Við rýnum í umhverfið, markaðinn og reksturinn til að komast að kjarna málsins og svörum eftirfarandi spurningunum:
- Hvernig á að hagnýta gagnadrifnar lausnir í starfseminni?
- Hvernig nást markmiðin á þessu sviði?
Leiðarljósið er að stefnan þarf að styðja við innleiðingu tækninnar og tæknin að styðja við stefnuna
Verkefnið er margþætt en meðal annars munum við
- varpa ljósi á tækifæri og áskoranir sem felast í hagnýtingu gagna og gervigreindarlausna í starfseminni
- meta gögn, tæknilega getu, innviði og þekkingu til að hagnýta tæknina
- kortleggja og forgangsraða aðgerðum til að hámarka árangur
Framvindan er í fjórum skrefum:
- Fræðslufyrirlestur um gagnadrifnar og snjallar lausnir fyrir þátttakendur verkefnisins og aðra starfsmenn.
- Samtöl við sérfræðinga og stjórnendur sem málið varðar um þau málefni sem skynsamleg hagnýting tækninnar byggir á.
- Stöðumat og kortlagning er unnin úr upplýsingum fyrri vinnu og kjarni málsins dreginn fram.
- Stefna og aðgerðir til næstu 1-2 ára afhent og kynnt hjá verkkaupa.
Við byrjum á því að fræða starfsmenn og stjórnendur um gagnalausnir og gervigreind. Því næst tökum við ítarleg viðtöl við stjórnendur og sérfræðinga til að greina stöðuna á lykilþáttum (stefna og skipulag, gögn og tæknilegir innviðir, menning og mannauður). Svo kortleggjum við tækifæri fyrir fyrstu snjallverkefnin.
Vegvísinum lýkur með skjalfestri stefnu og aðgerðum sem miða að hagnýtingu gagna í snjöllum lausnum sem styðja við stefnu og markmið. Einnig eru settar fram hugmyndir að tilraunaverkefnum sem hafa þýðingu og ávinning fyrir viðskiptavininn en eru jafnframt viðráðanleg að umfangi og fjárfestingu.