traustur samstarfsaðili á gagnadrifinni vegferð

Á síðustu árum hefur nýting gagna breytt því hvernig fyrirtæki og stofnanir starfa. Gögn eru ekki lengur aðeins skráð og geymd – þau eru nýtt til að...

Read More