Þín gervigreind.
Þín gögn.
Þín framtíð.

Asset-1@300x-1024x878

Sveigjanleiki

Ari er þín leið til að virkja spunagreindina á sveigjanlegan hátt í þinni starfsemi. 

 

Öryggi

Sett upp á þínum innviðum eða hýst af DataLab. Örugg notkun gagna og gervigreindar tryggð.

Sérhæfing

Ari tengist þínum texta- og talnagögnum og svarar einungis út frá þeim. 

Einfaldleiki

Spjallviðmót sem er einfalt í notkun og aðgengilegt öllum. Ari heldur þræði í samtölum og vísar í heimildir.

Lausn sem mótast að þér - ekki öfugt

Ari byggir á spunagreind og er hannaður til að leysa sérhæfð og flókin verkefni sem áður voru eingöngu á færi mannlegra sérfræðinga að leysa
 

Ari fyrir starfsfólk

Ari er einstaklega góður í að finna upplýsingar í miklu magni af flóknum gögnum. Þannig eykur hann aðgengi að þekkingu sem falin er í gögnum.

Styttri tími fer í leit, skimun og lestur. Sérfræðingar verða sjálfstæðari og geta sinnt flóknari úrlausnarefnum.

Ari höndlar viðkvæm og aðgangsstýrð gögn - texta og tölur - svo þú getir spjallað áhyggjulaus við þau.

ari-basic-screenshot
 

Ari fyrir viðskiptavini

Ari getur setið á bak við netspjall og svarað flóknum sem einföldum spurningum frá viðskiptavinum sem byggja á þínum gögnum. Hægt er að tengja Ara á bakvið núverandi þjónustulausnir.

Ari getur lært að svara upp úr þínum gögnum og vefsíðum á augabragði. Þegar þú vilt taka næsta skref lærir Ari að tala við innri kerfin þín til að leysa sífellt flóknari mál án aðkomu manneskju.

ari-external-screenshot

 

Sérfræðingur í starfsemi þinni

Ari notar risamállíkön (LLM) til að brjóta niður verkefni og velja réttu leiðina til að leysa þau.

Ari getur

  • spurt mállíkan út í sérstök atriði
  • samið SQL fyrirspurn með hjálp mállíkans
  • kallað í þær vefþjónustur sem henta hverju verkefni
  • soðið saman upplýsingar úr mismunandi áttum
  • yfirfarið gæði svars áður en því er skilað til notandans

Með því að nýta risamállíkön á þennan hátt ásamt erindrekinni (e. agentic) nálgun má kenna Ara að leysa sífellt fleiri og flóknari verkefni. Hann verður því með tímanum alhliða sérfræðingur í starfseminni.

 

Þú hefur stjórnina

Ari er þróaður til að vera sveigjanlegur og leyfa þér að vera við stýrið í notkun gervigreindar í þinni starfsemi.

Ari getur notað þau gervigreindarmódel sem henta best hverju sinni og eftir því hvernig framtíðin þróast. Hægt er að aðlaga Ara að þínum ferlum og gögnum.

Þannig er hægt að leysa þau vandamál sem eru mikilvægust. 

DataLab sér um að fylgjast með þróuninni og passa að þú sért á réttum stað á réttum tíma.

 
 

Nordic Visitor: Allt að 60% skjótari svör með aðstoð Ara

Lestu reynslusögu Nordic Visitor af innleiðingu Ara, þar sem hann hjálpar starfsfólki að svara spurningum viðskiptavina og veita persónulegri þjónustu.

Lestu sögu Nordic Visitor hér!

TC NV ITo TN Group Photo Bíldshöfði May 2023 1
 

Hvernig fer innleiðing Ara fram?

Innleiðing fer fram í sex vikna lotum. Í upphafi duga ein til tvær lotur og svo fer það eftir þörfum hvort og hvenær er farið í fleiri lotur. Tæknin þróast hratt og DataLab sér fram á mikil tækifæri í útvíkkun á hæfileikum Ara.

Hægt er að byrja á þarfagreiningu sem nær yfir eina viku þar sem við áttum okkur á þörfunum.

Stella-i-tolvu-minni
 

Algengar spurningar um Ara

Vilt þú kynnast Ara betur?

Hafðu samband og við förum saman yfir það hvernig Ari getur aukið aðgengi að þekkingu í þínu fyrirtæki.