DataLab á AI Action Summit í París
Sommet pour l'action sur l'IA var haldinn í Grand Palais í miðborg Parísar í liðinni viku. Betur þekktur sem AI Action Summit.
Það er tímanna tákn að fréttir um gervigreind birtast nú á forsíðum dagblaða.
Það gerðist einmitt miðvikudaginn 12. mars 2025 þegar Morgunblaðið birti viðtal við undirritaðan í ViðskiptaMogganum ásamt forsíðufrétt.
Í viðtalinu var einkum fjallað um AI Action Summit í París sem áður var fjallað um hér. Áhugaverður fundur í alla staði.
Einnig var komið inn á stöðu gervigreindar hér á landi þaðan sem fyrirsögnin á forsíðu er fengin.
DataLab hefur ekki áður komist á forsíðu nokkurs dagblaðs svo vitað sé. Og undirritaður líklega ekki heldur.
Því ber að fagna 🎈
Hér er svo hlekkur á fréttina. Eins og sjá má voru birtar myndir af þríeykinu Fei Fei Li, Macron og Villa Þorsteins, allar úr safni undirritaðs.
Sommet pour l'action sur l'IA var haldinn í Grand Palais í miðborg Parísar í liðinni viku. Betur þekktur sem AI Action Summit.
Nú eru níu mánuðir frá því að við kynntum til sögunnar hugbúnaðarlausnina Ara | Þarfasta þjóninn frá DataLab. Það gerðum við á UT messunni fyrr á...
Fram er komin ný tegund hugbúnaðar sem hugsar með mállíkönum. Við köllum það spunagreind (e. Generative AI) og blasa tækifærin við hvert sem litið...