DATALAB LEIÐIR ÍSLENSK FYRIRTÆKI OG STOFNANIR INN Í GAGNADRIFNA FRAMTÍÐ

Þjónusta og lausnir

Við þróum gagnadrifnar og snjallar lausnir og leiðum íslensk fyrirtæki og stofnanir inn í gagnadrifna framtíð.

Lausnir Datalab eiga það sameiginlegt  hagnýta gögn og aðferðir úr smiðju gagnavísinda og gervigreindar.

Ráðgjöf Datalab snýr að stefnumótun og fræðslu og leiðsögn vegna hagnýtingar slíkra lausna. 

Okkar nálgun við þróun lausna

Aðferðafræðin sem við beitum við þróun og innleiðingu lausna byggir á áralangri reynslu sérfræðinga okkar af hönnun, þróun og innleiðingu gagnadrifinna lausna hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum.

Vegferðin hefst á stöðumati, kortlagningu tækifæra og smíði aðgerðaáætlunar. Í kjölfarið er ráðist í þróun lausna í 12 vikna sprettum og þær hagnýttar í starfseminni jafnóðum. 

Sérhver sprettur samanstendur af fimm skrefum.

1. Skilgreining og afmörkun
2. Tæknilegir innviðir og undirbúningur gagna
3. Smíði lausnar
4. Innleiðing og rekstur
5. Árangursmat og áframhaldandi þróun

Lausn getur farið í gegnum allt að fjóra slíka spretti á einu ári og skilar fyrir vikið sífellt meira virði.

Samhliða bjóðum við upprennandi gagna- og greiningarteymum, stjórnendum þeirra og samstarfsaðilum sérsniðna fræðslu og leiðsögn til að tryggja sameiginlegan skilning á forsendum tækninnar og möguleikum hennar.

Á hálfu til einu ári eru tekin stór skref í átt að árangursríkri hagnýtingu snjallra lausna sem auka samkeppnishæfni. DataLab útvegar þá sérþekkingu og tækni sem til þarf til að stíga þessi fyrstu skref.

Aðferðafræði og vinnulag DataLab hefur verið í stanslausri þróun undanfarin ár og er aðlagað að þörfum íslenskra fyrirtækja og stofnana.

Vegvísir: Stöðumat og stefnumótun

Vegvísir setur af stað markvisst og upplýst samtal um hagnýtingu gagnadrifinna og snjallra lausna í starfseminni og er kjarni málsins settur fram í stefnu og aðgerðaáætlun um hagnýtingu tækninnar.

Árangursrík hagnýting gagnadrifinna lausna getur kallað á fjárfestingar í tæknilegum innviðum og þekkingu, breytingar á viðskiptaferlum, vörum og þjónustu og skipulagi á tímabili sem getur spannað nokkur ár.

Stefna fyrirtækisins þarf að styðja við innleiðingu tækninnar og tæknin að styðja við stefnuna.

Hér skiptir sköpum að byggja á vönduðum undirbúningi og þátttöku starfsmanna með fjölbreyttan bakgrunn og er Vegvísir hannaður með það í huga.

Vegvísir Datalab PDF

Framvinda Vegvísis er í fjórum skrefum:

1. Fræðsla: Framtíðin er gagnadrifin.       
2. Viðtöl við starfsmenn
3. Kortlagning
4. Aðgerðaáætlun

Vegvísir tekur tvo mánuði í vinnslu og lýkur með kynningu og afhendingu stefnu og aðgerðaáætlunar.

Vegvísir er verkefni sem tilvalið er að vinna samhliða Fræðslu og leiðsögn 

Þjónustusamningar um gagnadrifnar lausnir

Sérfræðingar Datalab sjá um hönnun, þróun, rekstur og viðhald gagnadrifinna lausna. Lausnirnar eru fjölbreyttar en eiga það sameiginlegt að byggja á gögnum og hagnýta aðferðir gagnavísinda og gervigreindar. Í mörgum tilfellum er lausnirnar með rauntímavirkni, t.d. á vef eða í appi, og skila þær því afurðum hvenær sem er.

Í öðrum tilfellum eru þær uppfærðar vikulega eða mánaðarlega eftir þörfum.

Datalab útvegar tæknilegan grundvöll og þekkingu og sér alfarið um lausnirnar og viðskiptavinir geta einblínt á hagnýtingu þeirra í starfseminni.

Meðal lausna má nefna meðmælakerfi og lausnir sem sérsníða upplifun að notendum á vef og í appi, forspárviðhald, lausnir sem verðleggja í rauntíma, meta áhættu, spá fyrir um hegðun, eftirspurn og aðra þróun og eftirlitslausnir. 

Fræðsla og leiðsögn

Forsenda árangursríkrar innleiðingar nýrrar tækni og vinnuferla er þjálfun starfsfólks. Án hennar er gagnsemin óljós og hætta á að ávinningur
tækninnar komi ekki fram eins
og vonast er eftir.

Datalab býður viðskiptavinum sínum sérsniðna fræðslu og leiðsögn fyrir upprennandi gagna- og greiningarteymi, stjórnendur og samstarfsfólk. Fræðslan hentar einnig sérfræðingum og millistjórnendum sem vilja taka frumkvæði innan sinna fyrirtækja og stofnana, auka yfirsýn og bæta þekkingu sína á sviðinu og læra af reynslu annarra, sem þegar hafa náð árangri með snjöllum lausnum í sinni starfsemi.
Þetta er áhrifarík leið til að stilla saman strengi, fá alla að sama borði og móta sameiginlegan skilning á vegferðinni sem framundan er.

 

Fræðslan skiptist í tvo hluta:

Í fyrri hlutanum er lögð áhersla á fræðandi fyrirlestra og umræður um tæknilegan og viðskiptalegan grundvöll gagnadrifinna og snjallra lausna, val á viðfangsefni og vinnulag og hugarfar sem skilar árangri. Farið er rækilega yfir grunnþætti gervigreindar og möguleikum hennar til bætts reksturs og þjónustu.

Í síðari hlutanum er leitast við að yfirfæra lærdóminn á aðstæður viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar með þátttöku starfsmanna og útlista helstu skref sem þarf að taka til að hefja árangursríka hagnýtingu slíkra lausna í starfseminni.

Fræðslupakkann er tilvalið að vinna samhliða Vegvísi 

Ávinningur fyrir teymið þitt:

  • Sameiginlegur skilningur á forsendum tækninnar og möguleikum hennar
  • Stillir saman strengi og stuðlar að stuðningi við verkefnið framundan
  • Eykur líkur á árangursríkri innleiðingu og notkun tækninnar

Datalab býður einnig fyrirtækjum og opinberum aðilum klukkustundar langan fyrirlestur (án endurgjalds og skuldbindinga) fyrir þá sem vilja kynnast möguleikum gervigreindar og hvort hún gæti gagnast starfsemi þeirra.

HAFA SAMBAND

datalab@datalab.is

+354 693 0100

Í samstarfi við DataLab Ísland innleiða fyrirtæki snjallar lausnir sem bæta samkeppnishæfni og undirbúa þau fyrir framtíðina.