Við lifum á áhugaverðum tímum | Annáll DataLab 2023 | SEINNI HLUTI

Við höldum áfram þar sem frá var horfið…á þessu tímamótaári í tæknisögunni þegar gervigreind varð í fyrsta sinni hluti af meginstraumnum. 

Q3 2023 

Eftir sólríkt og fallegt sumar héldum við vestur á Nes, horfðum til himins og spáðum í spilin. Markaðurinn hefur vissulega mikinn áhuga á að prófa gervigreind en hann er líka á fleygiferð, þróast hratt. Mörgum spurningum er ósvarað og stundum þarf ekki nema eina fréttatilkynningu eða svo frá tæknirisa hinum megin á hnettinum til að setja gáfuleg plön í uppnám.

Við þessar aðstæður er mikilvægt að fylgjast vel með, sækja nýjustu þekkingu, prófa sig áfram með tæknina og ræða málin opinskátt í teyminu og við aðila á markaði. Það er einmitt það sem við höfum leitast við að gera. Lærdómurinn sem hefur átt sér stað í teyminu á nokkrum mánuðum er ótrúlegur og það eru forréttindi að vera hluti af slíku úrvalsteymi.

Horfum til himins, með höfuðið hátt

 Eftir sumarið hafði spunagreindarverkefnum DataLab með viðskiptavinum fjölgað og lausnaþróun því í fullum gangi. Opinber aðili hafði þá bæst í hóp viðskiptavina sem sáu tækifæri í að nota spunagreind til að umbylta aðgengi starfsfólks að þekkingu sem falin er í texta

Þá vorum við farin að sjá fyrir okkur að tæknin yrði nýtt til að gera starfsfólki kleift að ‘yfirheyra’ sín eigin textagögn og einnig, í sama umhverfi, hefðbundin töluleg gögn sem geymd eru í gagnagrunnum. Þetta þarf að gerast á íslensku eða ensku, í öruggu og notendavænu umhverfi.  

Þangað stefnum við. 

Samhliða auknum áhuga á gervigreind meðal almennings, fyrirtækja og stofnana jókst eftirspurn eftir fræðsluerindum eða hugvekjum um gervigreind. Brynjólfur Borgar kom víða fram á haustmánuðum á ráðstefnum, fundum og vinnustöðum og flutti erindi sitt um Framfarir gervigreindar.

Myndin hér að neðan var tekin á haustráðstefnu Ímark sem haldin var í salarkynnum Arion banka. Markaðsfólk hefur að sjálfsögðu tekið þessa nýju tækni í sína þjónustu. Þau eru jafnvel lengra komin en aðrar greinar þar sem tækifærin til að nýta spunagreind í markaðsstarfi eru svo augljós. Á sama tíma eru margir uggandi yfir þróuninni og áhrifum hennar á störf í faginu.  

Sem sagt, tækifæri og áskoranir fyrir markaðsfólk eins og flestar fagstéttir sem við höfum kallað ‘hugsandi stéttir’ og vinna að mestu leyti við tölvur. 

Binni Borgar á haustráðstefnu Ímark

Q4 2023

DataLab kynnti lausn sína, AI Assistant [vinnuheiti], á ráðstefnu um stafræn sveitarfélög en Samband íslenskra sveitarfélaga hafði þá falið DataLab að þróa fyrir sig slíka lausn. Sveitarstjórnarlög, reglugerðir og kjarasamningar eru meðal textaefnis sem lausnin hefur ‘lesið og lært’ og getur því svarað fyrirspurnum notenda um þau mál með skýrum hætti og vísað í heimildir svo notendur geti fullvissað sig um að svörin séu rétt. Hér að neðan má sjá stutt myndbrot sem við gerðum að þessu tilefni en þegar þetta er skrifað er lausnin orðin enn fróðari og nýr framendi í anda ChatGPT er í smíðum.

Gert er ráð fyrir að þessi lausn fari í víðtæka innleiðingu á fyrri hluta 2024. 

DataLab auglýsti laus störf til umsóknar. Aukinn áhugi á gervigreind hafði skilað sér í aukinni eftirspurn eftir þjónustu og lausnum DataLab og því fátt annað í stöðunni en að stækka teymið. Okkur barst fjöldi afar góðra umsókna frá mjög hæfu fólki og valið því afar vandasamt. Á endanum voru þrír einstaklingar ráðnir í teymið. Fannar Freyr Bergmann hefur þegar hafið störf og hin tvö byrja svo snemma á næsta ári. Þá telur teymið níu manns. 

Þann 1. desember var haldinn opin málstofa á vegum Framtíðarnefndar Alþingis undir yfirskriftinni ‘Þróun og framtíð gervigreindar’. Þar komu fram Brynjólfur Borgar frá DataLab og Einar Rafn frá HÍ og fræddu nefndarmenn og svöruðu spurningum þeirra. Fundurinn var í beinu streymi og gat almenningar sent inn spurningar. Að neðan eru nokkrar myndir frá fundinum og einnig er þar hlekkur á upptöku frá honum. Afar þarft og gott framtak hjá nefndinni.

Sama dag fór fram hið árlega JólaDú DataLab sem mætti kalla hefðbundið jólapartý með öllu tilheyrandi. Að þessu sinni var keppt í nýstárlegum leik sem gárungarnir nefndu ‘GPT’ sem stendur fyrir ‘GPT Prompt Tournament’.  Liðin nota ChatGPT / DALL-E til að framleiða myndir. Öll fá sömu fyrirmælin og keppast svo um að skrifa besta ‘promptið’ sem að lokum er notað til að búa til mynd sem slær í gegn. Einfalt og gáfulegt! 

Myndin efst í blogginu inniheldur þrjú dæmi um myndir úr leiknum góða og myndin hér að neðan þótt jafnvel skara fram úr!

…a person with a magnificent dad-bod, wearing a speedo in the color of electric blue that says “Datalab”. He should have a tattoo of a neural network on his back and he should be looking back at the camera while walking into the Blue Lagoon. In the sky there should be puffins and northern lights, with an Icelandic volcano erupting in the distant background.

DataLab teymið fór í jólafrí þann 22. desember og hurðinni skellt í lás. Hún verður ekki opnuð aftur fyrr en á nýju ári sem gæti orðið enn áhugaverðara en 2023. 

Deila grein

Fleiri greinar

Ari margfaldar afköst sérfræðinga

Ari er hugbúnaðarlausn sem DataLab kynnti fyrr á árinu. Ari nýtir nýjustu tækni spunagreindar og hannaður til að verða sannkallaður sérfræðingur í þeirri starfsemi sem hann fær þjálfun í. Brynjólfur Borgar, stofnandi DataLab, segir frá Ara og lýsir hvernig geta hans muni þróast hratt á næstu mánuðum.

Lesa meira »

Ari er

Þarfasti þjónninn frá DataLab eykur aðgengi að þekkingu sem falin er í texta.

Lesa meira »

NÝTUM GÖGNIN.
NÁUM ÁRANGRI.

DataLab Ísland ehf.
kt. 570816-1870

Borgartúni 37
105 Reykjavík

datalab@datalab.is
693 0100