Við lifum á áhugaverðum tímum | Annáll DataLab 2023 | SEINNI HLUTI
Við höldum áfram þar sem frá var horfið…á þessu tímamótaári í tæknisögunni þegar gervigreind varð í fyrsta sinni hluti af meginstraumnum.
3 min read
Binni Borgar : Dec 28, 2023
Við vissum að árið 2023 yrði áhugavert.
Orðið fangar stemminguna kannski ekki alveg.
Á ensku væri jafnvel hægt að nota ‘groundbreaking’ til að lýsa árinu.
Við vissum að árið yrði stórmerkilegt í ljósi atburða ársins á undan, þegar Spunagreindin (e. Generative AI) kom fyrst fyrir augu almennings.
Undir lok árs 2022 setti OpenAI nánast allt á hliðina með útgáfu ChatGPT sem við þekkjum nú flest. Mánuðina á undan höfðu komið fram öflugar text-to-image þjónustur eins og DALL-E og Midjourney sem segja má að hafi m.a. gegnt því hlutverki að undirbúa jarðveginn fyrir ChatGPT.
Almenningur var tilbúinn í næsta skref og gervigreindin var á allra vörum.
Hluti af meginstraumnum í fyrsta sinn.
Og þannig hófst árið 2023.
Tæknin gengur undir nafninu Generative AI eða GenAI á ensku og vorum við hjá DataLab fljót til að finna gott íslenskt nafn á þessa tækni. Bjarni Bragi Jónsson lagði til ‘Spunagreind’ og okkur sýnist að nafnið hafi fest sig í sessi á þessu ári. Við sjáum það víða notað þegar tæknin er til umfjöllunar.
Við byrjuðu árið á því að leggja línurnar fyrir árið, stilla fókusinn. Eins og alltaf, í Hörpu. En auðvitað sáum við ekki fyrir íslensku GPT-4 bombuna sem síðar verður vikið að og hafði talsverð áhrif á fókusinn þegar líða fór á árið.
Við fluttum starfsemina úr Grósku í Borgartún 37 þar sem góðvinir okkar hjá Origo eru með höfuðstöðvar. Þar fer vel um okkur enda vel hugsað um starfsfólk í þessu ágæta húsi.
Borgartúnið hefur hins vegar lítinn sjarma. Þar ægir saman ljótum húsum, bílaplönum og einstaka gangandi eða hjólandi vegfaranda sem á í vök að verjast.
Mikil er ábyrgð þeirra sem hanna svona ljóta og leiðinlega götumynd.
En staðsetningin er góð : ) og fólkið í húsinu tók afar vel á móti okkur.
DataLab hóf samstarf við Landspítalann eftir þátttöku í lausnamóti Heilsutækniklasans. Við erum afar áhugasöm um að láta gott af okkur leiða í heilbrigðiskerfinu enda er þar framundan nauðsynleg heljarinnar tæknileg yfirhalning með fókus á stafvæðingu, gögn og gervigreind til að styðja við betra og skilvirkara heilbrigðiskerfi.
Landspítalinn tók saman þetta ágæta myndskeið um samstarfið við DataLab.
Síðar á árinu fengum við myndarlegan Fléttustyrk frá ráðuneyti háskóla, vísinda og nýsköpunar til að klára innleiðingu lausnarinnar í starfsemi LSH. Myndin hér að neðan var tekin við það tilefni.
DataLab fékk sinn fyrsta Ímark lúður fyrir stafrænu herferðina Domino’s árið mitt 2022 sem kom beint úr smiðju DataLab en var svo sannarlega innblásin af Spotify Wrapped.
Spunagreindin sprakk svo endanlega út hér á landi í mars 2023 þegar OpenAI uppfærði úr GPT-3.5 í GPT-4. Það sem gerði gæfumuninn var að GPT-4 hefur lært íslensku í samstarfi við íslenska máltæknifyrirtækið Miðeind. Það var vægast sagt afar gott múv hjá Miðeindarfólkinu.
Íslenskukunnáttan skapar fjölmörg tækifæri til að hagnýta þessa nýju tækni í lausnum hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Enda fórum við rakleiðis í að skoða það mál.
Myndin fræga af Sam Altman ásamt íslensku sendinefndinni sem lagði land undir fót er þegar orðin ‘klassík’ og birtist ósjaldan í erindum á árinu sem er að líða.
Enda dró fundurinn með Sam dilk á eftir sér! Eins og áður var vikið að.
DataLab hóf samstarf við Fiskistofu, Hafró og HÍ í verkefni sem miðar að því að koma á skilvirkara eftirliti með auðlindinni með hagnýtingu gagnatækni og gervigreindar. Gögn um veiðar fiskiskipa gegna þar stóru hlutverki og við eigum eftir að sjá meiri framþróun á þessu sviði árið 2024.
Nýsköpunarmót hins opinbera var haldið og þar kom fram fulltrúi DataLab og fjallaði um ‘Skilvirkara eftirlit með gagntækni og gervigreind’.
Startup Iceland er nýsköpunarhátíð sem fer fram árlega og þar átti DataLab fulltrúa sem flutti erindi um ‘Framfarir gervigreindar’. Einn af fjölmörgum fyrirlestrum sem Brynjólfur Borgar hjá DataLab hélt á árinu um þetta efni. Áhuginn er að sprengja alla skala.
Í fyrsta sinn í sögu DataLab áttum við erindi í útboð á vegum opinbers aðila, að þessu sinni Reykjavíkur. Við gerðum okkur lítið fyrir og komum, sáum og sigruðum þetta ágæta útboð og í kjölfarið hófst farsælt samstarf. Verkefnið snýr að undirbúningi gagna RVK fyrir hagnýtingu til að bæta rekstur og þjónustu, m.a. í mælaborðum og gervigreindarlausnum.
Undir lok ársfjórðungsins fór svo fyrsta GenAI | Spunagreindarverkefni DataLab af stað með samstarfsaðila á fjármálamarkaði. Við vorum búin að vinna okkar heimavinnu frá því GPT-4 kom fram og þróa frumútgáfu lausnar sem lítur brátt dagsins ljós og verður innleidd hjá fyrstu viðskiptavinum í byrjun næsta árs. Meira af því síðar.
Mótaðilinn að skilið hrós fyrir að taka stökkið með okkur.
Látum þetta duga í bili.
Síðari hlutinn er í smíðum.
Við höldum áfram þar sem frá var horfið…á þessu tímamótaári í tæknisögunni þegar gervigreind varð í fyrsta sinni hluti af meginstraumnum.
DataLab hefur komið sér fyrir í hringiðu gervigreindarbyltingarinnar á Íslandi.
Eftirspurn fyrirtækja og stofnana eftir gervigreindarlausnum og ráðgjöf um hagnýtingu gagna og gervigreindar hefur aukist talsvert. DataLab hefur því...