Unnið er í 12 vikna lotum og lýkur hverri þeirra á innleiðingu nýrrar útgáfu lausnar. Í fyrstu lotu er þróuð frumútgáfa lausnar og hún prófuð og innleidd í starfseminni. Í kjölfarið getur önnur lota hafist sem tekur mið af framvindu í þeirri fyrstu og endurgjöf frá notendum lausnarinnar. Þriðja lota tekur svo við ef þörf er á, og svo framvegis.
Gera má ráð fyrir að minnsta kosti tveimur til þremur 12 vikna þróunarlotum áður en lausn nær nægilegum þroska og er tilbúin í rekstur og viðhald
Þróun lausna fylgir vel slípuðu vinnulagi DataLab sem fyrirtækið hefur þróað undanfarin ár við lausn fjölmargra verkefna.
Skrefin eru:
- Skilgreining og afmörkun
- Tæknilegir innviðir
- Undirbúningur gagna
- Smíði lausnar
- Prófanir, innleiðing rekstur
- Árangursmat og áframhaldandi þróun
Í fyrsta skrefi eru helstu verkefni skilgreind og sammælst um framvindu í verkefnisáætlun sem unnið er eftir. Í sjötta skrefinu er dreginn lærdómur og lögð drög að næstu lotu. Þetta vinnulag er í gildi á meðan lausnin er í þróunarfasa.
Þegar þróun lýkur tekur við almennur rekstur og viðhald lausnarinnar sem er nánar útfært í samstarfi við viðskiptavin en þar eru nokkrar leiðir í boði, til dæmis að fela DataLab áframhaldandi rekstur lausnar (as-a-service) eða að koma lausn fyrir í kerfum viðskiptavinar.
DataLab útvegar sérhæft þróunarumhverfi (gagnasmiðju frá Dataiku) og aðra tæknilega innviði, og viðskiptavinur útvegar gögn og sérhæfða þekkingu á viðfangsefninu.
Þróun lausna er unnin í nánu samstarfi við starfsmenn þar sem þekking þeirra á gögnum, tæknilegum innviðum og viðskiptalegum þörfum er yfirfærð eins og kostur er í hina nýju lausn. Þannig er hagnýtingargildi hennar tryggð frá upphafi.
Verkefnisteymi hittist að minnsta kosti á tveggja vikna fresti og ræðir framvindu verkefnisins