2 min read

AI erindrekar koma fram

AI erindrekar koma fram

Sjálfvirknivæðingin nær nýjum hæðum.

Við gefum tölvum fyrirmæli á okkar eigin tungumáli og þær vinna fyrir okkur verkefnin, á hraða tölvunnar.

Við tölum um erindreka – sem er þýðing á enska orðinu ‘agents’ eða ‘AI agents’ – sem eru beint afsprengi spunagreindar (Generative AI).


Samskipti við spunaþjónustur eins og ChatGPT verða æ hversdagslegri. Við erum að tileinka okkur nýja tækni á methraða – gervigreind sem hefur náð tökum á tungumáli.

Erindrekar (e. AI agents) gera tæknina enn hagnýtari og jafnvel ómótstæðilega.

Þeir svara ekki bara fyrirmælum með meiri texta (text to text) heldur vinna þeir alls kyns verkefni fyrir okkur með sjálfstæðum og sjálfvirkum hætti. Köllum það text to action.

Ágæt leið til að átta sig á þessari nýju tækni er að eiga samskipti við spunaþjónustu sem getur vafrað á netinu, t.d. Copilot frá Microsoft eða ChatGPT, og nota fyrirmæli sem fela í sér verkefni sem hefði áður kallað á leit á netinu.

Sjálfur fól ég ChatGPT t.d. það verkefni að finna helstu vefsíður sem selja notaðar vínilplötur með listamanninum Benny Goodman og bjóða upp á sendingu til Íslands. Þetta er svona klassískt gúggl verkefni sem gæti krafist yfirlegu. Þegar við hins vegar felum ChatGPT verkefnið má segja að við séum farin að nota þjónustuna sem erindreka, hún vinnur á meðan við tjillum.

Og þegar – líklega er það handan við hornið – við getum svo falið þjónustunni að ganga frá kaupum á einni slíkri plötu ef hún uppfyllir ákveðin skilyrði þá erum við komin alla leið.

…hún er farin að reka fyrir okkur erindi á netinu!

Fyrirmælin gætu þá verið á þessa leið:

Leitaðu að notuðum vínilplötum með Benny Goodman hjá söluaðilum í Evrópu sem senda til Íslands. Ef þú finnur ‘Live at Carnegie Hall’ frá 1938 í góðu ástandi og hún kostar yfir $10 og undir $50 þá máttu kaupa hana og fá hana senda heim.

Eftirsóttur gripur úr smiðju Benny Goodman

Gartner spáir hraðri þróun erindreka sem sinna fyrir okkur innkaupum á vörum og þjónustu. Við felum þeim verkefni og setjum þeim ramma og svo fara þeir af stað og kára málið.

Aðrir erindrekar svara umsögnum um vörur á vefsíðum, svara tölvupóstum, sjá um að bóka flug og gistingu í gegnum vefspjall, leiðbeina nýjum starfsmönnum. Og þetta eru aðeins örfá dæmi.

Við munum sjá sprengingu í slíkum lausnum enda er virði þeirra augljóst og tæknin nánast tilbúin.


Teymi DataLab hefur tekið þessa tækni í sína þjónustu og smíðar nú erindreka sem leysa verkefni sem áður hefðu krafist aðkomu starfsfólks með sérhæfingu. Sem dæmi má nefna erindreka sem svara einföldum fyrirspurnum ofan í gagnagrunna sem geyma töluleg gögn. Möguleikarnir eru nánast óþrjótandi en hér er einfalt dæmi:

Hversu mörg eintök af vöru x seldum við í desember 2023? Hversu mörg eintök af vöru x seldum við í mánuði hverjum allt árið 2023? Sýndu mér á grafi og berðu saman við árið 2022.

Það er kúnst að koma slíkum lausnum fyrir í kerfum og starfsemi. Gæta þarf að öryggi gagna og tryggja að erindrekinn sinni sínu afmarkaða verkefni vel og vandlega.

Heyrðu í okkur ef þú hefur áhuga á að kanna þessa hagnýtingu gervigreindar hjá þínu fyrirtæki eða stofnun.

Árið 2024 munum við sjá erindreka gera heilmikið gagn.

Oceans nýtir auðlindir í hafsjó gagna [reynslusaga]

Oceans nýtir auðlindir í hafsjó gagna [reynslusaga]

Datalab og Oceans smíða snjallar gagnalausnir Fjórða iðnbyltingin er handan við hornið en hún snýst fyrst og fremst um hagnýtingu gagna og...

Read More
Eru gagnadrifnar lausnir í þínum áætlunum fyrir 2021?

Eru gagnadrifnar lausnir í þínum áætlunum fyrir 2021?

Gagnadrifnar og sjálfvirkar lausnir eru sannarlega komnar á dagskrá um allan heim, bæði í einkageiranum og hjá opinberum aðilum, stórum sem smáum....

Read More
Hagnýting gervigreindar | Vegvísir DataLab

Hagnýting gervigreindar | Vegvísir DataLab

Framfarir á sviði Generative AI | Spunagreindar hafa skapað tækifæri til að fela tölvum fleiri verkefni en áður var mögulegt. Afraksturinn er m.a....

Read More