NÝTUM GÖGNIN.
NÁUM ÁRANGRI.
DataLab Ísland ehf.
kt. 570816-1870
Borgartúni 37
105 Reykjavík
datalab@datalab.is
693 0100
Þaulreynd aðferð löguð að aðstæðum hverju sinni
Aðferðafræðin sem við beitum byggir á áralangri reynslu sérfræðinga okkar af hönnun, þróun og innleiðingu gagnadrifinna lausna hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum.
Við byggjum nálgun okkar á fjórum stoðum:
Vegferð hvers viðskiptavinar er sniðin að aðstæðum og áskorunum í hvert skipti. Stýrihópur um verkefnið er skipaður og kemur við sögu á öllum stigum þess. Lögð er áhersla á stöðuga framvindu yfir tímabil sem spannar mánuði og jafnvel ár.
Hið endanlega markmið er að tryggja að hagnýting gagna í snjöllum lausnum styðji við stefnu og færi fyrirtækið eða stofnunina nær markmiðum sínum.
Vegferðin skiptist í áfanga og sem raðast eftir aðstæðum hverju sinni. Hér að neðan eru nánari upplýsingar um áfangana.
Hugmyndavinna með viðskiptavinum þar sem tækifæri til að innleiða snjallar lausnir eru kortlögð og metin. Bestu hugmyndirnar eru útfærðar nánar í verkefnisáætlunum svo hægt sé að taka ákvörðun um næstu skref.
Fræðslufyrirlestur á mannamáli um gagnadrifnar og snjallar lausnir, tækifærin, áskoranirnar og hvað þarf til að árangur náist. Góður undirbúningur fyrir hina gagnadrifnu vegferð sem kallar meðal annars á samvinnu starfsfólks með ólíkan bakgrunn en sameiginlegan skilning og markmið.
Núverandi gagnauppsprettur kortlagðar og nýjar uppsprettur settar á radarinn. Hagnýting þeirra í snjöllum lausnum skilgreind.
Gagnadrifin lausn („Proof of Concept“) þróuð í 12 vikna lotum; allt frá skilgreiningu og afmörkun til innleiðingar lausnarinnar í kerfum og starfsemi. Árangur metinn að lokum.
Í framhaldi af árangursríku tilraunaverkefni eru lausnir innleiddar og skalaðar heilt yfir í rekstrinum.
Innleiðing á snjallri lausn felur meðal annars í sér að miðla vel hvernig viðskiptahliðin getur nýtt sér hana. Einnig er hugað að notendavænu viðmóti.
Þá þarf að tryggja að lausnin virki í kerfum, skala frá þróunarumhverfi yfir í raunumhverfi og huga að hýsingu á lausninni.
Markvisst og upplýst samtal um hagnýtingu gagnadrifinna og snjallra lausna – gervigreindarlausna – í starfseminni. Stöðumat, kortlagning tækifæra, skilgreining tilraunaverkefna og forgangsröðun fer fram. Kjarni málsins settur fram í stefnu og aðgerðum um hagnýtingu slíkra lausna í starfseminni.
Í kjölfar Stöðumats og Vegvísis og mögulega Tilraunaverkefna er tímabært að taka ákvarðanir um framtíðarfyrirkomulag vegna hagnýtingar tækninnar auk þess að innleiða í skrefum þær aðgerðir sem fram koma í Vegvísi.
Hugað er að gagnamenningu og gagnadrifinni stjórnun til að ýta við möguleikum innan fyrirtækisins að nýta gögn og snjallar lausnir hvar sem er í rekstrinum. Útbreidd gagnamenning ásamt hagnýtingu gagna og snjallra lausna sem víðast í starfseminni er hið háleita markmið.
Dæmi um Vegferð í áföngum hjá fyrirtæki sem er að hafja sig til flugs á þessu sviði í samstarfi við DataLab:
DataLab Ísland ehf.
kt. 570816-1870
Borgartúni 37
105 Reykjavík
datalab@datalab.is
693 0100