1 min read

Þrjú til DataLab

Þrjú til DataLab

DataLab hefur komið sér fyrir í hringiðu gervigreindarbyltingarinnar á Íslandi.

Framundan eru fjölbreytt verkefni þar sem sérfræðingar DataLab aðstoða fyrirtæki og stofnanir að hagnýta eigin gögn í sífellt snjallari gagnalausnum þar sem tækni á borð við vélnám (e. machine learning), spunagreind (e. generative AI) og öflugir gagnainnviðir (e. data infrastructure) koma við sögu.

Fyrirtækið hefur að undanförnu ráðið þrjá sérfræðinga í hagnýtingu gagna og gervigreindar.  Þau hafa lokið meistaragráðu frá evrópskum háskólum og koma inn í teymi DataLab með nýjustu þekkingu á sviði gagnatækni. Þar nýtist hún við þróun og innleiðingu snjallra gagnalausna hjá viðskiptavinum DataLab á Íslandi sem eru fjölbreyttur hópur fyrirtækja og stofnana.  

  • Helga Dís Halldórdóttir er M.Sc. í Business Analytics frá DTU (Danmörk) og B.Sc. í fjármálaverkfræði frá HR. 
  • Jónas Johansen er M.Sc. í Business Analytics frá NHH (Noregur).  
  • Fannar Freyr Bergmann er M.Sc. í Marketing Analytics & Data Science frá University of Groningen og B.Sc. í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands. 

Þau hafa byrjað af miklum krafti og eru komin á kaf í verkefni þar sem sérþekking þeirra nýtist einkar vel.

DataLab hefur áunnið sér gott orðspor meðal sérfræðinga á sviði gagnatækni og gervigreindar og má fastlega gera ráð fyrir fleiri ráðningarfréttum á næstunni : )

DataLab var stofnað árið 2016 og hefur frá upphafi sett skýran fókus á hagnýtingu gagna og gervigreindar í snjöllum hugbúnaðarlausnum. Hjá fyrirtækinu starfa framúrskarandi sérfræðingar sem hafa aðstoðað fjölmörg fyrirtæki og stofnanir að búa til verðmæti úr gögnum. Nánar á www.datalab.is

Við lifum á áhugaverðum tímum | Annáll DataLab 2023 | SEINNI HLUTI

Við lifum á áhugaverðum tímum | Annáll DataLab 2023 | SEINNI HLUTI

Við höldum áfram þar sem frá var horfið…á þessu tímamótaári í tæknisögunni þegar gervigreind varð í fyrsta sinni hluti af meginstraumnum.

Read More
Sérfræðingar í gervigreind til DataLab

Sérfræðingar í gervigreind til DataLab

Eftirspurn fyrirtækja og stofnana eftir gervigreindarlausnum og ráðgjöf um hagnýtingu gagna og gervigreindar hefur aukist talsvert. DataLab hefur því...

Read More