Hlaðvarpið: Framtíðin er gagnadrifin

Brynjólfur Borgar Jónsson, forsprakki DataLab, mætti hundblautur í Origo stúdióið eitt föstudagseftirmiðdegi snemma sumars. Hann kom þangað hjólandi frá höfuðstöðvum DataLab í miðbænum í einni mestu hellidembu ársins en lét það ekki á sig fá og settist niður með Svövu Kristinsdóttur umsjónarmanni ‘Tæknilega séð’ til að spjalla á léttu nótunum um þau gríðarmörgu tækifæri sem felast í gervigreind fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Hægt er að hlusta á Origo hlaðvarpið á Spotify eða bara fara á heimasíðu hlaðvarpsins.

Þau fara vítt og breitt um sviðið og ræða m.a. stöðuna og tækifærin til að hagnýta gervigreind hér heima, þróun tækninnar almennt og velta upp ýmsum álitamálum sem tengjast hagnýtingu hennar. Bakgrunnur Brynjólfs í bransanum og sagan á bakvið DataLab koma líka til tals.

Rúmlega klukkutíma spjall og þegar út var komið var hætt að rigna og Brynjólfur gat hjólað þokkalega þurr inn í helgina.

Í rennblautum buxum og skóm í kjallaranum hjá Origo

Deila grein

Fleiri greinar

III. Gervigreindin verður alltumlykjandi

Sífellt öflugri tölvur og tæknilegir innviðir hafa nú gert okkur kleift að þróa afar hagnýta og öfluga gervigreind sem við munum að öllum líkindum nota til að þróa enn öflugri tölvur sem geta af sér enn öflugri gervigreind og þannig heldur þróunin áfram.

Gervigreindin er því í aðalhlutverki héðan í frá, og því má segja að öld gervigreindarinnar sé runnin upp.

Lesa meira »

NÝTTU GÖGNIN.
NÁÐU ÁRANGRI.

DataLab Ísland ehf.
kt. 570816-1870

Borgartúni 37
105 Reykjavík

datalab@datalab.is
693 0100