1 min read

Bergur til DataLab

Bergur til DataLab

Fyrir nokkrum vikum hóf störf hjá DataLab afar snjall gagnaverkfræðingur (e. data engineer).

Bergur Tareq Tamimi er ungur að árum en hefur öðlast verðmæta reynslu á sínu sérsviði í fyrri störfum hjá íslenskum en alþjóðlegum stórfyrirtækjum.

Bergur er með gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá HR.

Bergur er þegar farinn að láta til sín taka í öflugu teymi DataLab þar sem fyrir eru þrír einstaklingar sem einnig hafa sérhæft sig í gagnaverkfræði, þau Dennis, Helga og Jónas.

Þeirra hlutverk er að

  • tryggja gott flæði góðra gagna til kröfuharðra gagnalausna sem verða sífellt snjallari.
  • hanna og setja upp gagnainnviði í skýinu sem styðja við slíkar lausnir.
  • koma lausnum fyrir í framleiðslu svo þær skili afurðum með áreiðanlegum hætti.
  • undirbúa gögn og gagnainnviði fyrir hagnýtingu gervigreindar.
  • veita ráðgjöf til viðskiptavina um hönnun og útfærslu gagnainnviða.

Það gerist því ekki margt á gagnasviðinu án aðkomu þeirra.

 

Gefum Bergi orðið:

"Þegar ég gekk til liðs við Datalab var það með þá hugsjón að starfa hjá fyrirtæki sem leggur áherslu á hagnýtingu gagna og vinnur út frá þeim grunngildum. Sú sýn hefur sannarlega reynst rétt, og ég myndi lýsa Datalab sem draumavinnustað allra gagnanörda.  Hér er ekki aðeins verið að skapa eina og eina gagnalausn, heldur fjöldan allan af þeim. Frá því að ég hóf störf hjá Datalab hef ég fengið ómetanlegt tækifæri til að dýpka skilning minn á því hvernig hægt er að aðstoða fyrirtæki við að ná markmiðum sínum þegar kemur að gagnaúrvinnslu. Þetta er reynsla sem ég er mjög stoltur af í dag."

Við bjóðum Berg velkominn í hópinn.

 

Datalab gif blue on white background

 

 

Sérfræðingar í gervigreind til DataLab

Sérfræðingar í gervigreind til DataLab

Eftirspurn fyrirtækja og stofnana eftir gervigreindarlausnum og ráðgjöf um hagnýtingu gagna og gervigreindar hefur aukist talsvert. DataLab hefur því...

Read More
Þrjú til DataLab

Þrjú til DataLab

DataLab hefur komið sér fyrir í hringiðu gervigreindarbyltingarinnar á Íslandi.

Read More
Hækkum flugið | Annáll DataLab 2024

Hækkum flugið | Annáll DataLab 2024

Gott, viðburðaríkt, krefjandi og skemmtilegt ár er að baki hjá DataLab.

Read More