Skip to content

Stöðumat og Vegvísir

Stöðumat og vegvísir snýr að markvissu og upplýstu samtali um hagnýtingu gagnadrifinna og snjallra lausna – gervigreindarlausna – í starfseminni.

Við drögum fram kjarna málsins og setjum fram í stefnu og aðgerðum sem lúta að hagnýtingu gagnadrifinna og snjallra lausna í starfseminni.

Við rýnum í umhverfið, markaðinn og reksturinn til að komast að kjarna málsins og svörum eftirfarandi spurningunum:

 • Hvernig á að hagnýta gagnadrifnar lausnir í starfseminni?
 • Hvernig nást markmiðin á þessu sviði?

Leiðarljósið er að stefnan þarf að styðja við innleiðingu tækninnar og tæknin að styðja við stefnuna

Verkefnið er margþætt en meðal annars munum við 

 • varpa ljósi á tækifæri og áskoranir sem felast í hagnýtingu gagna og gervigreindarlausna í starfseminni
 • meta gögn, tæknilega getu, innviði og þekkingu til að hagnýta tæknina 
 • kortleggja og forgangsraða aðgerðum til að hámarka árangur

Framvindan er í fjórum skrefum:

 • Fræðslufyrirlestur um gagnadrifnar og snjallar lausnir fyrir þátttakendur verkefnisins og aðra starfsmenn.
 • Samtöl við sérfræðinga og stjórnendur sem málið varðar um þau málefni sem skynsamleg hagnýting tækninnar byggir á.
 • Stöðumat og kortlagning er unnin úr upplýsingum fyrri vinnu og kjarni málsins dreginn fram.
 • Stefna og aðgerðir til næstu 1-2 ára afhent og kynnt hjá verkkaupa.

Við byrjum á því að fræða starfsmenn og stjórnendur um gagnalausnir og gervigreind. Því næst tökum við ítarleg viðtöl við stjórnendur og sérfræðinga til að greina stöðuna á lykilþáttum (stefna og skipulag, gögn og tæknilegir innviðir, menning og mannauður). Svo kortleggjum við tækifæri fyrir fyrstu snjallverkefnin.

Vegvísinum lýkur með skjalfestri stefnu og aðgerðum sem miða að hagnýtingu gagna í snjöllum lausnum sem styðja við stefnu og markmið. Einnig eru settar fram hugmyndir að tilraunaverkefnum sem hafa þýðingu og ávinning fyrir viðskiptavininn en eru jafnframt viðráðanleg að umfangi og fjárfestingu.

Afurðir

 • Stöðumat og kortlagning tækifæra.
 • Stefna og aðgerðir um hagnýtingu gagna og gervigreindarlausna í starfseminni.
 • Tilraunaverkefni (Proof of Concept) sem væri hægt að hefja í kjölfarið eru valin og útfærð gróflega

Ávinningur

 • Snjallvegferðin hafin – ákjósanleg tilraunaverkefni valin.
 • Vandaður grunnur að næstu skrefum á vegferðinni sem byggir á góðum undirbúningi og styður við markmið og áherslur.
 • Aukin vitund og þekking meðal starfsmanna á tækifærum til að hagnýta gagnalausnir í starfseminni.

NÝTUM GÖGNIN.
NÁUM ÁRANGRI.

DataLab Ísland ehf.
kt. 570816-1870

Borgartúni 37
105 Reykjavík

datalab@datalab.is
693 0100