Forsíðufrétt!

Forsíðufrétt!

Það er tímanna tákn að fréttir um gervigreind birtast nú á forsíðum dagblaða.

Það gerðist einmitt miðvikudaginn 12. mars 2025 þegar Morgunblaðið birti viðtal við undirritaðan í ViðskiptaMogganum ásamt forsíðufrétt.

Í viðtalinu var einkum fjallað um AI Action Summit í París sem áður var fjallað um hér.  Áhugaverður fundur í alla staði.

Einnig var komið inn á stöðu gervigreindar hér á landi þaðan sem fyrirsögnin á forsíðu er fengin.

DataLab hefur ekki áður komist á forsíðu nokkurs dagblaðs svo vitað sé. Og undirritaður líklega ekki heldur.

Því ber að fagna 🎈

Hér er svo hlekkur á fréttina. Eins og sjá má voru birtar myndir af þríeykinu Fei Fei Li, Macron og Villa Þorsteins, allar úr safni undirritaðs.

MBL 

DataLab á AI Action Summit í París

DataLab á AI Action Summit í París

Sommet pour l'action sur l'IA var haldinn í Grand Palais í miðborg Parísar í liðinni viku. Betur þekktur sem AI Action Summit.

Read More
Af Ara og erindrekunum

Af Ara og erindrekunum

Nú eru níu mánuðir frá því að við kynntum til sögunnar hugbúnaðarlausnina Ara | Þarfasta þjóninn frá DataLab. Það gerðum við á UT messunni fyrr á...

Read More
Klár í gervigreind?

Klár í gervigreind?

Fram er komin ný tegund hugbúnaðar sem hugsar með mállíkönum. Við köllum það spunagreind (e. Generative AI) og blasa tækifærin við hvert sem litið...

Read More