Vegvísir um hagnýtingu gervigreindar

AI Roadmap | Virkjum gögnin

vegvisir@2x

Lykilspurningum um hagnýtingu stafrænna gagna, gervigreindar og gagnatækni í starfseminni svarað.   

Stöðumat á lykilþáttum sem styðja við hagnýtingu tækninnar. 

Aðgerðaáætlun til næstu 1-2 ára vegna hagnýtingar gagna, gervigreindar og gagnatækni í starfseminni. 

Hagnýt gagnaverkefni valin, útfærð og forgangsraðað.

Hvað gerir Vegvísir fyrir þig?

Skýr framfaraskref

Skýr framfaraskref eru tekin í átt að gagnadrifnum umbótum og rekstri sem styðja við markmið og áherslur.

Aukin samstaða

Starfsfólk og stjórnendur munu auka vitund og þekkingu á tækifærum til að hagnýta gervigreind í starfseminni og skrefunum sem þarf að taka, sem leiðir til aukinnar samstöðu.

Raunhæf markmið

Raunhæf markmið til 1-2 ára eru sett og aðgerðir valdar sem færa fyrirtækið í rétta átt. 

Yfirsýn

Stjórnendur fá nauðsynlega yfirsýn um stöðu á lykilþáttum
er snúa að hagnýtingu gagnatækni í starfseminni og úrbótaverkefni liggja fyrir.

Forgangsröðun

Hagnýt gagnaverkefni eru valin, metin, útfærð
svo hægt sé að forgangsraða þeim og hefjast handa. 

 

Hvernig ætlar þitt fyrirtæki að hagnýta gagnatækni og gervigreindarlausnir?

Vegvísir um hagnýtingu gervigreindar er 8 vikna vegferð þar sem þessari spurningu er svarað. Um leið er lagður grunnur að samkeppnishæfni í stafrænum heimi þar sem snjöll hagnýting gagna skilur á milli þeirra sem ná árangri og þeirra sem staðna.


Fá ráðgjöf

compass towards artificial intelligence with transparent background
 

Tækifærin eru allt í kringum okkur

  •  Stafrænir ráðgjafar (AI Assistants) auka aðgengi starfsfólks að þekkingu sem nýtist í starfi sem bætir ákvarðanir og þjónustu.

  • Starfsfólk kallar fram tölulegar upplýsingar, mælikvarða og myndir með fyrirspurnum á íslensku/ensku og taka betri gagnadrifnar ákvarðanir.

  • Forspárlíkön skapa virði með því að draga úr óvissu, áhættu og sóun í rekstri.

  • Myndræn framsetning sem veitir innsýn og innblástur í rauntíma stuðlar að enn betri ákvörðunum. 

  • Sjálfvirknivæðing endurtekinna og tímafrekra verkefna stuðlar að betra vinnulagi og ánægðara starfsfólki.

 

Fimm stoðir AI Readiness

DataLab hefur þróað kerfi til að meta AI Readiness og skiptist það í fimm stoðir. Stöðumat á AI Readiness með þessum ramma er hluti af Vegvísi.

Vilt þú vita meira um Vegvísi?

Hafðu samband og við förum saman yfir það hvernig Vegvísir getur hjálpað þínu fyrirtæki að hagnýta gagnatækni og gervigreind.