2 min read

Eru gagnadrifnar lausnir í þínum áætlunum fyrir 2021?

Eru gagnadrifnar lausnir í þínum áætlunum fyrir 2021?

Gagnadrifnar og sjálfvirkar lausnir eru sannarlega komnar á dagskrá um allan heim, bæði í einkageiranum og hjá opinberum aðilum, stórum sem smáum. Þær eru ekki lengur einkamál alþjóðlegra tæknifyrirtækja og ná nú fótfestu í öllum geirum.

Faraldurinn sem nú gengur yfir hefur þar að auki knúið flest fyrirtæki og stofnanir til að endurskoða kerfi og ferla með hagræðingu og betri ákvarðanir að leiðarljósi.

Á Íslandi hefur hið opinbera stigið ákveðin skref í þessa átt með hundruð milljóna fjárfestingu í stafrænum innviðum undir hatti verkefnastofunnar Stafrænt Ísland. Fyrirtækin eru líka að taka við sér og jarðvegurinn fyrir slíkar lausnir er frjór. Það er ekki síst vegna aukinnar samkeppni við erlenda aðila sem hafa nú þegar tileinkað sér gervigreind og snjallar gagnadrifnar lausnir með góðum árangri. En einnig skiptir miklu máli að tæknin er orðin mun aðgengilegri, áreiðanlegri og ódýrari en fyrir örfáum árum.

Eitt er víst: Þær skipulagsheildir sem ekki eru markvisst að undirbúa hagnýtingu gagnadrifinna lausna nú lenda í vandræðum í nánustu framtíð.

Er gert ráð fyrir slíkri vinnu í þínum áætlunum fyrir 2021?

Covid-19 flýtir fyrir tækniþróun

Gervigreindin er komin á fleygiferð. Bandarísk yfirvöld hafa til dæmis ákveðið að tvöfalda útgjöld til rannsókna og innleiðingar á gervigreind árið 2021. Á þeim bæ er mikill árangur Kínverja á þessu sviði farinn að valda hugarangri en fjárfestingin þar er á skala sem venjulegur Íslendingur á bágt með að skilja.

Samkvæmt rannsóknum Harvard Business Review telja 3 af hverjum 4 forstjórum að ef þeir hafa ekki innleitt gervigreind gegnumsneitt í starfsemi sinni á næstu fimm árum verði þeir undir í samkeppninni. Fjármálastjórar hafa því fullt umboð til að stökkva á vagninn og samþykkja verkefni sem nýta tæknina til að lækka kostnað og hagræða í rekstri. Þetta er mjög í deiglunni einmitt nú þarf sem margir leita logandi ljósi að leiðum til að lifa af covid-kreppu með endurskipulagningu reksturs á nýjum grunni á næstu 3–5 árum.

Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa þegar náð góðum árangri með því að sjálfvirknivæða tímafreka en nauðsynlega vinnslu eins og innslátt upplýsinga og úrvinnslu skjala, ýmis konar eftirlit, ráðgjöf og meðmæli á vef og í appi og þjónustusamtöl við viðskiptavini með innleiðingu spjallmenna.

Árangursrík verkefni sem þessi ryðja oft veginn fyrir fleiri og þróaðri lausnir á snjallvegferð fyrirtækja. Þetta er langhlaup en ekki sprettur.

Meðal verkefna sem umræddir fjármálastjórar eru að skoða í dag eru leiðir til að sjálfvirknivæða bæta uppgjör í lok mánaðar, innheimtu krafna og gerð fjárhagsáætlana.

Ástæða þess að slík verkefni verða oft fyrir valinu í fyrstu er einföld: Hér er yfirleitt um að ræða einskiptiskostnað sem mun skila sér í árlegum, varanlegum sparnaði í rekstri.

Stærsti hluti vinnunnar við innleiðingu gagnadrifinna lausna fer fram í upphafi verkefnis, þegar tæknilegir innviðir og gögn eru undirbúin, líkan eða lausn er smíðuð og prófanir fara fram. Þegar lausnin er farin að gera sitt gagn og vinna með sjálfvirkum hætti birtist ávinningurinn fljótt og einungis þarf að sinna reglubundnu viðhaldi til að tryggja áframhaldandi góða virkni.

Hvernig á að byrja?

Þessi spurning er algeng þegar vangaveltur um gervigreindarlausnir ber á góma. Hvar og hvernig er best að byrja að spreyta sig á framandi tækni?

Hvert og eitt fyrirtæki og stofnun þarf að skilgreina fyrir sig og sína starfsemi hvar slíkar lausnir myndu koma að mestum notum. Það er best að gera með markvissu og upplýstu samtali við starfsmenn, mati á stöðu, stefnu og tæknilegri getu.

Skynsamlegt getur verið að velja afmarkað, einfalt svið til að byrja á og nota sem prufuverkefni fyrir önnur stærri úrlausnarefni.

Nauðsynlegt er þó að byrja á byrjuninni: Taka stöðuna, gera úttekt á þörfinni, leggja mat á gæði gagna og leggja niður drög að stefnumótun og aðgerðaráætlun vegna hagnýtingar gagnadrifinna lausna í starfseminni.

Tíminn til að byrja er núna!

Gervigreind og snjallar lausnir í opinberri þjónustu – I. hluti: Hindranir og tækifæri

Gervigreind og snjallar lausnir í opinberri þjónustu – I. hluti: Hindranir og tækifæri

Notkun gervigreindar og snjallra lausna í opinbera geiranum eykst stöðugt um allan heim.

Read More
Framtíðin er sérsniðin…að þínum þörfum

Framtíðin er sérsniðin…að þínum þörfum

Það er staðreynd að sérsniðin meðmæli drífa þjónustu fremstu net- og tæknifyrirtækja heimsins. Efnisveitur og netverslanir koma fyrst upp í hugann....

Read More
Oceans nýtir auðlindir í hafsjó gagna [reynslusaga]

Oceans nýtir auðlindir í hafsjó gagna [reynslusaga]

Datalab og Oceans smíða snjallar gagnalausnir Fjórða iðnbyltingin er handan við hornið en hún snýst fyrst og fremst um hagnýtingu gagna og...

Read More