Þrjú til DataLab
DataLab hefur komið sér fyrir í hringiðu gervigreindarbyltingarinnar á Íslandi.
Eftirspurn fyrirtækja og stofnana eftir gervigreindarlausnum og ráðgjöf um hagnýtingu gagna og gervigreindar hefur aukist talsvert. DataLab hefur því stækkað og styrkt teymi sitt, sérlega á sviði hugbúnaðarþróunar og gervigreindar en einnig á sviði ráðgjafar um hagnýtingu slíkrar tækni.
Krafan um að vinnustaðir hagnýti gervigreind til að bæta rekstur, þjónustu og vinnulag kemur úr öllum áttum, frá starfsfólki, stjórnendum og viðskiptavinum.
Nýlega bættust í teymi DataLab tveir sérfræðingar í gervigreind:
Sigurður Óli Árnason er með M.Sc. í gervigreind, eða erindrekinni gervigreind, frá Utrecht University og B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði frá HÍ. Hann er með yfir fimm ára starfsreynsu á íslenskum markaði og hefur einkum fengist við hugbúnaðarþróun á sviði gervigreindar og ráðgjöf um hagnýtingu slíkrar tækni.
Kjartan Pálsson er með M.Sc. í stærðfræði frá University of Oxford og B.S. í hagnýttri stærðfræði frá HÍ. Hann hefur yfir 4 ára starfsreynslu á sviði gagna og gervigreindar á íslenskum markaði, einkum á fjármálamarkaði.
Þeir Sigurður og Kjartan eru þegar komnir á bólakaf í spennandi verkefnum með íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem vilja ná árangri með hagnýtingu gagna í sífellt snjallari lausnum.
Hjá DataLab starfa nú níu framúrskarandi sérfræðingar sem aðstoða fyrirtæki og stofnanir að búa til verðmæti úr gögnum. Þeir Kjartan og Sigurður styrkja teymi DataLab enn frekar.
Framfarir á sviði gervigreindar hafa skapað tækifæri til að fela tölvum fleiri verkefni en áður var mögulegt. Afraksturinn er sjálfvirkni og aukin skilvirkni á ýmsum sviðum og starfsfólk sem tekur betri ákvarðanir.
Þessi tækni er öllum aðgengileg sem bera sig eftir henni og bætist við úrval öflugrar gagnatækni sem þegar var til staðar.
Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að ræða hagnýtingu gervigreindar á þínum vinnustað.
Teymi DataLab haustið 2024. Á myndina vantar Stellu Kristínu Hallgrímsdóttur.
DataLab hefur komið sér fyrir í hringiðu gervigreindarbyltingarinnar á Íslandi.
Á síðustu árum hefur nýting gagna breytt því hvernig fyrirtæki og stofnanir starfa. Gögn eru ekki lengur aðeins skráð og geymd – þau eru nýtt til að...
Gagnadrifnar og sjálfvirkar lausnir eru sannarlega komnar á dagskrá um allan heim, bæði í einkageiranum og hjá opinberum aðilum, stórum sem smáum....