1. Data Engineering
Sjálfvirkt og öruggt flæði góðra gagna
til og frá snjöllum gagnalausnum.
Þetta er oft fyrsta skrefið í framleiðsluferlinu. Sérfræðingar okkar tryggja flæði gagna á gagnainnviðum sem styðja við kröfuharðar gagnalausnir.
DataLab hefur á undanförnum árum framleitt fjölbreyttar gagnalausnir fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir.
Lausnir DataLab eiga það sameiginlegt að hagnýta gögn og aðferðir úr smiðju gagnavísinda og gervigreindar (data science, machine learning, artificial intelligence).
Lausnirnar nýta fyrirliggjandi gögn og snjöll reiknirit og veita innblástur til góðra ákvarðana, sjálfvirknivæða verkefni sem áður hefðu krafist aðkomu starfsfólks, sérsníða og bæta upplifun viðskiptavina, draga úr sóun, óvissu og áhættu í rekstri og styðja við ný viðskiptamódel.
Sjálfvirkt og öruggt flæði góðra gagna
til og frá snjöllum gagnalausnum.
Þetta er oft fyrsta skrefið í framleiðsluferlinu. Sérfræðingar okkar tryggja flæði gagna á gagnainnviðum sem styðja við kröfuharðar gagnalausnir.
Framleiðsla snjallra gagnalausna sem hagnýta
aðferðir úr smiðju gagnavísinda og gervigreindar.
Næsta skrefið í ferlinu og oft lykillinn að því að búa til virði á grundvelli gagna. Lausnirnar nýta fyrirliggjandi gögn og snjöll reiknirit og veita innblástur til góðra ákvarðana og sjáfvirknivæða sífellt flóknari verkefni.
.
Myndræn framsetning mælikvarða og gagnadrifin frásögn sem veitir innsýn og innblástur til góðra ákvarðana.
Vel ígrunduð myndræn frásögn er skref sem fyrirtæki og stofnanir taka til að miðla mikilvægum upplýsingum til viðskiptavina, starfsfólks, markaðarins og þjóðarinnar.
DataLab hefur unnið með fyrirtækjum og stofnunum sem eru ýmist að stíga sín fyrstu skref eða eru lengra komin á gagnadrifinni vegferð.
Teymi DataLab hefur um árabil unnið saman við framleiðslu gagnalausna og hefur komið upp vinnulagi, aðferðafræði, sérhæfingu og tæknilegum innviðum sem stuðla að skilvirkni og gæðum.
Við framleiðslu gagnalausna er lykilatriði að taka markviss og vel skilgreind skref.
Lestu meira um hvernig við vinnum verkefni hér:
Hafðu samband og við förum saman yfir möguleikana á hagnýtingu gagna og gervigreindar í þinni starfsemi.