
Það er tímanna tákn að fréttir um gervigreind birtast nú á forsíðum dagblaða.
Það gerðist einmitt miðvikudaginn 12. mars 2025 þegar Morgunblaðið birti viðtal við undirritaðan í ViðskiptaMogganum ásamt forsíðufrétt.
Í viðtalinu var einkum fjallað um AI Action Summit í París sem áður var fjallað um hér. Áhugaverður fundur í alla staði.
Einnig var komið inn á stöðu gervigreindar hér á landi þaðan sem fyrirsögnin á forsíðu er fengin.
DataLab hefur ekki áður komist á forsíðu nokkurs dagblaðs svo vitað sé. Og undirritaður líklega ekki heldur.
Því ber að fagna 🎈
Hér er svo hlekkur á fréttina. Eins og sjá má voru birtar myndir af þríeykinu Fei Fei Li, Macron og Villa Þorsteins, allar úr safni undirritaðs.
Vantar þig ráðgjöf?

Hækkum flugið | Annáll DataLab 2024
Gott, viðburðaríkt, krefjandi og skemmtilegt ár er að baki hjá DataLab.

Sérfræðingar í gervigreind til DataLab
Eftirspurn fyrirtækja og stofnana eftir gervigreindarlausnum og ráðgjöf um hagnýtingu gagna og gervigreindar hefur aukist talsvert. DataLab hefur því...